Selfoss - 13.02.2014, Blaðsíða 14

Selfoss - 13.02.2014, Blaðsíða 14
www.polardoors.com Júpíter hw Júpíter t5 Herkúles t4 Neptúnus t4 Merkúr t4 Júpíter t4 Hlerar til allra togveiða 14 13. febrúar 2014 Þekk ir Þú fóLk ið? Héraðsskjalasafn Árnesinga hef- ur á undanförnum árum feng- ið fjölda merkra ljósmynda. Hérðasskjalasafnið fékk ásamt Héraðsskjalasöfnunum á Egils- stöðum og Sauðárkróki styrk frá Mennta- og menningarmálaráðu- neyti til atvinnuskapandi verkefn- is við innskönnun og skráningu á ljóstmyndum. Sveitarfélagið Ár- borg og Menningarráð Suðurlands styrkja verkefnið svo sérstaklega hér í héraði. Á héraðsskjalasafninu eru nú um 150.000 ljósmyndir. Rúmlega 70.000 ljósmyndir er nú búið að skanna og skrá um 50.000. Mikil vinna liggur að baki skrán- ingu á ljósmyndum og oft á tíðum er ekki hægt að greina nákvæmlega frá viðburðum eða þekkja einstak- linga á myndunum. Mikilvægt er að geta leitað til almennings og fá aðstoð við skráninguna. Birting ljósmynda með þessum hætti er í raun samvinnuverkefni þeirra sem lesa blaðið og héraðsskjalasafnsins. Þeir sem hafa frekari upplýsingar eru hvattir til að senda okkur tölvu- póst á myndasetur@heradsskjala- safn.is eða heimsækja okkur. Þá minnum við á myndasíðuna okkar myndasetur.is en þar eru myndir aðgengilegar. úr Harð Haus (3) Af heiðaförum Stór hópur manna sinnir því starfi að aka bílum yfir heið-ar, fjöll og sléttar grundir á degi hverjum, komast helst í frétt- ir þegar óhöpp verða eða slys svo sanngirnislaus sem sú ráðstöfun annars er. Hinir fjölmörgu sem komast hjá slysum fá sjaldnar inni hjá fjölmiðlum en farþegar strætisvagna og aðrir vegfarendur njóta ferðaláns þeirra. Vaðlaheiði/ Víkurskarð og Oddsskarð eru meðal fjallvega sem takast brátt af með jarðgöngum, sem er stór umbreyting eins og þeir þekkja sem aka um jarðgöng, s.s. Hval- fjarðargöngin. Kalla má að fjórir fjallvegir bíði þeirra sem aka af Suðurlandi til Akureyrar og er þá meðtalið Vatnsskarðið og Víðivörðuás milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðar, leiðin sem Marka-Leifi fetar sig veginn einn í ótíðinni óskilatrippi milli byggða rekur. Ríki Marka-Leifa átti sér höfuð- setur við Stafnsrétt, þangað sem sveitamenn söfnuðust tvo daga á hausti til að hirða kindur sínar og hross svo og til að blanda geði. Austasti fjallvegurinn á þessari norðurleið, Öxnadalsheiði býr yfir hrikaleið sem nefnist Giljareitir og þar lætur Þórir Bergsson, prestsonur og skáld frá Mælifelli eina af skáld- sögum sínum gerast. Annað skáld af sömu slóðum í Lýtingsstaðahreppi segir frá draumi sínum að fá að verða kúskur við vegagerð á þessari sömu heiði. Þá var hann ellefu ára en kom draumi sínum áleiðis með því að þrábiðja foreldra sína. Hannes Pétursson fékk þar sína níðvísu, var ekki orðinn maður til að svara fyrir sig sem tæpast var von en vísuna er að finna hjá minningamynd- um Hannesar í bókinni Jarðlag í tímanum og snjalla lýsingu hans á heimi þeirra vegamanna Kota-Valda, sumarið síðasta fyrir jarðýtuna. Þeir lentu í hroðarigningum: „Ég blotnaði inn að skinni og hríðskalf þrátt fyrir vaðstígvél, regnkápu, sjóhatt. Flokksstjórinn sem ég þekkti ekki baun sá aumur á yngsta þegni sínum, lét mig setjast inn til bílstjórans og þar hlýnaði mér fljótlega. „Bílstjórarnir hafa það flott á fullum launum“ heyrði maður oft sagt í daglaunavinnu og nú naut ég sambærilegra flottheita. Út um rign- ingarlamstur á framrúðunni grillir í vegavinnuþjarkana, hjakkandi með skóflum og hökum. Ég dáist með sjálfum mér að seiglu þeirra í þessari köldu hrábleytu ofar byggðum.“ Ferðir Marka-Leifa yfir Vatnsskarð voru nefndar fyrr í þessum þætti, en honum og ferðum hans reisti Jónas Tryggvason nokkurn bautastein með ljóðinu Marka-Leifi. Því lýkur svo: Liðin er tíð og framar fást ei svör við farandgestsins spurn, hvort yrði hann fær um ennþá einn dag að hitta á veðrahlé. Aldrei um Vatnsskarð oftar beinir för útigangsmaður, krýndur silfurhærum aleinn á ferð með óheimt vonarfé. JT Ingi Heiðmar Jónsson Hvaðan er hún þessi? Myndin að þessu sinni sýnir svo að ekki verður um villst kirkju og sveitabæ (prestsetur). Hvaðan er myndin og kunnið þið frekari skil á , t.d. hvenær myndin gæti hafa verið tekin. Upplýsingar eru vel þegnar, á ritstjórn: torlakur@fotspor.is eða í síma 8942098. Þá má hafa samband beint við Hér- aðsskjalasafn Árnesinga. Samræður á laugardag og brugðið á leik Ólafur Gíslason listfræðingur „glæðir hversdagslegar vangaveltur heimspekilegu ívafi.“ Hann ræðir við gesti um sýningarnar tvær í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, laugardaginn 15. febrúar kl.15. Björg Erlingsdóttir, einn þriggja sýningarstjóra sýningarinnar Sam- stíga-abstraktlist, ræðir við gesti og bregður á leik síðasta sýningar- daginn, sunnudaginn 23. febrúar kl.15. Undir yfirheitinu Hliðstæður og andstæður, kallast sýningarnar Rósa Gísladóttir – skúlptúr og Samstíga – abstraktlist á bæði í tíma og rúmi. Margir þekkja Ólaf Gíslason sem fararstjóra. Honum er fleira til lista lagt (í orðsins fyllstu merkingu). Ólafur er þekktur listgagnrýnandi. „Hann þekkir vel þau minni sem verk beggja sýninganna fela í sér. Ólafur var einn af SÚMurunum, samstarfs og sýningarvettvangi lista- manna, sem kynntu nýjar leiðir í list- sköpun upp úr 1965, sumpart sem andsvar við abstraktlistinni sem ríkt hafði áður.“ Ólafur hefur líka fylgst með listsköpun Rósu í nokkurn tíma og sem fararstjóri bæði í Grikklandi og á Ítalíu þekkir hann vel hinn klassíska heim Forn- Grikkja og Rómverja sem verk hennar vísa til. „Ólafur mun fjalla um stóru spurn- ingarnar sem verk beggja sýninganna ná að vekja um stöðu listarinnar, tækninnar og siðmenningu,“ segir í frétt Listasafns Árensinga. Listasafn Árnesinga býður gesti velkomna til þessarar samræðu þar sem Ólafur mun glæða hversdags- legar vangaveltur heimspekilegu ívafi. Og Listasafn Árnesinga býður gesti velkomna annan sunnudag,23. febrúar til þess að njóta leiðsagnar um sýninguna Samstíga-abstraktlist og skoða hvernig sú sýning kallast á við sýninguna Rósa Gísladóttir – skúlptúr en yfirheiti sýninganna er Hliðstæður og andstæður. Þetta er síð- asti sýningardagur þessara sýninga.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.