Selfoss - 13.03.2014, Qupperneq 2

Selfoss - 13.03.2014, Qupperneq 2
Samkvæmt lögum VMS skal kjósa um þrjá aðalmenn og einn varamann á aðalfundi 2014. Í stjórn sjúkrasjóðs skal kjósa þrjá aðalmenn og einn til vara. Framboðsfrestur er tvær vikur eða til kl. 16.00 fimmtudaginn 27. mars 2014. Framboðum skal skilað á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi, Austurvegi 56 Selfossi fyrir þann tíma. Kjörstjórn Verslunarmannafélag Suðurlands Auglýsir eftir framboðum til stjórnarkjörs félagsins og stjórnar sjúkrasjóðs Samkvæmt lögum VMS skal kjósa um þrjá aðalmenn og einn vara ann á aðalfundi 2014. Í stjórn sjúkrasjóðs skal kjósa þrjá aðalmenn og einn til vara. Framboðsfrestur er tvær vikur eða til kl. 16.00 fimmtudaginn 27. mars 2014. Framboðum skal skilað á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi, Austurvegi 56 Selfossi fyrir þann tíma. Kjörstjórn Verslunarmannafélag Suðurlands auglýsir eftir fra boðum til stjórnarkjörs félagsins og s jórna sjúkra jóðs 2 13. MARS 2014 Það ber ekki mikið á því í samfélagsumræðunni að kennarar í framhaldsskólum landins séu að leggja upp í verkfall. Skólamál eru ekki hátt skrifuð. Ólíkt höfumst við að. Í Svíþjóð eru þing- kosningar í september. Þar skora fræðslumálin hæst þegar almenningur er spurður hvað skipti mestu um úrslit kosninganna. Hér ríkir engin sátt. Kannski má segja að þjóðin öll sé í andmælum. Austurvöllur dregur til sín fólk sem ekki unir ómöguleikunum sem viðhafðir eru sunnan undir Jóni Sigurðssyni. Sú var tíðin að laun framhaldsskólakennara og alþingismanna voru álíka há. Þá var mælikvarðinn sá. Hvað hefur breyst? „Kennarar krefjast engra ofurlauna,“ segir Gylfi Þorkelsson, formaður Kennarafélags FSu. Gerðar eru kröfur til einstaklingsmiðaðrar þjónustu af kennurum og öðru starfsfólki í framhaldsskólunum. Starfið hefur breyst mikið á um- liðnum árum. Eða frá því að fjölbrautaskólar risu í hverjum landshluta. Þeir opnuðu ungu fólki leiðir og þau eldri sáu langþráða drauma rætast. Þetta gerðist að mestu á áttunda tug síðustu aldar. Og var bylting. Íslenska aðferðin reyndist haldgóð til að byrja með. Til dæmis þurfti ekki endanlega námskrá fyrir framhaldsskólann nema að hluta til. Hugurinn bar menn hálfa leið. Nú hefur okkur hins vegar borið af leið. Við þurfum ný mið, nýjar vörður til að vísa okkur veginn. Stefnan hlýtur að verða sett á háleitari markmið um góða skóla. Til þess þarf vel menntað starfsfólk sem er sátt við sinn hlut. Kennarar telja launin ekki sambærileg við kjör annarra háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu. Ef þetta reynist rétt er þetta væntanlega sá grunnur sem ríki og kennarar þurfa að ná sátt um. Hvernig hægt er að brúa þetta bil er verkefni samningsaðila. Þorlákur Helgi Helgason Nemendur á leið út úr skólunum. LEIÐARI Evrópusambandið - bjargráð úr blindgötu „Stýrivextir á Íslandi eru nú um 6% og þykja lágir í sögulegu samhengi, svo dapurleg er vaxtasaga landsins. Stýri- vextir á evrusvæðinu eru nú 0,25%.“ Gerræðisleg fyrirætlan ríkisstjórn- ar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið hefur beint sjónum sem aldrei fyrr að þessu mesta hagsmunamáli síðari tíma á Íslandi og hvað er í húfi. Líkt og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, hefur ítrekað bent á í greinaröð í Fréttablaðinu snýst aðild að Evrópusambandinu um grundvallarhagsmuni þjóðarinnar. Nefnilega þá að við getum ekki búið við norræna velferð með grískri framleiðni. Til að skjóta stoðum undir efna- hags landsins og byggja upp var- anlegan stöðugleika þurfum við sterkan gjaldmiðil og lága viðvar- andi vexti. Eina færa leiðin að þessu markmiði sem um leið endurreisir og tryggir efnahagslegt fullveldi okkar er aðild að ESB og upptaka evru. Aðrar leiðir eru blindgötur og villuljós, líkt og þverpólitísk gjald- miðlanefnd komst að í fyrra. Val- kostirnir eru tveir; áframhaldandi rekstur á verðlítilli, hávaxta krónu í höftum eða upptaka evru í gegnum aðild að ESB. Í tvo áratugi höfum við búið við aukaaðild að ESB í gegnum EES samninginn sem er meingallað fyr- irkomulag. Á því er mikill lýðræðis- halli og ekki möguleiki á aðgengi að því sem mestu skiptir fámenna þjóð; myntsamstarfi. Eða heldur einhver að það sé til- viljun að Færeyingar eru með sína krónu fastreyrða við þá dönsku sem er aftur bundin við evru og áður þýskt mark? Auðvitað ekki. Hagkvæmni og hagsmunir fólksins í löndunum ráða. Fyrir vikið búa þjóðirnar við stöðugan gjaldmiðil, enga verðtryggingu og lága vexti. Eitt dæmi um það mikla bjarg- ráð fyrir vaxtakúguð íslensk heimili sem upptaka evru er: Stýrivextir á Íslandi eru nú um 6% og þykja lágir í sögulegu samhengi, svo dapurleg er vaxtasaga landsins. Stýrivextir á evrusvæðinu eru nú 0,25%. Til að taka annað dæmi úr álfunni þá eru sömu vextir 0,5% í Bretlandi. Hreinn ávinningur af upptöku evru Nú eru húsnæðislán landsmanna í kringum 1200 milljarðar króna. Í skýrslu fjármálaráherra til Alþing- is árið 2012 kemur fram að 10% niðurfærsla allra húsnæðislána kostar um 130 milljarða króna, en 310 milljarða miðað við 25% niður- færslu. Stærsti hluti þess kostnaðar myndi falla á Íbúðalánasjóð, eða 67- 167 milljarðar eftir atvikum. Inn- lánsstofnanir bæru 40-99 milljarða og lífeyrissjóðir 18-44 milljarða. Vítahringur verðfalls á gjaldmiðli og hækkunar húsnæðisskulda verður ekki rofin nema með upptöku eða fasttengingu við evru. Nú getur hver og einn mátað vaxtamuninn á því að borga 6% vexti eða 1-2% á hvort heldur er lán sín eða heildarlán allra landsmanna. Þannig er hægt að sjá í hendi sér hreinan ávinning af því einu að taka upp evrópska vexti í stað þess vaxtaokurs sem fylgir verð- lítilli ör-mynt í höftum og verðbót- um. Ábatinn hleypur á hundruðum milljarða fyrir þjóðarbúið í heild sinni. Afnám verðtryggingar og yfirfær- sla í óverðtryggð lán í íslensku um- hverfi er engin lausn. Heldur hrein og klár blekking að í því felst bjarg- ráð af nokkru tagi. Vextina borgum við hvort sem þeir eru greiddir um hver mánaðarmót eða dreift á lengri tíma. Enda hefur það ofur-loforð nú þegar verið svikið, rétt eins og flata niðurfærslan á skuldunum. Rétt til að draga fram eina stað- reynd þá gengur um á netinu mynd sem sýnir að 26 milljón króna hús- næðislán á Íslandi kostar að lokum 466 milljónir en á Norðurlöndunn- um í kringum 50 milljónir. Munur- inn er allt að því tífaldur. Um þetta snýst krafan um að klára aðildarviðræðurnar við ESB og fá að kjósa um kláraðan samn- ing. Krafa um að losna úr hlekkjum krónunnar og búa við sambærileg lífskjör og best þekkjast þar sem verðmætasköpun samfélagsins hvíl- ir á traustum gjaldmiðli og lágum vöxtum. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrver- andi þingmaður og ráðherra. Leyndardómar Suðurlands dregnir fram í dagsljósið. 26. mars verður hulunni svipt af leyndu djásni sem Suður-land býr yfir. Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Markaðsstofa Suðurlands sem standa fyrir kynningarátakinu sem standa mun fram að 6. apríl. Opnaðar verða ýmsar gáttir: hótel bjóða allt að því ókeypis gistingu, matvælaframleið- endur, samtök, félög , fyrirtæki og einstaklingar breiða út faðminn. Markmiðið er að kynna sem mest af Suðurlandi og fá sem flesta gesti til að heimsækja Suðurland. „Hér er kærkomið tækifæri til að lengja ferðamannatímabilið og koma öll- um leyndardómum Suðurlands á framfæri,“ segir Magnús Hlynur Hreiðarsson, kynningarfulltrúi ver- kefnisins. Þegar hafa margir gefið sig fram til að taka þátt. Það verð- ur ókeypis í strætó um allt héraðið þannig að auðvelt verður að sækja landshlutann heim. Hægt er að fylgj- ast með framvindu verkefnisins á heimasíðu SASS, www. sudurland.is og á fésbókarsíðu þess: Leyndardóm- ar Suðurlands. Fólk með hugmyndir er hvatt til að setja sig í samband við Magnús Hlyn á netfangið mhh@ sudurland.is eða í síma 480-8200. ÞHH Ofurhetjur og prinsessur í Eyjum Öskudagurinn tókst mjög vel í Grunnskóla Vestmannaeyja, nemendur komu nánast allir í bún- ingum og meira að segja margir framliðnir mættu í skólann. Gaman var að sjá hversu fjölbreyttir bún- ingarnir voru en eins og oft áður bar mikið á ofurhetjum og prinsessum hjá nemendum í 1. – 5. bekk. Í til- efni dagsins var blandað saman leik og kennslu, nemendur í 1. – 7. bekk slógu köttinn úr tunnunni. Mikil stemning myndaðist hjá nemendum á meðan slegið var. Eftir hádegið hópuðust nemend- ur svo í bæinn til að syngja fyrir starfsmenn hinna ýmsu fyrirtækja. Skemmtilegt var hve mörg fyrirtæki tóku virkan þátt í deginum með okk- ur. Ólöf og Anna Rós Björgvin G. Sigurðsson

x

Selfoss

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.