Selfoss - 27.03.2014, Blaðsíða 4

Selfoss - 27.03.2014, Blaðsíða 4
4 27. MARS 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 6. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! Brúartollur á Ölfusárbrú Langanessbændur yfir sig hrifnir. Gjaldið mun standa undir smíði göngubrú- ar. Allir fá mynd af sér. „Þetta er eins og að fá Tryggva Gunnarsson í kaffi,“ segir staðarhaldarinn í Tryggvaskála. Mikil tíðindi berast utan af Langanesi, fyrir utan Á, á Selfossi. Byrjað verður að innheimta sér- stakan Brúartoll við Ólfusárbrú á Selfossi næstkomandi þriðjudag. Hver og einn sem fer um brúna verður rukkaður um 3 evrur. Ákveðið var að festa gjaldið aftan í evru sem er erlendur gjaldmiðill og fer víða. Gjaldinu er ætlað að standa straum af byggingu göngu- brúar milli Selfoss og Langaness. Brúargerðin hefur lengi staðið til og nú er tækifærið, segir í fundargerð. Langanesþing fyrir utan Á – á Selfossi hefur leitt þetta þjóðþrifa- mál til lykta. Hefur þingið falið staðarhaldaranum í Tryggvaskála, Tómasi Þóroddssyni, það vanda- sama verk að hafa umsjón með gjaldtökunni. „Þetta er afar mikil viðurkenning en þessu fylgir líka mikil ábyrgð,“ segir Tómas. „Ég er Langanesþingi sérlega þakklátur, en þingmenn hafa fylgst með störfum mínum að undanförnu og vita því að hverju þeir ganga. Fyrir okkur í Tryggvaskála er þetta mikill atburð- ur. Þetta er eins og að fá Tryggva Gunnarsson í kaffi.“ Fyrstu árin mun Brúartollurinn renna til göngubrúarinnar sem einmitt nemur land sunnan megin við Ölfusá, á lóð Tryggvaskála. Er gert ráð fyrir að Brúartollurinn greiði göngubrúna að fullu upp 1. apríl 2020 klukkan 20.20. Frá þeim tíma mun gjaldið renna til upp- byggingar félags- og dvalaraðstöðu á Langanesi, fyrir utan Á. Þess skal getið að enginn verður rukkaður oftar en einu sinni á dag. Nýjung er að með hverjum aðgöngumiða fylgir ljósmynd af viðkomandi. Þannig getur fólk safnað allt að 365 myndum af sjálfum sér á ári. Á hlaupári mun hlaupársmyndin fara á Héraðsskjalasafn Árnesinga. Með þessu mun myndast öflugasta ljósmyndasafn sem sögur fara af. Fólk er hvatt til að æfa svokallað brúarkall vilji það komast yfir ána og ferjumaður er ekki til staðar það augnablikið. ÞHH Eigi að sameina sveitarfélög á að gera það hraustlega, segir Róbert Hlöðversson, bæjar- fulltrúi í Hveragerði „Ég hallast að því að ef eigi að fara í sameiningar skuli það gert hraustlega t.d. öll Árnessýsla.Tel litlar sameiningar skila litlu. Getum t.d. borið saman Árborg og Hvera- gerði þar sem lítill munur er á kostn- aði per bæjarbúa við rekstur bæjar- skrifstofa. Held að það sé um 21 þús. /íbúa í báðum þessum sveitar- félögum á meðan t.d. Kópavogur er með um 12 þús. /íbúa,“ segir Róbert Hlöðversson bæjarfulltrúi. A list- inn í Hveragerði bar upp tillögu í bæjarstjórn sem gerði ráð fyrir að samhliða sveitarstjórnarkosningum yrðu kjósendur spurðir um áhuga á sameiningu Hveragerðis við Ölfus. „Held að veruleg stækkun sveitar- félaga sé líka nauðsynleg ef færa á fleiri verkefni frá ríkinu til þeirra. Ég er hlynntur slíkri tilfærslu en því verða auðvitað að fylgja tekjustofnar. Í því sambandi væri best að auka sjálfstæði sveitarfélaganna og gera þau minna háð ríkisvaldinu varðandi fjárveitingar. Á Norðurlöndum eru sveitarfélögin með 70% ríkisútgjalda á meðan ríkið er með 30% - hér er þessu öfugt farið sem ég tel óheppi- legt.“ Smávirkj- anir og orlofshús Fjölmargar sveitarstjórnir á Suðurlandi eru að breyta skipulagi hjá sér. Er verið að mæta aukinni ferðaþjónustu og þá vekur athygli að smá- virkjanir eru á dagskrá. Þannig stendur til að reisa 50 orlofshús auk þjónustuhúss í landi Klaust- urhóla í Grímsnesi og á Kjóa- stöðum í Biskupstungum stendur til að byggja upp ferðaþjónustu. Smávirkjun er fyrirhuguð í landi Lækjarhvamms í Laugardals- hreppi og aðra fyrir Neyðarlínuna við Bláfell í Bláskógabyggð. Frek- ari upplýsingar má fá á heimasíðu Bláskógabyggðar. Verður Árnesþing að einu sveitarfélagi? Verður Hveragerði og Ölfus að einu sveitarfélagi eða ganga öll sveitarfélög í Árnessýslu í eina sæng? Bæjastjórn Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að kanna hug íbúa til sameiningar við önnur svietarfélög. Á skoðana- könnunin að fara fram samhliða sveitarstjórnarkosningum 31. maí. Merki fólk við já geta kjósendur valið milli 3-4 kosta um sameiningu. Líklegt verður að teljast að einn þessara kosta verði sameining í eitt sveitarfélag í Árnessýslu. Er Árnesþing að verða til? Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar vek- ur athygli annarra sveitarstjórna á þessum áformum. Í samþykktinni í bæjarstjórn er tekið fram að: „Öðr- um sveitarfélögum í Árnessýslu verði kynnt þessi áform bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og geta þau þá fylgt í kjölfarið með eigin skoðana- könnun sjái þau ástæðu til þess.“ Hveragerðisbær ríður sem sé á vaðið og býður öðrum að gjöra hið sama. Efna til skoðanakönnunar á sama hátt. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti að samhliða sveitar- stjórnarkosningum í vor fari fram skoðanakönnun meðal bæjarbúa þar sem spurt verður um afstöðu þeirra til sameiningar við önnur sveitar- félög. Í skoðanakönnuninni verði spurt um það hvort viðkomandi vilji sameinast öðru sveitarfélagi. Verði svarið já verða gefnir 3-4 kostir um sameiningu sem viðkomandi getur þá valið um. Það voru fulltrúar A lista í Hvera- gerði sem lögðu fram tillögu á bæj- arstjórnarfundinum 13. mars sl um hugsanlega sameiningu Hveragerð- isbæjar og Sveitarfélagsins Ölfus. Lögðu þau til að bæjarstjóra yrði falið að leita eftir samstarfi við Sveitarfélagið Ölfus um að íbúar sveitarfélaganna fái tækifæri til að kjósa um sameiningu þeirra sam- hliða bæjarstjórnarkosningum 31. maí 2014. "Kjósi meirihluti beggja sveitarfélaga með sameiningu verði í framhaldinu teknar upp formlegar viðræður um sameiningu sveitarfé- laganna.“ Flutningsmenn töldu ýmislegt mæla með sameiningu: „Sífellt fleiri málaflokkar eru færðir fá ríki til sveitarfélaga. Árið 2011 voru mál- efni fatlaðra færð til sveitarfélaga og líklegt er að sveitarfélögin taki að sér fleiri verkefni innan skamms tíma. Nauðsynlegt er að sameina og efla sveitarfélög til þess að þau séu betur í stakk búin til að taka að sér þessi verkefni. Hveragerðisbær og Sveitar- félagið Ölfuss hafa auk þess nú þegar náið samstarf á mörgum öðrum sviðum. Má þar nefna sameinilega félagsþjónustu og skólaþjónustu auk þess sem mörg börn úr Ölfusi sækja skóla og leikskóla í Hvera- gerði. Sveitarfélögin vinna einnig náið saman að ýmsum verkefnum í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga. Fjárhagsleg staða sveitarfélagana er mjög sambærileg eins og neðan- greindar tölur úr ársreikningum þeirra fyrir árið 2012 sýna: (Í milljónum króna) Hvera-gerði Ölfus Rekstrartekjur 1675 1579 Heildarskuldir 2560 2160 Rekstrarafkoma eftir fjármagnsl. 11 236 Heildareign 3375 4046 Eigið fé 815 1886 Við sameiningu þessara ná- grannasveitarfélaga yrði til næst stærsta sveitarfélagið á Suðurlandi með rúmlega 4.200 íbúa. Enginn vafi er á því að bæði sveitarfélögin mundu hagnast verulega á sam- einingu. Miklir fjármunir mundu sparast í yfirstjórn auk þess yrðu öll samskipti mun auðveldari og samkeppnisstaðan sterkari. Sam- starf þessara sveitarfélaga er nú þegar víðtækt og eykst stöðugt vegna yfirfærslu verkefna frá ríkinu. Því er sameining þeirra fyrirsjáanleg í nánustu framtíð.“ Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram breytingatillögu, sem að lok- um var samþykkt.Í henni segir m.a. „Skoðanakönnunin verði ráð- gefandi fyrir næstu sveitarstjórn sem vinna mun úr niðurstöðunni í samvinnu við önnur sveitarfélög og í samræmi við 119. grein sveit- arstjórnarlaga nr. 138/2011. Öðrum sveitarfélögum í Árnes- sýslu verði kynnt þessi áform bæj- arstjórnar Hveragerðisbæjar og geta þau þá fylgt í kjölfarið með eigin skoðanakönnun sjái þau ástæðu til þess. Skipaður verði starfshópur sem leggi fram tillögu að endan- legri fram setningu spurninganna fyrir næsta fund bæjarstjórnar. Sami starfshópur sjái um framkvæmd skoðanakönnunarinnar og skili niðurstöðum um leið og niður- stöður í sveitarstjórnarkosningum liggja fyrir.“ Breytingartillagan var samþykkt samhljóða. ÞHH Tómas staðarhaldari er við öllu bú- inn. Spenningur er í loftinu. Rétt eins og Tryggvi Gunnarsson hafi brugðið sér í kaffi. Við sameiningu í Árnesþing myndaðist öflugasti ferðakjarni landsins. Hvílík tækifæri! Hér eru ferðalangar lóðsaðir um Eyrarbakka.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.