Selfoss - 10.04.2014, Blaðsíða 8

Selfoss - 10.04.2014, Blaðsíða 8
8 10. apríl 2014 Guðrún Hafsteinsdóttir í viðtali: „Lífið er stutt og maður á að lifa því vel“ Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri í Kjörís var á dögunum kjörin formað- ur Samtaka iðnaðarins. Guðrúnu langaði 14 ára að læra mannfræði en tók lykkju á leið af því að foreldrunum fannst það ópraktískt nám. Í viðtalinu segir hún frá góðum minningum úr æsku og uppvexti og skólagöngu. Fjölskyldu og ábyrgðarstarfi. „Ég er fædd á Sjúkrahúsi Suður- lands á bolludaginn þann 9. febrúar 1970. Ég segist því oft eiga tvo af- mælisdaga, bolludaginn og þann ní- unda. Það merkilega við þennan dag var einnig það að Valdimar bróðir minn fæddist sama dag fjórum árum fyrr. Hann fékk mig því í afmælis- gjöf. Þegar við vorum yngri að þá var alltaf haldið upp á afmælin okkar saman. Þau enduðu oft illa enda oft mikill fyrirgangur í vinum hans. Foreldrar mínir eru Hafsteinn Kristinsson, mjólkurverkfræðingur frá Selfossi og Laufey S. Valdimars- dóttir frá Hreiðri í Holtum. Ég rek allar mínar ættir til Suðurlands - nema móðuramma mín Guðrún Margrét Albertsdóttir var Húnvetn- ingur. Frá Neðstabæ í Norðurárdal í Húnvatnssýslu. Ég er skírð í höfuðið á henni en hún lést mánuði eftir að ég fæddist. Föðuramma mín Aldís Guðmundsdóttir frá Litlu-Sandvík í Flóa lést fjórum árum áður en ég fæddist þannig að ég naut ekki þeirr- ar gæfu að kynnast ömmum mínum. Hins vegar var ég heppin að kynnast báðum öfum mínum þeim Kristni Vigfússyni og Valdimari Sigurjóns- syni. Sá síðarnefndi bjó hjá okkur fjölskyldunni í Hvergerði í rúm tíu ár, áður en hann lést. Mér fannst hún svo mikil heimsdama Ég á þrjú systkini. Aldísi, bæj- arstjóra í Hveragerði, Valdimar, framkvæmdastjóra Kjöríss og Sigur- björgu, grunnskólakennara í Hvera- gerði. Ég ólst upp í Hveragerði og var æska mín yndisleg. Áhyggjulaus og á ég ekkert nema fallegar minn- ingar frá mínum æskuárum. Eins og ég sagði þá auðnaðist mér ekki að kynnast ömmum mínum en ég hef nú alltaf verið dugleg að bjarga mér og ekki leið á löngu en ég var búin að finna mér mína ömmu í lífinu. Við hlið okkar í Hveragerði bjó yndisleg kona sem starfaði í ísgerðinni hjá pabba, hún Anna Þorbjarnardóttir frá Eyrarbakka. Anna var þá búin að missa mann sinn og bjó ein, hún var barnlaus. Anna átti einstaklega fallegt heim- ili sem var mér og fleiri börnum í hverfinu yndislegt skjól. Ég fékk oft að gista hjá Önnu ef þannig stóð á. Anna tók mér alltaf opnun örmum og hafði endalausa þolinmæði að hlusta á rausið í mér. Mér fannst hún svo mikil heimsdama og reyndi eins og ég gat að haga mér fallega þegar inn var komið. Oft bauð Anna upp á kakó, heitt eða kalt. Ég bað alltaf um heitt því þá fékk ég það í falleg- um postulínsbolla með undirskál og mér leið eins og ég væri heimskona. Mér þótti samt á þeim tíma kalt kakó betra en það hefði ég fengið í glasi og ekki eins lekkert á borði hjá okkur Önnu. Anna var með for- láta snyrtiborð í svefnherbergi sínu með dularfullum kremkrúsum. Er ég gisti hjá henni settumst við báðar við snyrtiborðið, greiddum hár okkar og svo fékk ég líka dýrindis krem á kinnarnar. Anna fluttist síðan á Selfoss er ég var sex ára í blokk sem Sigfús frændi hafði byggt. Það var mér mikill harmur að missa hana og skildi ég ekki hvernig henni dytti í hug að flytja í blokk úr stóra, fallega húsinu sínu. Vinahópurinn á þessum árum var stór og þéttur. Það voru krakkar í hverju húsi og mikið fjör. Á þess- um tíma vorum við ekki að hanga yfir sjónvarpinu heldur var verið úti öll kvöld við hina ýmsu leiki. Við vorum alltaf eitthvað að dunda okkur. Ég man sérstaklega eftir því eitt sumarið er Gunna á Grund stjórnaði mikilli arfasúpueldun. Þá týndum við arfa um allt. Bjuggum til hlóðir og suðum arfasúpu undir berum himni. Ég man ekki annað en að hún hafi bragðast ágætlega. Á þessum tíma myndaði maður vina- bönd sem halda enn þann dag í dag. Allur bærinn var leikvöllur okkar og maður hjólaði um allt og baðaði sig í ánni á góðum sumardögum. Ég á mjög góðar minningar frá þessum árum Ég fór síðan hefðbundna skólagöngu í Hveragerði. Þegar ég var í grunn- skóla hér þá var skólinn tvískipt- urþ Barnaskólinn frá 1. - 6. bekk og svo gaggó 7. - 9.bekk. Þegar ég var í barnaskólanum var Trúmann Kristiansen skólastjóri og Valgarð Runólfsson var skólastjóri í gagg- anum. Ég á mjög góðar minningar frá þessum árum. Mér þótti gaman í skóla og þykir enn. Einn af eftir- minnilegustu kennurum mínum úr barnaskólanum er Birna Frímanns- dóttir, eiginkona Trúmanns. Hún kenndi mér í nokkur ár og ég hlakk- aði alltaf til að mæta í skólann til hennar. Hún var einstakur kennari, ljúf og góð en á sama tíma með já- kvæðan aga og í minningunni finnst mér eins og hún hafi náð til allra. Ég hugsa oft til Birnu og er henni ævinlega þakklát fyrir hversu góður kennari hún var. Í gaggó kenndi Sigurður Davíðs- son mér tvo vetur. Hann var frá- bær kennari og hafði einstakt lag á orkumiklum unglingum. Mér er sérstaklega minnistætt að hann ásamt Robert Darling sömdu leikrit um gosið í Vestmannaeyjum sem við krakkarnir settum upp. Það var heljarinnar ævintýri og sýnd- um við þetta verk fyrir fullu húsi í nokkrar vikur og ferðuðumst með sýninguna. Þegar níunda bekk lauk stóð maður frammi fyrir því að þurfa að velja sér framhaldsskóla. Þá var enn hlaupabraut á Selfossi og þótti manni það ekki spennandi þannig að ég fór í Verzlunarskólann og lauk þaðan verzlunarprófi. Flutti mig síð- an í Fjölbraut á Selfossi þaðan sem ég lauk stúdentsprófi. Mér leið vel í báðum þessum skólum en þó sýnu betur á Selfossi. Mér leið afskaplega vel í Fsu og þykir alltaf sérstaklega vænt um þann skóla. Þar var nálægðin meiri og kennararnir persónulegri en fyrir sunnan. Þetta átti betur við mig. Mér þykir svo vænt um að í hvert sinn sem ég lít inn í gamla skólann minn á Selfossi að þá er alltaf einhver sem heilsar upp á mann og man eftir manni. Það er ekkert sjálfgefið að kennarar geri það áratugum eftir að maður kvaddi þá. Á þessum tíma var Þór Vigfússon skólameistari, sá mæti maður. Lífið er stutt og maður á að lifa því vel Í gagnfræðaskóla kviknaði áhugi minn á að læra mannfræði. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á öðr- um þjóðum og þjóðarbrotum. Fólk hefur alla tíð verið mikið á faralds- fæti frá upphafi sögu mannsins og ótrúlegt hvað fólk hefur lagt á sig til að kanna og nema ókunn lönd. Foreldrum mínum fannst mann- fræði vera ópraktískt nám. Ég ætti frekar að læra eitthvað haldbærara. Þannig að ég fór í Verzlunarskólann. Eftir stúdentspróf vann ég um skeið hjá Búnaðarbankanum og hjá föður mínum í KJörís. Hann verður síðan bráðkvaddur þann 18. apríl 1993 aðeins 59 ára að aldri. Andlát föður okkar kenndi okkur margt .Eitt af því er það að lífið er stutt og maður á að lifa því vel. Þess vegna ákvað ég nokkrum árum eftir andlát hans að skella mér í mannfræðinámið sem ég hafði þá gengið með í maganum síðan ég var 14 ára. Ég hef aldrei séð eftir því og naut þess virkilega að vera í náminu. Það sem er svo áhugavert við mann- fræðinámið er það að það kollvarpar oft hugmyndum manns um ákveðna hópa og málefni. Maður lærir um- burðarlyndi og skilningur manns eykst. Við hittumst á kosninga- vöku á Hótel Örk Ég kynntist manninum mínum Davíð Jóhanni Davíðssyni þegar ég var nýorðin 17 ára. Við hittumst á kosningavöku á Hótel Örk. Það voru alþingiskosningar og við vorum ekki sammála þ.e. höfðum ekki kos- ið það sama. Við höfum verið saman allar götur síðan. Við giftum okkur 1993 tveimur vikum fyrir andlát pabba. Það var ótrúleg tilviljun og ómetanlegt í ljósi þess sem síðar varð að hafa náð að gifta mig með pabba minn viðstaddan. Þetta er síðasta minning margra ættingja okkar um hann og eru það góðar minningar. Við Davíð eigum saman þrjú börn. Hafstein 20 ára nema við Vélskóla Íslands, Dagnýju Lísu 17 ára nema við Kvennaskólann í Reykjavík og Hauk 9 ára nema við Grunnskól- ann í Hveragerði. Við Davíð hófum okkar búskap á Selfossi þegar ég var 18 ára og þar bjuggum við í þrjú ár á ættarþúfunni við Bankaveg. Dav- íð er frá Akranesi og hefur alla tíð verið nátengdur sjómennsku. Var á sjó fyrstu búskaparár okkar. Síðar lærði hann útvegstækni í Tækniskóla Íslands og hefur starfað við sölu fisk- afurða í tæp tuttugu ár. Vegna þeirra starfa bjuggum við um fimm ára skeið í Þýskalandi og komum heim haustið 2003. Síðan þá hef ég verið starfandi hjá Kjörís og sinnt mark- aðsmálum. Þá hefðum við betur heima setið en af stað farið Mér finnst staðan á Íslandi í dag vera þannig að nú fimm árum eftir hrun erum við farin að finna fyrir jákvæðum merkjum í efnahagslífinu. Við erum hætt að spóla. Þjóðin er búin að ganga í gegn- um gríðarlega erfiða tíma og ég get ekki annað en dáðst að þjóðinni og þrautseigju hennar. Því miður eru enn stór mál sem bíða úrlausnar og því miður eiga enn alltof margir um sárt að binda og við höfum misst alltof margt fólk frá landinu. Nú ný- lega kynnti ríkisstjórnin skuldaleið- réttingu fyrir heimilin í landinu. Ég hef ákveðnar efasemdir varðandi þá aðgerð en það er nú bara mín persónulega skoðun. Ég hefði viljað sjá þessa fjármuni fara í almennari aðgerðir sem hefðu nýst allri þjóð- inni en ekki ákveðnum hópi. Ég tel að þessi aðgerð geti ýtt undir verð- bólgu og þá hefðum við betur heima setið en af stað farið. Guðrún nýkjörin formaður Samtaka iðnaðarins Guðrún Hafsteinsdóttir

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.