Selfoss - 10.04.2014, Blaðsíða 10

Selfoss - 10.04.2014, Blaðsíða 10
10 10. apríl 2014 Rabarbari – með menningarsögu Þegar rabarbarinn fer að reka upp rjóða kollana í görðunum eftir langan vetur þykir okkur vorið vera á næsta leiti. Og þegar við bætist í loftinu þykkur þrastakliður og ljúft lóukvak er komin staðfesting á að vorið sé gengið í garð. Rabarbarinn á sér langa og merka ræktunarsögu. Heimildir um hann má finna í hartnær fimm þúsund ára gömlum plöntulistum kenndum við fornan kínakeisara, Shannong eða Eldkeisarann, sem margir telja upphafsmann skipulagðar og sam- hæfðar ræktunar í öllu Kínaveldi. Heimildir um þann keisara eru samt fremur óáreiðanlegar og goðsagna- kenndar. En hann mun sjálfur, og síðan afkomendur hans, hafa tekið verklegan þátt í að þróa skilvirkari ræktunaraðferðir en áður tíðkuðust og þar með lagt grunninn að kín- verska stórveldinu. Vestrænar þjóðir höfðu samt lítið af rabarbaranum að segja framanaf. En á tímum Grikkja og Rómverja voru þurrkaðar rabarbararætur farn- ar að berast eftir Silkileiðinni austan úr Asíulöndum. Þær þóttu mikill læknisdómur sem var seldur dýru verði á mörkuðum við Miðjarðarhaf. Fyrst og fremst sem hægðalyf. Það segir nokkuð um mataræði heldra fólks á þeim slóðum á þessum tíma. Uppruni rabarbarans er í hálendi Mið-Asíu austanverðri. En hann barst eftir Silkileiðinni vestur á bóginn, þótt ekki vær farið að rækta hann með vitund og vilja fyrr en löngu síðar. Fræ hans voru aftur á móti létt, stór og sterk og þóttu gott tróð með viðkvæmum postu- línsvörum sem fluttar voru með úlfaldalestum yfir fjöll og firnindi þar sem ekki var alltaf rennisléttur vegur. Fræin slæddust því víða. En grasafræðikunnátta menningarþjóð- anna við Miðjarðarhaf var samt ekki meiri en svo, að þar var jurtin ekki sett í samhengi við hina rándýru rót fyrr en síðar. Aðflutningur hennar hélt því áfram langa hríð enn eftir Silkileiðinni og margir kaupmenn höfðu það bara nokkuð gott upp úr þeirri frakt. En það voru Skýþar, persneskur þjóðflokkur sem hafði sest að við Kaspíahaf sem föttuðu samheng- ið milli þessarar stórvöxnu jurtar og þeirrar hreinsunarrótar, „radix purificatoria“ sem Grikkir og Róm- verjar greiddu svo hátt verð fyrir. Þetta spurðist út og þar með hófst ræktunarsaga rabarbarans á okkar menningarsvæði. Um leið varð hrun á markaðsverðinu sem bitnaði mjög á silkileiðarkaupmönnum. Enn í dag hefur það hrun ekki rétt úr kútnum. En rabarbarinn fékk vestrænt heiti dregið af ánni Volgu, sem á þessum tíma var kölluð Rha. Ættkvíslarheitið Rheum er frá Grikkjum komið og merkir „rótin frá Volgu“. Carl von Linné bætti um betur og skeytti viðurnefninu rhabarbarum, sem útleggst „fram- andi frá Volgu“, þegar hann skellti rabarbaranum inn í tvínafnakerfi sitt og ritsafnið Species plantarum árið 1753. Hérlendis hefur hann feng- ið heitið tröllasúra, það nafn notar samt enginn. Ræktun á rabarbara eins og við notum hann var lítil framan af. Fyrst og fremst var hann ræktaður sem læknisjurt vegna rótarinnar. Úr henni voru gerð hægðalyf. Og eitt- hvað var hún líka notuð til litunar til að fá gullingulan og gulrauðan lit. Það var ekki fyrr en sykur fór að verða auðfengin vara að rabarbarinn varð eftirsóttur í allskyns sætumauk og sultugerð. Vegna þess hve hann er súr er hann varla ætur einn og sér. Til að vega upp á móti sýrunni þarf a.m.k. einn þriðja eða jafnvel helm- ing af sykri á móti rabarbaranum. Rabarbari er auðugur af næringar- efnum sem nýtast vel í líkamanum. En sá böggull fylgir skammrifi að í honum er líka töluvert magn af oxal- sýru. Minnst er hún í blaðsköftun- um, þ.e. í „leggjunum“. Blöðin eru beinlínis eitruð fyrir fólk og fénað vegna þess magns af oxalsýru sem í þeim er. Seyði af þeim má nota sem skordýraeitur. Rótin er megn af oxalsýrunni og inniheldur auk þess efni sem meltingarvegurinn bregst skjótt við. Lítið þarf af henni til að hleypa á fólk. Það þótti kostur hér áður fyrr. Ræktun á rabarbara er auðveld. Hann er þolinn á flestar aðstæður allt norður til nyrstu byggða Íslands. Best líður honum í frjóum, jafnrök- um jarðvegi á sólríkum stað í góðu skjóli. Honum er fjölgað með því að skipta hnausunum á vorin og gróðursetja þá með 150cm millibili á hvern veg. Þeir eru látnir koma sér fyrir í friði fyrsta sumarið. Fjarlægja þarf blómstöngla um leið og þeir sjást. Hnausana er best að þekja á haustin með moltu eða búfjáráburði. Ekki ætti að nota tilbúinn áburð á rabarbarann vegna þess að það eykur oxalsýrumagnið í leggjunum. Hollar vörur úr náttúrunni Íslensk framleiðsla H-Berg efh | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is NÝTT! Grænt er vænt Hafsteinn Hafliðason.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.