Selfoss - 23.04.2014, Blaðsíða 1

Selfoss - 23.04.2014, Blaðsíða 1
Vakin er athygli á því að full starfsemi er yfir sumartímann. Læknisfræðileg endurhæfing á Heilsustofnun er góður kostur og miðar að því að ná mestri mögulegri færni og lífsgæðum og viðhalda þeim. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.hnlfi.is og í síma 483 0300. Endurhæfing allt árið Heilsustofnun NLFÍ Berum ábyrgð á eigin heilsu Grænumörk 10 - Hveragerði - Sími 483 0300 www.hnlfi.is - heilsu@hnlfi.is Sveitarfélagið Árborg óskar íbúum sínum og Sunnlendingum öllum gleðilegs sumars. VOR Í ÁRBORG 24.–27. APRÍL Tónleikar á Stað Eyrarabakka lau. 26.apríl kl. 16:00 ■ Karen Dröfn Hafþórsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson. Frítt inn. Sveitadagur í Sandvíkurhreppi sun. 27.apríl kl. 13:00 – 16:00. ■ Opið hús í Austurási, Geirakoti, Móskógum og í Jeppasmiðjunni á Ljónsstöðum. Opnað formlega í Austurási kl. 13:00. Tónleikar í Hólmarastarsalnum á Stokkseyri sun. 27.apríl kl. 16:00 ■ Karlakór Hreppamanna, Kristjana Stefánsdóttir ásamt undirleikara, Sigurgrímur Vernharðsson á selló og Lísbet Dögg Guðnýjardóttir á blokkflautu. Kaffisala á staðnum í höndum Kvenfélags Stokkseyrar. Frítt inn. Hægt að sjá alla dagskrárviðburði inn á www.arborg.is og á facebook undir Sveitar- félagið Árborg. Gaman Saman stimpil- leikur á sýnum stað. Sérmerktir viðburðir í dagskrá. Vor í Árborg Segja má að það verði opið hús í Sveitarfélaginu Árborg frá og með Sumardeginum fyrsta. Gestum og gangandi er boðið upp á fjölbreytta skemmtan og þátttöku. Hægt er að kíkja inn á sveitabæi í Sandvíkurhreppi, hlíða á karlakóra og systkinin Kristjönu og Gísla Stefáns, þramma með skátum og husta á leikskólabörnin. 23. apríl 2014 8. tölublað 3. árgangur S U Ð U R L A N D 2 Engar árangurstengdar greiðslur til starfsmanna 4 Skjaldfléttan - vörn gegn flensu 6 Gellur í sumarbyrjun UMHVERFISVOT TUÐ PRENTUN Verðum að endur- meta stöðuna Halldóra Sigríður Sveins-dóttir, formaður Bár-unnar stéttarfélags segir forsendur kjarasamninga í uppnámi. Módelið sem var lagt upp með til að halda verð- bólgunni í skefjum standist ekki lengur. „Ég hef ákveðnar áhyggjur að því að vinnumarkaðurinn fari í ákveðið uppnám vegna þeirrar stöðu sem upp er kom- inn vegna þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið við fram- haldsskólakennara og annað há- skólamenntað fólk. Það módel sem lagt var upp með til þess að halda verðbólgunni í skefjum er í uppnámi og við þurfum að endurmeta stöðu okkar,“ segir Halldóra Sigríður í samtali við Selfoss-Suðurland. Sem kunnugt er hljóðuðu launahækkanir í almennum samningum upp á tæplega þrjú prósent. Samningar ríkisins við framhaldsskólakennara eru metnir á um 16% á ári. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.