Selfoss - 23.04.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 23.04.2014, Blaðsíða 2
2 23. apríl 2014 Þörf á 150-200 leiguíbúðum á Suðurlandi Langmest aðkallandi í Árborg Forsvarsmenn sveitarfélaga á Suðurlandi telja að reisa þurfi 150-200 leiguíbúðir vð þær sem fyrir eru. Í tveimur sveitarfélög- um er talið ástæðulaust að bæta við. Þetta er í Ásahreppi og Flóahreppi. Það eru SASS sem lét kanna þörf á leiguhúsnæði. Árborg sker sig úr þar sem þörfin er talin samsvara því að allt að helmingur allra leiguíbúa sem nauðsynlegt er að byggja á Suðurlandi öllu verði á Selfossi og í nágrenni. Þrátt fyrir að þar séu flestar leiguíbúðir til staðar miðað við höfðatölu. Aðspurð um vilja sveitarfélaganna til að taka þátt í byggingu leiguíbúða eru skoðanir skiptar en í 13 af 15 sveitarfélögum er talin þörf á auknu leiguhúsnæði. Í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi eru sveitarstjórnir hlyntar því að taka þátt, nokkur telja þátttöku sveitarfélagsins hugsanlega, en í flestum er hugur sveitarstjórnar neikvæður eða þau telja að mark- aðurinn leysi vandann. Í úttetk SASS segir m.a. Í meirihluta sveitarfélaganna er talið að mark- aðurinn eigi að leysa vandann en þó er ljóst að í sumum tilfellum eru sveitarfélög tilbúin að hliðra til með gatnagerðargjöld og hugs- anlega að kaupa hluta þeirra íbúða sem byggðar yrðu. Um sátt og samlyndi Mánuður er til stefnu. Svo virðist sem kosningar til sveitarstjórna í vor verði með mildari blæ en oft áður. Fjölbreytnin er þó meiri. Við bætast í Árborg framboð Bjartrar framtíðar og Pírata auk hinna sem fyrir eru. Sérstaða flokkanna er ekki fyrirsjáanleg. Í Vestmannaeyjum var bæjar- stjórnin til dæmis að samþykkja samhljóða nýja gjaldskrá fyrir þjónustu og auknar niðurgreiðslur. Yfir landið og miðin eru sveitarstjórnir að greiða niður skuldir - óháð lit á framboðum. Víða er bærilegur afgangur af rekstri eftir samdrátt á ýmsum sviðum. Deilur um fjármál eru ekki áberandi. Það er frekar að deilt sé á ríkisvaldið. Umræðan um stækkun sveitarfélaga fær byr undir vængi. Á Suðurlandi er augljóst að bilið breikkar. Aðstöðumunur er sláandi. Byggðin þéttist vestan megin og síðan hallar á þegar austar dregur. Fréttin í dag um húsnæðismarkaðinn er dæmigerð. SASS lét kanna hver þörfin væri á íbúðum til leigu. Árborgin sker sig úr. Allt að helmingur allra leiguíbúa sem nauðsynlegt er að byggja á Suðurlandi á næstu árum verður að öllum líkindum á Selfossi og í nágrenni. Vinnumarkaðurinn er allt annar þar og búseta en þegar kemur austur um. Í Vík er allt að þriðjungur íbúða sumaríverustaðir. Á Klaustri er uppbygging í kringum vaxandi ferðaþjónustu. Skilyrðin eru með öðrum orðum mismunandi. Ábyrgðin er hins vegar hin sama. Suðurlandið er eitt. Umræða um samvinnu og mögulega stækkun sveitarfélaga er mikilvæg. Þorlákur Helgi Helgason Í sátt og samlyndi – út á við LEIÐARI Okkar val - okkar framtíð Bæjaryfirvöld í Svf Árborg hafa tekið þá ákvörðun að láta fara fram skoðanakönnun, samhliða sveitarstjórnarkosningun- um í vor um viðhorf íbúa sveitar- félagsins til sameiningar við önnur sveitarfélög í Árnessýslu. Það er mín skoðun og hefur verið lengi að sjálfsagt og eðlilegt sé að kanna hug fólks til sameiningar sveitarfélaga. Sveitarstjórnarstigið er annað af tveimur stjórnsýslustigum lands- ins, og hafa fyrir vikið fjölmargar lögbundnar skyldu. Stærstu mála- flokkarnir eru fræðslumálin, rekstur grunnskólanna, skipulagsmálin, og félagsmálin svo nokkur séu nefnd. Yfirfærsla stórra verkefna frá ríki til sveitarfélaga er ein öflugasta leiðin til þess að efla sveitarstjórnarstigið og færa þjónustuna nær íbúunum. Í mínum huga er eitt sveitarfélag í Árnessýslu besti kosturinn. Það myndi þýða markvissari stjórnsýslu og meiri kraft til uppbyggingar sam- félagsins. Eftir því sem sveitarfélög- in eru minni er stoðkerfið veikara. Minni sveitarfélög ráða oft illa við þau lögbundnu verkefni sem þeim ber skylda til þess að sinna. Það er mín skoðun að íbúar í minni sveitar- félögum séu ekki að missa vald með sameiningu sveitarfélaga heldur mik- ið frekar að öðlast það. Víða um land þar sem sveitarfélög hafa sameinast hefur orðið gríðarmikil uppbygging þar sem hægt er að veita íbúum og atvinnulífi betri þjónustu. Að sam- eina sveitarfélög í Árnessýslu í eitt öflugt sveitarfélag yrði til þess að mynda öfluga og kraftmikla einingu utan um sameiginlegt atvinnu- og þjónustusvæði. Er rétti tíminn núna ? Það sem oft hefur verið talað um í umræðu um sameiningu sveitar- félaga er að áhrif einstakra svæða minnki í sameinuðu sveitarfélagi. Þá er talað um þau almennu rök að eftir því sem einingin stækki því minna telji hver einstaklingur. Að sumu leiti er þetta rétt , en sem hluti af stærri heild fær hver einstakling- ur tækifæri til að hafa áhrif á fleiri mál á stærra svæði. Möguleikar þeirra sem áhuga hafa á því að hafa áhrif á það samfélag sem þeir búa í ættu að aukast með frekari sam- einingu sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa ákveðnu forystuhlutverki að gegna, þar sem íbúarnir gera kröfu til þeirra um þjónustu og frumkvæði í málefnum samfélagsins, eins t.d þróun atvinnulífs, menningar og íbúabyggðar. Það er mín skoðun að sameining sveitarfélaga í Árnessýslu í eitt myndi verða íbúum svæðisins til framdráttar, og opna fjölmörg tækifæri til þess að efla atvinnulíf- ið og bæta þjónustuna við íbúana. Eitt stórt sveitarfélag í Árnessýslu snýst um að mynda öfluga einingu utan um sameiginlegt atvinnu- og þjónustusvæði og frekari valkosti í atvinnulífinu. Þannig getum við búið til stærra atvinnusvæði, þar sem gott mótvægi getur skapast gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Eggert Valur Guðmundsson, bæj- arfulltrúi Samfylkingarinnar Rannsóknarnefnd Alþingis um Sparisjóð Vestmannaeyja: Engar árangurstengdar greiðslur til starfsmanna Í skýrslu Rannsóknarnefndar Al-þingis um sparisjóðina segir um Sparisjóð Vestmnnaeyja að starfs- menn sparisjóðsins hafi ekki not- ið sérstakra fríðinda. Þá voru ekki greiddar árangurstengdar greiðslur og hvatagreiðslur sem töldust ekki til hefðbundinna launagreiðslna á tímabilinu. Og ekki voru gerðir neinir starfslokasamningar sem fólu í sér réttindi umfram þau sem bundin voru í kjarasamninga. Samanlagður hagnaður Sparisjóðs Vestmannaeyja á tíu ára tímabili fyrir efnahagshrunið, á árunum 1998 til 2007, nam rúmum tveimur millj- örðum króna miðað við meðalverð- lag ársins 2011. Sparisjóðurinn tap- aði samtals tæpum 2,3 milljörðum króna á árunum 2008–2011 á með- alverðlagi ársins 2011. Niðurfærslur á hlut í Sparisjóðabankanum nam 884 milljónum króna. Skoðun óháðs endurskoðunarfyrirtækis á eignum sparisjóðsins sýndi að framlag úr ríkissjóði myndi ekki duga til að endurreisa hann. Eftir fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðsins fór Bankasýsla ríkisins með 55,7% stofnfjárhlut í sjóðnum. Formaður stjórnar Sparisjóðs Vestmannnaeyja er nú fulltrúi Bankasýslunnar. Starfslokanámskeið í boði stéttarfélaganna Báran stéttarfélag, Verslunarmannafélag Suðurlands, Félag iðn- og tæknigreina, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, Verkalýðs- félag Suðurlands og Vörður félag stjórnenda á Suðurlandi í samvinnu við Fræðslunetið bjóða þeim félagsmönnum sem huga að starfs- lokum vegna aldurs að sækja námskeiðið Á tímamótum. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um: Breytingar sem verða á lífi fólks við starf- slok, þjónustu sveitarfélaga, Tryggingastofnunar og málaflokka sem heyra undir hana og Sjúkratryggingar Íslands. Reglur um greiðslur ellilífeyris verða kynntar. Þá verður fjallað um hvernig hægt er að undirbúa sig heilsufarslega undir efri árin. Einnig mun félag eldri borgara á Selfossi kynna starfsemi sína Skráning fer fram hjá Fræðslunetinu í síma 560-2030. Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Tímasetning: 29. apríl. – 15. maí Staður: Fjölheimar á Selfossi Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16.50-19.00

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.