Selfoss - 23.04.2014, Page 6

Selfoss - 23.04.2014, Page 6
Aðstoðarskólastjóri Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra frá og með 1. ágúst 2014. Í Barnaskólanum eru 150 nemendur í 1.–10. bekk og kennt er í tveimur starfsstöðvum. Á Stokkseyri eru nemendur 1.–6. bekk og á Eyrarbakka eru nemendur í 7.–10. bekk. Skapandi greinar fá mikið vægi í skólastarfinu, gott samstarf er við leikskólana og áhersla er lögð á góða samvinnu við heimilin. Meginverkefni: • Staðgengill skólastjóra • Vinnur ásamt samstarfsfólki að framþróun í skólastarfi og stefnumótun • Vinnur ásamt skólastjóra að daglegri stjórnun skólans og skipulagningu skólastarfsins Menntun og færnikröfur: • Grunnskólakennararéttindi áskilin. • Menntun og reynsla í stjórnun • Forystu- og stjórnunarhæfileikar • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfileikar • Frumkvæði í starfi Frekari upplýsingar veitir Magnús J. Magnússon, skólastjóri, símar 480 3200 og 859 2444. Netfang: magnus@barnaskolinn.is og áhugasamir geta sent skriflegar umsóknir ásamt starfs- ferilskrá á það netfang og/eða í pósti merktum Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri v/ stöðu aðstoðarskólastjóra, 825 Stokkseyri. Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2014 Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Allar nánari upplýsingar um skólastarf BES er hægt að nálgast á heimasíðu skólans skólans www.barnaskolinn.is og sveitarfélagsins www.arborg.is 1. maí Hátíðardagskrá Kynnir Gils Einarsson 1.Ræður dagsins: Ögmundur Jónasson fv. formaður BSRB 2.Mjöll Einarsdóttir fulltrúi eldri borgara á Selfossi Sveppi og Villi halda uppi fjörinu fyrir yngri og eldri og Karlakór Selfoss tekur nokkra alkunna verkalýðsslagara Hátíðarganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss kl. 11:00. Félagar í Sleipni fara fyrir göngunni á hestum Ath ! Lagt verður af stað frá húsi stéttarfélaganna Austurvegi 56 og gengið að Hótel Selfoss þar sem hátíðardagskráin verður haldin innandyra Boðið verður upp á reiðtúra fyrir börnin fyrir aftan hótelið Félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna stórglæsilega bíla sína Karlakórinn syngur okkur baráttuanda í brjóst Sveppi og Villi gera allt vitlaust 6 23. apríl 2014 Ég bið að heilsa! • Nú andar suðrið sæla vindum þýðum, • á sjónum allar bárur smáar rísa • og flykkjast heim að fögru landi Ísa, • að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Þetta fallega vorljóð orti Jónas Hall- grímsson 1844 í Kaupmannahöfn. Kannski vonaði hann að fegurð vorsins í Kaupmannahöfn bærist með vindum að fögru landi Ísa. Þegar fer að vora og birta eykst löngun að vera úti. Laga til í garðin- um, hjóla, fara í sund eða í göngu- ferðir. Þá nenni ég ekki að eyða mikl- um tíma í að búa til mat, en langar samt í góðan mat því að útiveran eykur matarlistina. Það voru til nýjar gellur í fisk- búðinni um daginn. Gellur eru skemmtilegar í ýmsum útfærslum en ég var lengi í sundi. Kom seint heim og tíminn naumur. Ekki má missa af fréttum klukkan sjö. Í matinn voru gellur í kryddsósu með kúskús og salati. 400-500 gr. gellur ( má nota hvaða fisk sem er) 2. tsk. Sambal oelek (chilikrydd- mauk sem fæst í Bónus) 1. dl. mangó sulta (Mango chut- ney) 6. msk. soja (Kikkoman) 1-2 dl. rjómi eða matreiðslurjómi. Skvetta af vatni. Öllu nema fiskinum blandað saman og suðan látin koma upp. Gellurnar settar út í og soðið í 10- 15. mínútur. Kryddað kúskús 1 saxaður laukur 1 rautt chili saxað 3 rif söxuð hvítlauksrif Olía til steikingar ½ teningur af hæsnasoði Vatn og kúskús eftir hlutföllum á pakkanum Laukur, chili og hvílaukur látið mýkjast aðeins í olíu. Vatni með ten- ingnum bætt í og látið sjóða aðeins. Kúskúsið sett út og látið standa í 5 mínútur. Grænt salat með fetaosti frábært með. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kveðja, KS GELLUR Í SUMARBYRJUN Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is Víkurprestakall 24. apríl . Sumardaginn fyrsta. Skógakirkja undir Eyjafjöllum kl. 11:00. (Ferming og altarisganga) Fermdir: Magnús Bjarni Fannarsson, Hrútafelli, 861 Hvolsvöllur Þórður Tómasson,Vallnatúni, 861 Hvolsvöllur Organisti: Guðjón Halldór Óskarsson. Söngur: Félagar úr kirkjukór Eyfellinga. Ásólfsskálakirkja undir Eyjafjöllum Fermdar: Jófríður Margrét Guðjónsdóttir, Syðri-Hól, 861 Hvolsvöllur Kristrún Ósk Baldursdóttir, Norð- urgarði 7, 860 Hvolsvöllur Organisti: Guðjón Halldór Óskarsson. Söngur: Félagar úr kirkjukór Eyfellinga. Skógakirkja undir Eyjafjöllum kl. 20:30. Hefðbundin helgistund og söng- stund í Skógum í byrjun sumars líkt og undanfarin ár. Sungin verða gömlu góðu ættjarðalögin. Organisti og söngstjóri: Kristín Björnsdóttir í Sólheimakoti. Sr. Haraldur Kristjánsson Myndin er tekin að lokinni fermingu afabarns sr. Haraldar í Guðríðarkirkju í reykjavík, hennar Önnu Karenar.

x

Selfoss

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.