Selfoss - 08.05.2014, Blaðsíða 8

Selfoss - 08.05.2014, Blaðsíða 8
8 8. maí 2014 Lítt snortið land einstakt á heimsvísu Landvernd og Eldvötn efndu til málþings um áhrif stórvirkjana á landbúnað og ferðaþjónustu í Skaftárhreppi miðvikudaginn 30. apríl s.l. kl. 20 í Tunguseli í Skaftártungu. Um 60 manns sóttu málþingið og var það mjög vel heppnað. DAGSKRÁ: 20.00 Setning málþings: Ólafía Jak- obsdóttir, varaformaður Eldvatna 20.05 Viðhorf ferðamanna til virkj- ana í Skaftárhreppi: Anna Dóra Sæ- þórsdóttir, dósent í ferðamálafræði við H.Í. 20.30 Skipulagsmál og virkjanir: Birna Björk Árnadóttir, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun 20.40 Fyrirspurnir og umræður 20.55 Kaffi 21.10 Austurlandsvirkjanir og Aust- firðingar: Skarphéðinn Þórisson, náttúrufræðingur 21.30 Landbúnaður og virkjanir: Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi Ljótarstöðum 21.40 Fyrirspurnir og umræður 22.00 Samantekt og slit málþings Fundarstjóri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Fundurinn í Tunguseli var fjöl- mennur og var fyrst og fremst hugs- aður sem upplýsingafundur. Birna Björk Árnadóttir, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun fór yfir lagum- hverfið sem fylgir framkvæmdum eins og virkjunum. Skýrði vel út hvernig því er háttað t.d. hvað sé ríkisins og hvað sveitarfélaganna. Anna Dóra Sæþórsdóttir greindi frá rannsóknum sínum á Fjallabaks- svæðunum, nyrðri og syðri. Kemur vel fram hver viðhorf ferðamanna eru til virkjana í Skaftárhreppi. Um gríðarmikla ferðamennsku er að ræða. 144 þús. manns ferðaðist um svæðin sumarið 2011. Í máli hennar kom fram að framkvæmd- ir á eða í nágrenni við mikilvæg ferðamannasvæði rýra gildi þeirra. Þau verða ekki eins verðmæt eftir framkvæmdir og áður. Lítt snortn- ar landslagsheildir eins og um er að ræða alveg samfellt frá Torfa- jökulssvæðinu yfir Fjallabak syðra alveg út á Mýrdalssand er einstakt á heimsvísu og gríðarlega verðmætt. Hólmsárvirkjun myndi skaða þessa ímynd og gera svæði verðminna með tilliti til ferðamennsku. Bent var á að þar sem „Laugavegurinn“ Landmannalaugar - Þórsmörk er að verða þéttsetinn þá taki Fjallabaksleið syðri og nyðri við af Laugaveginum og myndi hinn fullkomna hring, gönguleið/hjóla- leið sem sé alveg einstök í sinni röð langt út fyrir landsteinana. Í máli Heiðu Guðnýjar kom m.a. fram að lónið sem fylgir áætlaðri Hólmsárvirkjun mun valda mestri eyðingu á náttúrulegum birkiskógi frá landnámi. Náttúrulegir birki- skógar eru friðaðir með lögum. Skarphéðinn Þórisson greindi frá áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á hreindýrin og urðu þau umtalsverð. Hann fór yfir hvaða og hvers eðlis ágreiningsmál voru uppi í tengsl- um við gerð Kárhnjúkavirkjunar og hvernig þau ristu samfélagið í herðar niður. „Það kemur enginn til Íslands bara til að fara í sund“ Ummæli nokkurra þátttakenda í könnun um virkjun Hólmsár. Gimsteinn ferðaþjónustunnar „Öldufellsleið er hluti af geysilega mikilvægu ferðamannasvæði sem tengist bæði Fjallabaki nyrðra og syðra og því lítur ferðaþjónustan á þetta svæði allt sem algjöran gim- stein.“ Einar Bollason hjá Íshestum „Það kemur enginn til Íslands bara til að fara í sund.“ „Ísland mun fá miklu fleiri ferða- menn til landsins á næstu árum, a.m.k. frá Þýskalandi, Sviss o.s.frv. Ég held að Ísland laði til sín ferða- menn ekki út af borgunum eins og Reykjavík,heldur virkilega út af náttúrunni. Ef maður eyðileggur náttúruna þá er maður að taka það dýrmætasta. Það kemur enginn til Íslands bara til að fara í sund.“ Svissneskur læknir „Óspillt náttúran.“ „Fólk frá meginlandinu hefur ekkert í líkingu við þetta. Og það er náttúrulega óspillta náttúran sem það sækist eftir.“ Sænskur kennari Óröskuð vatnasvið eru mikil auðlind sem ber að vernda Eldvötn og Landvernd stóðu að málþinginu í Tunguseli. Eldvötn eru samtök áhuga- fólks í Skaftárhreppi um náttúru- vernd í nafni Eldvatna. Markmið þeirra er að vera málsvari umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða, fyrst og fremst. Þessum markmiðum hyggjast samtökin ná með því að: Efla vitund almennings – einkum íbúa Skaftárhrepps – um gildi nátt- úrunnar, umhverfismál og náttúru- vernd. Veita stjórnvöldum og fram- kvæmdaaðilum gagnrýnið aðhald. Eldvötn hafa áður sent frá sér ályktun um það svæði sem var til umfjöllunar á fundinum í Tunguseli á Valborgarmessu: „Eldvötn leggja mikla áherslu á jarðfræðilega sérstöðu svæðisins sem myndar stóra landslagsheild á um 7% af Íslandi. Svæðið einkennist af mikilli eldvirkni og samspili elds og íss. Vatna- svið Kúðafljóts, þar með talin Skaftá, Hólmsá og Tungufljót og vatnasvið jökulánna í austurhluta svæðisins, Djúpá, Brunná og Hverfisfljót eru enn óröskuð af virkjanaframkvæmdum. Óröskuð vatnasvið eru mikil auðlind sem ber að vernda, ekki síst nú á tím- um þegar lítt eða óröskuð vatnasvið heyra til undantekninga á heimsvísu“. Af vef landverndar Heiða Guðný flytur erindi sitt í Tungu- seli Óli Th heiðraður Ólafur Th Ólafsson, mynd-listarmaður og kennari á Selfossi, var heiðraður sérstak- lega á setningu Vors í Árborg. Ólafur hefur komið víða við á sinni listabraut, stundað listmál- un og frægar eru teikningar hans úr heimablöðum og víðar. Við óskum honum til hamingju með viðurkenninguna.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.