Selfoss - 08.05.2014, Blaðsíða 12

Selfoss - 08.05.2014, Blaðsíða 12
Fánar og veifur í úrfali Er með mesta úrval fána á landinu, ef hann er ekki til ! búum við hann til. Við Grunnskólann í Hveragerði eru lausar stöður sérkennara á elsta stigi og umsjónarkennara á mið- og yngsta stigi. Einnig vantar okkur íþróttakennara tímabundið vegna fæðingarorlofs frá 9. september – 9. desember 2014. Gerð er krafa um kennsluréttindi og góða hæfni í mann- legum samskiptum. Grunnskólinn í Hveragerði er vel staðsettur í grónu og glæsilegu bæjarfélagi. Einkunnarorð skólans eru: viska, virðing og vinátta og við leggjum metnað í að áhrif þeirra séu augljós í daglegu starfi. Skólinn flaggar Grænfánanum og er að stíga sín fyrstu skref sem þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskólar. Upplýsingar um störfin veitir Fanney Ásgeirsdóttir, skóla- stjóri, fanney@hveragerdi.is og í síma 483-4350. Skólastjóri Vöruval góð verslun í alfaraleið Ný tilboð vikulega Heimsendingarþjónusta Opið frá 7:30-19 virka daga og 10-19 um helgar 8. maí 2014 Nú er vorið komið og þá vilj-um við vera meira úti við en yfir veturinn. Þá er gott að hafa einfaldan mat og endilega eitthvað grænt með sem minnir á vorið og sumarið. Það er þægilegt að setja allt í eitt form inn í ofn. „Allt í eitt form“ þýðir á matreiðslumáli að hráefni og krydd er sett saman í form sem oftast fer í ofn. Bragð af ólíku hráefni og kryddi blandast saman og verður oft mjög braðgott og lystugt. Það er yndislegt að borða fisk á mánudögum. Eftir helgar er einnig oft til ýmislegt í kæliskápnum sem þarf að klára svo það skemmist ekki. Sérstaklega grænmeti sem þolir ekki langa geymslu. Langa er mjög góður matfiskur sem hentar vel í ýmsa rétti. Ég bauð upp á löngu með grænmeti í ofni á mánudaginn. Ég byrjaði á að léttsjóða rótar- grænmeti. Það voru til venjulegar kartöflur, ½ sæt kartafla, gulrætur og rófubiti. Þetta fór í kartöflupottinn og aðeins saltað. Soðið í 10-15 mín- útur eftir því hvað bitarnir eru stórir. Rétt í lokin bætti ég við stilkum af brokkólí (sem er talin ofurfæða fyrir miðaldra konur sbr. DV í morgun 06.05.2014). Á meðan grænmetið sauð sneiddi ég niður einn lauk og lét hann mýkj- ast í olíu á pönnu ásamt tveimur pressuðum hvítlauksrifjum. Síðan bætt ég við spínati (sem var ekki al- veg ferskt lengur) og aðeins saltað. Það er svo skemmtilegt að sjá hvernig spínatið skreppur saman á pönnunni. Í eldfast smurt form var sett á botn- inn léttsoðið rótargrænmeti, síðan var löngunni í bitum raðað ofan á. Yfir hana var kreistur safi úr ½ sítrónu og einnig smá sítrónupipar. Næsta lag var laukurinn, hvítlaukurinn og spínatið af pönnunni. Ofan á það fór brokkólíið. Síðast stráði ég yfir rifnum osti og nokkrar smjörklípur ofan á hann. Ofninn var hitaður í 200°C og formið sett í ofninn og maturinn látinn malla í 20-30 mín. eftir stærð formsins. Í garðinum er kominn upp kerfill (kannski of mikið) og graslaukur sem tilvalið er að saxa og strá yfir formið þegar það er borið fram. Það var lítið salt sem fór í þennan rétt en sjálfsagt er að hafa salt og pipar við höndina ef þörf þykir. Þetta var mjög bragðgott - rót- argrænmetið og langan nutu svo sannarlega allra bragðgæðanna og smjörklípurnar sáu til þess að hin „ýmsu brögð“ bráðnuðu saman og síðan í munni manns. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kveðja, KS 12 FISKUR Í VORSKAPI Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is Stokkseyr- ingar yfirtaka framboð? 8 Stokkseyringar eru á fram-boðslista Bjartrar framtíðar í sveitarstjórnarkosningun- um. Oddviti listans er Viðar Helgason af Stokkseyri og meðal annarra úr þorpinu er Sigurgeir Hilmar, leikari mm. Hann er í heiðurssæti listans og skartar eft- irtöldum titlum: forfallakennari og álfa- og tröllafræðingur. Handverks- sýning félags eldri borgara í Hvolnum, Hvolsvelli Hinn árlegi handverks-markaður félags eldri borgara í Rangárvalla- sýslu verður haldinn í Hvolnum, Hvolsvelli, helgina 10. - 11. maí nk. Opið verður bæði laugardag og sunnudag frá kl.13:00 - 17:00 Sýningunni NÚTÍMA- KONUR lýkur 11. maí í Listasafni Árnesinga - Grafíkfélagið með dagskrá klukkan 16. Mjög góð aðsókn hefur verðið á sýninguna NÚ-TÍMAKONUR, þar sem sjá má verk eftir Björgu Þorsteins- dóttur, Ragnheiði Jónsdóttur og Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Verkin endurspegla starfsferil og virkni þeirra. Verkin eru ýmist frá áttunda áratugnum eða nýleg verk og verkfærin eru ýmist olíu- eða akríllit- ir, grafíktækni eða kolateikningar. Uppvaxtarár listakvennanna voru árin eftir heimsstyrjöldina síðari. Við blasti ný heimsmynd. Alþjóð- legir straumar í bókmenntun, mynd- list og fatatísku bárust til landsins. Konur hlutu aukið frelsi; pólitískt, menntunarlega, fjárhags- og kynferð- islega og til varð hin nýja kvenna- hreyfing sem nefnd hefur verið önnur bylgja femínisma. Félagið Íslensk grafík, sem einnig gengur undir nafninu Grafíkfélag- ið, mun verða með stutta dagskrá í safninu síðasta sýningardaginn kl. 16. Björg og Ragnheiður voru báðar stofnfélagar þegar Íslensk grafík var endurreist árið 1969. Báðar áttu þær mikilvægan þátt í útbreiðslu íslenskr- ar grafíkur. Á myndinni má sjá gesti hlýða á spjall Hildar Hákonardóttur um sýninguna síðast liðinn sunnudag en þá ræddi hún og leiddi hugann að tíðaranda áttunda áratugarins og stöðu kvenkyns listamanna þá og nú. SELFOSS- SUÐURLAND kemur næst út 22. maí

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.