Selfoss - 22.05.2014, Blaðsíða 4

Selfoss - 22.05.2014, Blaðsíða 4
4 22. maí 2014 Leikskólar í Árborg sérstakir gestir Stóri leikskóladagurinn er haldinn árlega í Reykjavík og að þessu sinni eru leik- skólar Sveitarfélagsins Árborgar gestir Reykjavíkur föstudaginn 23. maí næstkomandi. Kynningarbás- ar verða í Ráðhúsinu og fyrirlestrar í Iðnó. Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 10. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! Ertu að flytja til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar Halló Norðurlönd og EURES standa fyrir upplýsingafund- um um að flytja til Noregs, Svíþjóð- ar og Danmerkur. Fundirnir eru ætlaðir öllum þeim sem hyggja á vinnu eða nám í þessum löndum og eru ókeypis og öllum opnir. Farið verður yfir hagnýt atriði varðandi flutning og atvinnuleit auk þess sem fulltrúi frá Ríkisskattstjóra kynnir skattamál. Fimmtudaginn 5. júní kl. 17:30 - 19:00: Að flytja til Noregs Fimmtudaginn 5. júní kl. 19:30- 21:00: Að flytja til Svíþjóðar og Danmerkur Námskeiðin fara fram í húsnæði Vinnumálastofnunar, Kringlunni 1. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því er nauðsynlegt að skrá sig á námskeiðin. Skráning á netfanginu hallo@norden.is og í síma 511 1808. Jöfnuður og réttlæti Á kosningavori vilja fram-bjóðendur koma stefnu-málum sínum skýrt til fólksins í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Aðstæður eru mismunandi eft- ir landsvæðum og áherslur ólíkar eftir því hvað svæðin hafa upp á að bjóða. Alls staðar eiga þó grunngildi jafnaðarmanna við; frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þessi góðu gildi jafn- aðarmanna hafa verið mótuð af langri baráttu vinnandi fólks fyrir mannsæmandi lífskjörum, mann- réttindum og velferð allra íbúa. Undirstaða velferðarinnar er öflugt atvinnulíf. Þannig er þróun atvinnu- lífs samofið árangri sem náðst hefur í baráttu launamanna fyrir bættum kjörum og aðbúnaði. Fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf byggir á því að menntun, grunnþjónusta og stjórnsýsla standi einnig á styrkum stoðum. Góð nærþjónusta sveitarfé- laga er því einn af stærstu hornstein- um fyrir blómlegt atvinnulíf og góð búsetuskilyrði. Afar mikilvægt er að sterkar raddir jafnaðarmanna heyrist sem víðast. Ákvarðanir sem snerta daglegt líf bæjarbúa eiga að byggja á grunngildum jafnaðarmanna um réttlátara og betra samfélag. Í okkar gjöfula landi byggja sterk- ustu atvinnugreinarnar á nýtingu auðlinda og náttúrugæða. Þess vegna er mikilvægt að um þá nýtingu gildi eðlilegar og heilbrigðar leikreglur. Þetta á við um ferðaþjónustuna, sem vaxið hefur stórkostlega undanfar- in ár, fiskveiðar og fiskvinnslu og orkuframleiðslu. Umgjörðin sem Alþingi og sveitarfélög búa atvinnu- greinunum og nýtingu auðlinda varðar okkur öll. Þar er lykilatriði að almannaheill, sjálfbærni og áætl- anir til lengri tíma ráði ávallt för. Jafnvægi milli verndar og nýtingar, uppbygging innviða og réttlát skipt- ing arðs er meðal þess sem langtíma stefnumótun þarf að taka tillit til. Allar þessar atvinnugreinar skipta miklu og jákvæð þróun þeirra er undirstaða lífskjara. Því mega skammtímasjónarmið og dægur- þras ekki ráða för þegar fjallað er um starfsumhverfi greinanna. Við berum ríka ábyrgð bæði gagnvart sjálfum okkur og komandi kynslóð- um þegar kemur að umgengni um landið og nýtingu náttúruauðlinda. Þar má von um skyndigróða aldrei slá okkur blindu. Árangur næst með baráttu og sam- stöðu um uppbyggingu samfélags sem byggir á góðum grunngildum jafnaðarstefnunnar. Ég hvet kjósend- ur á Suðurlandi til að styðja jafnaðar- menn í sveitarstjórnarkosningunum í vor eða lista þar sem félagshyggju- menn sameinast. Baráttukveðjur! Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Um smiðju og Heklugos Fyrir miðju hússins var aðal-vélasalurinn. Inngangurinn í hann, var annarsvegar um eldsmiðjudyrnar, en eldsmiðjan var undir heimili Lillu. Fjölskylda Benjamíns og Bríetar bjó á loftinu. Það var svefnherbergi og stofa að neðanverðu, það sem vissi að göt- unni. Þar var líka smá kompa, sem Jóhann hafði skrifstofu. Upp að fjallinu var svo eldhúsið, gangur- inn og fremri gangurinn, en þaðan var gengið upp á loft áður en þakið fauk og stofninn hrundi. Þar var líka klósett og lítil geymsla. Sem Lillu dreymdi stóra drauma um að væri herbergið hennar. Þá var mjór gangur og pallur, en þar voru dyrnar að kontornum sem Helga dóttir Jóhanns þvoði stundum. Þá fékk hún vatn í fötu hjá mömmu Lillu. Það var gormur á hurðinni á ganginum. Lilla man ennþá hljóð- ið í hurðinni og fótatakið í stigan- um, þegar pabbi hennar kom að vekja hana í skólann, eða fá sér smá kaffisopa. 1947. Þá var Lilla 10 ára. Kom pabbi hennar að segja henni að Hekla væri farin að gjósa. Þá datt henni ekki í hug að hún ætti eftir að búa á Suðurlandi, en það varð raunin. „Moldin djúp og frjó“ Vorverkin eru í algleymingi í Flóanum eins og öðrum sveitum landsins þessa dag- ana. Sáð er í flög, borið á tún og ærnar bera vonarpeningi haustsins. Það gefst víða ekki mikill tími til að velta fyrir sér framtíðarskipan hreppsmálanna og kannski engin furða að þingeyskir bændur hafi lagt til í vetur að kjördegi sveitarstjórnar- kosninga yrði flýtt um mánuð vegna voranna bænda. En það búa fleiri en bændur í Flóahreppi. Hér hefur byggst upp blómlegt samfélag þar sem íbúar stunda ýmiskonar rekstur á býlum sínum auk þess sem drjúgur hluti sveitunga sækir vinnu utan sveitar eða vinnur við stofnanir sveitarfé- lagsins. Flóahreppur er þó enn fyrst og fremst sveitasamfélag þar sem er stunduð öflug matvælaframleiðsla sem vex og dafnar í takt við aukna eftirspurn eftir íslenskum landbún- aðarafurðum. Til að mæta þessari auknu þörf til lengri og skemmri tíma þarf að standa dyggilega vörð um gott ræktunarland. Af því höf- um við gnótt hér á Suðurlandi og þar er Flóinn engin undantekn- ing. En ræktunarland verður ekki verndað nema þeir sem fara með skipulagsvaldið marki stefnu um að stýra landnotum í þá átt. Það hyggst Flóalistinn gera á kjörtímabilinu en að sama tíma bjóða nýja starfsemi velkomna í sveitarfélagið falli hún að umhverfi og samfélagi. Eins hyggst Flóalistinn hlúa vel að því fjöl- breytta atvinnulífi sem er til staðar í sveitinni, meðal annars með því að starfrækja öfluga atvinnumálanefnd. „Mettar ótal munna, moldin djúp og frjó.“ Svo kvað skáldið Freysteinn Gunnarsson í kvæði sínu Flóinn, sveitaróð okkar Flóamanna sem oft er sunginn við fallegt lag Pálmars Þ. Eyjólfssonar. Þessar línur eru sígild- ar og ákall til okkar Flóamanna að standa vörð um og nýta hina frjóu mold. Stefán Geirsson, skipar 4. sæti á F-Flóalistanum í Flóahreppi. „Mettar ótal munna, moldin djúp og frjó.“ Svo kvað skáldið Freysteinn Gunnarsson í kvæði sínu Flóinn, sveitaróð okkar Flóamanna sem oft er sunginn við fallegt lag Pálmars Þ. Eyjólfssonar. Þessar línur eru sígildar og ákall til okkar Flóamanna að standa vörð um og nýta hina frjóu mold. Stefán Geirsson. Oddný G. Harðardóttir. Tökum flugið – reisum samgöngumiðstöð Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar-innar vill að sveitarfélagið Árborg komi sér upp samgöngumið- stöð í landi Bjarkar í gamla Sand- víkurhreppi. Hann viðraði þessa hugmynd á flugdeginum á Selfossi sl. laugardag. Fyrr um daginn höfðu fulltrrúar sveitarfélagsins, Flugsögu- safns Íslands og Flugklúbbs Selfoss undirritað viljayfirlýsingu um stofn- un flugsögusafns á Selfossi. Eggert Valur segir liggja beint við að taka flugið og koma á samgöngumiðstöð í beinu framhaldi. Eggert Valur Guðmundsson. Mynd: ÞHH ÖrsÖgur LiLLu í smiðju (4)

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.