Selfoss - 22.05.2014, Blaðsíða 9

Selfoss - 22.05.2014, Blaðsíða 9
922. maí 2014 er upprunnið í Wales, leggur áherslu á að tengja saman í verkinu Ísland og Wales í gegnum hljóðblæbrigði vatns. Sungið er á ýmsum tungumál- um; fornvelsku, ensku og íslensku, en íslenska part verksins samdi verð- launaljóðskáldið og rithöfundurinn Sjón. Að auki verða flutt nokkur af eldri verkum Taveners og nýleg verk eftir ung íslensk tónskáld, þau Georg Kára Hilmarsson, Völu Gestsdóttur og Margréti Kristínu Blöndal. Öll eru þessi verk samin séstaklega fyrir kórinn. Einsöngvarar með kórnum verða sópransöngkonurnar Björg Þór- hallsdóttir, Elísabet Einarsdóttir, Tui Hirv og Margrét Kristín Blöndal, ásamt Hrólfi Sæmundssyni barít- on. Þá syngur með kórnum djúp- bassasöngvarinn Adrian Peacock, sem hefur starfað með kórnum um árabil. Tólf manna barokksveit leikur ennfremur á tónleikunum, skipuð félögum úr Bachsveitinni í Skálholti og Barokk Reykjavík. Þá eru ótaldir tveir kórar sem hlaupa undir bagga í verkinu Song for Athene eftir John Tavener; ungmeyjakórinn sem söng með Megasi á Passíusálmatónleik- um í Grafarvogskirkju á nýliðinni föstu og karlakórinn Vox Humana, sem var settur saman sérstaklega af þessu tilefni. Í lok verksins hljómar sterkt orgel, sem hafði valdið kór- stjóranum nokkrum heilabrotum, þar sem ekki er orgel í Hörpu. Loks hugkvæmdist honum að hóa saman 40 manna karlakór sem mun taka að sér hlutverk orgelsins. Mynd- listarkonan Hildur Hákonardóttir sér um listræna umgjörð tónleik- anna. Hún fléttar inn í umgjörðina myndverkum ýmissa listamanna, á borð við Pál frá Húsafelli og Kristínu Gunnlaugsdóttur. Salisbury International Arts Festival Tónleikar Kammerkórs Suðurlands á Salisbury-hátíðinni 2. júní verða minningartónleikar um Sir John Tavener. Auk verka hans sem kórinn syngur á Listahátíð verður flutt eitt stærsta sellóverk Taveners, Svyati, þar sem Kristín Lárusdóttir leikur einleik með kórnum. Á hátíðinni að þessu sinni verður sjónum sér- staklega beint að norrænum lista- mönnum og verður Kammerkór Suðurlands þar í stóru hlutverki. Síðastliðið sumar voru gestir há- tíðarinnar 77.000 talsins. Um kórinn Kammerkór Suðurlands var stofnað- ur árið 1997 og er skipaður tónlistar- fólki, tónskáldum og áhugamönnum víðs vegar af Suðurlandi. Stofnandi og stjórnandi kórsins frá upphafi er Hilmar Örn Agnarsson. Myndirnar eru teknar á kóræfingu í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í fyrri viku. Það var ekki bara sung- ið. Allra handa upphitunaræfingar mýkja og styrkja andann. Við óskum kórnum góðs gengis. Mynd: ÞHH Önnur saga af sveitarfélagi Sveitarfélagið Árborg er ungt sveitarfélag sem byggir á traustum grunni fjögurra hreppa Selfoss-, Sandvíkur-, Eyrabakka- og Stokkseyrarhepps. Sveitarfélagið okkar er fullt af tæki- færum og gott til búsetu. Margt fólk hefur lagt hönd á plóginn í sveitastjórnum frá upphafi þessara hreppa og til dagsins í dag, fólk sem hefur kappkostað að gera ætíð sitt besta til að gera sveitarfélagið okkar betra fyrir okkur öll. Auðvitað erum við ekki alltaf sammála um alla hluti en það er eitt af því dýrmæta sem við Íslendingar eigum, það er að vera frjáls til að hafa skoðun og geta tjáð hana í máli og riti. Við getum verið sammála um að þjónusta við fólkið sé mikilvægust og að vel sé haldið utan um æskuna sem er framtíð samfélagsins. Ég hef skoðað ársreikninga Ár- borgar til margra ára og ég get ekki sagt að ég sé sammála því sem fyrir okkur hefur verið lagt um afkomu og skuldir Árborgar í ársreikingi 2013. Að leggja fyrir okkur upp- lýsingar um að skuldir hafi lækk- að um 3 milljarða á föstu verðlagi finnst mér undarlegt, hvað er á föstu verðlagi meðan verðbólga og verð- trygging er við líði ? Skuldir bæjarsjóðs Árborgar voru 2010 rúmir 4.8 milljarðar og eru um sl. áramót rúmir 4,7 milljarð- ar. Skuldir bæjarsjóðs og b-deildar fyrirtækja voru 2010 6.3 milljarðar og voru 6.2 milljarðar um sl. ára- mót, sveitarfélagið ber fulla ábyrgð á skuldum félagsbústaða þó þeir hafi verið settir í Sjálfseignarstofn- un. Rekstur bæjarsjóðs hefur verið með tapi frá því 2007 og eins er árið 2013 en þá vantaði um 36 millj- ónir króna til að hann væri á núlli. Rekstur bæjarsjóðs og b-deildar fyrirtækja skilaði rekstrarhagnaði um 350 milljónir króna og er það vegna þess að vatnsveita og fráveita skiluðu hagnaði. Rekstur sveitarfélaga um allt land hefur verið þungur frá því um hrun eins og nær allra heimila í landinu. Það hefur verið ærið verkefni hjá okkur öllum að halda velli á þessum erfiðu tímum. Margt gott hefur áunnist hér í Árborg síðustu fjögur ár í góðri sátt allra bæjarfulltrúa sem hafa lagt sig fram við að gera sitt besta eins og forverar þeirra síðustu áratugina. Þökkum öllu því góða fólki sem hef- ur lagt samfélaginu lið frá upphafi. Árborg er öflugt sveitarfélag sem er áhugaverður og góður valkostur til búsetu. Nýtum kosningaréttinn og veljum okkur fólk til starfa fyrir sveitarfélagið okkar næstu fjögur ár. X-B fyrir Betri Árborg. Margrét K. Erlingsdóttir Fyrrverandi bæjarfulltrúi og skipar 18. sæti á lista Framsóknar. Forgangsröðum rétt Hlutverk sveitarfélaga er að veita samfélagslega þjón-ustu. Mikið af henni er lögbundin en þar til viðbótar eru þau að leggja margt til að eigin frumkvæði. Hvort heldur er, þá skiptir öllu hvernig forgangsraðað er. Fyrir okkur sem aðhyllumst félagshyggju og jöfnuð, þýðir það að taka saman ábyrgð á þeim við- fangsefnum og að gæta jöfnuðar við val á verkefnum og hvernig þeim er deilt út. Oft er sagt að einstakt fólk og sumar fjölskyldur hafi alveg efni á einu og öðru af því sem samfélagið leggur þeim eða börnum þeirra til og þess vegna eigi að tekjutengja gjöld fyrir slíka þjónustu. Ég segi hins vegar: Ef fólk hefur efni á að borga þjónustuna, þá hefur það efni á að borga skatta. Með því að hver og einn borgi fyrir sína þjónustu, þá er hætta á að sumir fái meiri eða betri þjónustu en aðrir. Sem er al- veg sök sér, ef ekki er um að ræða grunnþjónustu sem jafnt aðgengi á að vera að. Með tekjutengingu þjón- ustugjalda verður líka sífellt verið að flokka fólk eftir tekjum sínum og það þarf að rekja fjármál sín fyrir hinum og þessum allsstaðar. Sinn- um samfélagsþjónustu sameiginlega, leggjum á sanngjarna og hæfilega skatta til þess og notum þá til að veita öllum sömu grunnþjónustu. Eigum að jafna aðstöðu barna. Fyrst er að forgangsraða í þágu barna, það gera foreldrar og það á sveitarfélagið að gera líka. Það getum við gert á margan hátt. Við eigum að bjóða börnum að vera í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og félagsstarfi á öllum aldri. Það er löngu orðið almennt viðhorf að grunnskólinn eigi að vera fyrir öll börn óháð efnahag foreldra. Hvers vegna ættu hin skólastigin ekki að vera það líka? Hvers vegna ættum við ekki að jafna aðstöðu barna til félagslegs þroska líka í gegnum aðgang að íþróttum, listgreinum, félagsstarfi og margvíslegum öðrum tómstundum? Mér finnst við eig- um að gera það sem samfélag. Þess vegna vil ég lækka leikskólagjöld jafnt og þétt niður í að vera gjald- frjáls fyrir börn. Þess vegna vil ég að máltíðir og öll kennslugögn séu hluti af rekstri skólans, rétt eins og laun kennara og ræstingafólks. Þess vegna vil ég hækka tómstundastyrki til barna. Þess vegna vil ég hafa auknar og gjaldfrjálsar samgöngur innan þessa stóra sveitarfélags okkar. Ég nefni börn að þessu sinni, af því þau eru mér efst í huga og af því að ég hef sömu grunnhugmynd um það hvernig við stöndum að annarri brýnni samfélagsþjónustu. Andrés Rúnar Ingason, skipar 1. sæti á V-lista Vinstri grænna í Árborg. andrés Rúnar Ingason. margrét K. Erlingsdóttir. Ég hef skoðað ársreikninga Árborgar til margra ára og ég get ekki sagt að ég sé sammála því sem fyrir okkur hefur ver- ið lagt um afkomu og skuldir Árborgar í ársreikingi 2013. Með tekjutengingu þjón- ustugjalda verður líka sífellt verið að flokka fólk eftir tekjum sínum og það þarf að rekja fjármál sín fyrir hinum og þessum allsstaðar. Sinnum samfélagsþjónustu sameigin- lega, leggjum á sanngjarna og hæfilega skatta til þess og notum þá til að veita öllum sömu grunnþjónustu.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.