Selfoss - 22.05.2014, Blaðsíða 12

Selfoss - 22.05.2014, Blaðsíða 12
Til sjávar og sveita í 70 ár Vélasalan ehf · Dugguvogi 4 104 Reykjavík · Sími, 520 0000 www.velasalan.is Tehri Nordic 6020 C Yfir 1000 bátar seldir 30 ár á Íslandi Rau ðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! 22. maí 2014 Það var íslenskt vor í lofti – skítakuldi og rign-ingarhraglandi í síðustu viku þegar mig langaði í sól og sumar. Það var allvega ekki grillveður með kolagrilli. Þá hugsar maður til heitari landa þar sem vaxa ávextir í sólinni og sterkari krydd í matargerð en við notum daglega. Ég ákvað að búa okkur til alvöru vor í huganum með fylltum kjúklingi frá Afríku. Heill kjúklingur er látinn liggja í kryddlegi í nokkra klukkutíma og síðan fylltur með kryddi og ávöxt- um. Kryddlögurinn 2 appelsínur – rifnn börkurinn og safinn 1 lime – rifinn börkurinn og safinn 1 ½ tsk. chiliflögur 1 ½ tsk. allrahanda hvítlaukur eftir smekk rifinð engifer eftir smekk 1 ½ dl. olía Þessu er blandað saman og nuddað á kjúklinginn og hann síð- an látinn liggja í leginum í nokkra klukkutíma. Ágætt er að setja hann í plastpoka með leginum. Fylling 1 laukur sneiddur hvítlaukur eftir smekk, smátt saxaður ca. 2.5 cm. engifer saxað 200 gr. sveskjur 50. gr. rúsínur 200 gr. þurrkaðar aprikósur 1 nýtt epli 100 gr. ristaðar furuhnetur 1 tsk. allrahanda 1 tsk. kanill 1 tsk. chiliflögur 1 hnefi ferskt kóríander Olía eða smjör til að steikja úr. Laukur og hvítlaukur látið mýkj- ast á pönnu, ávöxtum og kryddi bætt við og látið mýkjast með. Fyllingin er kæld og síðan er kjúklingurinn fylltur með henni. Kjúklingur settur í eldfast form og kryddleginum nuddað á hann. Gott er að setja smjörbita undir skinnið á bringuna og lærin. Maldon salti og pipar stráð yfir kjúllann. Settur í 180- 190°C heitan ofn í 1 og ½ tíma. Ef til er afgangur af fyllingunni er gott að setja hana í formið síðustu 20 mínúturnar. Með þessu hafði ég kartöflumús úr sætri kartöflu. Sauð flysjaða og sneidda sæta kartöflu. Maukaði hana síðan með smjöri og 3. tsk. af kanilsykri. Þetta var yndisleg máltíð sem sendi suðrænan sólargeisla í gegnum rigningarhraglandann. Það er gott að nota þennan kryddlög líka á grillkjöt – ekki síst á kjúkling og svínakjöt. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kveðja, KS 12 VORKJÚKLINGUR Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is Öflugt atvinnulíf í Hveragerði = góður bær Í bæjarstjórn Hveragerðis sem nú er að ljúka kjörtímabili sínu sitja sjö manns. Af þessum sjö sækja fimm þeirra vinnu út fyrir Hveragerði. Það er lýsandi dæmi um hvernig atvinnumálum í Hveragerði er háttað. Fá atvinnutækifæri eru í bænum og mjög margir þurfa að sækja vinnu annað, einkum til höf- uðborgarsvæðisins. Eitt af mikilvæg- ustu verkefnum næstu missera er að efla atvinnulíf í Hveragerði og eiga bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því. Frambjóðendur Samfylkingarinnar og óháðra í Hveragerði ætla á kom- andi kjörtímabili að setja í forgang að efla atvinnulíf í bænum. Hvers vegna að efla atvinnulíf? Öflugt atvinnulíf er grundvöllur að sterku og stöndugu bæjarfélagi. Öflugt atvinnulíf dregur tekjur inn í bæjarfélagið sem eru nauðsynlegar til að veita góða þjónustu og lækka álögur á íbúa. Það er fjölskylduvænt samfélag sem býr að öflugu atvinnu- lífi og fullorðnir eyða meiri tíma með fjölskyldum sínum sem annars færu í ferðalög til og frá vinnu í önnur sveitarfélög. Öflugt atvinnulíf er því mikilvægasta velferðarmálið. Hvað á að gera til að efla atvinnulíf? Bæjaryfirvöld þurfa að gera átak í að efla atvinnulíf í Hveragerði. Það má gera með því að setja atvinnu- málanefnd (sem lögð var niður árið 2008) á laggirnar. Atvinnu- málanefnd hefði það verkefni að móta atvinnustefnu og ynni að því að greina hvar tækifæri Hveragerðis í atvinnulífinu liggja. Öflugur bæjar- stjóri myndi einnig vinna stöðugt og markvisst að því að laða fyrirtæki til bæjarins. Bjóða má nýjum fyrirtækj- um tímabundinn afslátt af gjöldum og styðja má við nýsköpun í bænum með fræðslu um stofnun og rekstur fyrirtækja og með því að byggja upp aðstöðu, t.d. húsnæði, fyrir skap- andi greinar. Þá þarf Hveragerðisbær ávallt að hafa nægar atvinnulóðir til úthlutunar. Vilji er allt sem þarf Bæjaryfirvöld verða að hafa vilja til að efla atvinnulíf í Hveragerði. Ef sá vilji er ekki til staðar mun lítið gerast í atvinnumálum eins og raunin hefur verið undanfarin ár. Setji bæjaryfir- völd sér það markmið að fjölga at- vinnutækifærum í Hveragerði mun það skila sér í fleiri störfum. Vilji er allt sem þarf. Njörður Sigurðsson, Í 1. sæti Samfylkingarinnar og óháðra í Hveragerði Njörður Sigurðsson. Bjóða má nýjum fyrirtækjum tímabundinn afslátt af gjöld- um og styðja má við nýsköpun í bænum með fræðslu um stofnun og rekstur fyrirtækja og með því að byggja upp aðstöðu, t.d. húsnæði, fyrir skapandi greinar.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.