Selfoss - 22.05.2014, Blaðsíða 14

Selfoss - 22.05.2014, Blaðsíða 14
Eignaumsjón er óháður fagaðili þegar kemur að rekstri húsfélaga og rekstrarfélaga – og því frábær lausn fyrir eigendur atvinnuhúsnæðis. Í okkar umsjá ertu í góðum höndum - við sjáum um fjármálin, fundina, undirbúning framkvæmda og viðhalds og annarra þátta sem þarf að leysa. Er húsfélagið í lausu lofti ? » Vantar óháðan aðila til að annast málefni húsfélagsins eða rekstrarfélagsins ? Eignaumsjón hf . – Suður landsbraut 30 – Sími 585 4800 – afgreids la@eignaumsjon. is – www.eignaumsjon. is 14 22. maí 2014 Þekkirðu bæinn? Að þessu sinni birtum við mynd af bæ sem ekki hefur verið staðsettur. Mynda- smiður er óþekktur. Hvaðan er myndin og hvenær gæti hún ver- ið tekin? Frekari upplýsingar um byggingarsögu eða ábúenda væri gaman að fá. Ef marka má undir- tektir við síðustu mynd sem við óskuðum eftir að væri borin kennsl á erum við bjartsýn á lausn. Upp- lýsingar eru vel þegnar, á ritstjóra á torlakur@fotspor.is eða í síma 8942098. Þá má hafa beint sam- band við Héraðsskjalasafn Árnes- inga. Eldklerkurinn á Flúðum Inn í leikhúsið setjast áhorfend-ur þar sem leikarinn fræðir og skemmtir í 2 klukkutíma, færir okkur inn í eimyrju átjándu aldar, að hraunstraumum Lakagíga, þrjár perur í gólfi minna á jarðeldinn, hann fær gestina til að ímynda sér margra missera öskufall, sýnir okkur ráðaleysi höfuðs- mannsins og Skálholtsbiskups þar til kom að því að krossfesta eldklerkinn fyrir að vinna af viti og með hjartanu. Manninn sem þekkti leiðirnar yfir skaftfellsku vötnin, þekkti sveitunga sína, hag þeirra og hvarf ekki frá þeim í lífsháskanum en hlaut þann dóm að koma til alþingis og biðjast fyrir- gefningar á persónu sinni og gjörðum hennar. Sagan breytist ekki! Sr. Jón Steingrímsson hafði ekki gætt sjóðsins svo innsiglið var rofið á sýslu- mannssetri Rangæinga, kýrverð hvarf – reyndar til þurfandi Síðumanns – og þegar fleiri leituðu eftir varð ekki hjá því komist að veita þeim úrlausn. Leikarinn/einleikarinn Pétur Eggerz á skilið mikinn heiður og góð laun fyrir textann, flutninginn og lífmagn verksins sem kallaði á óskipta athygli áhorfenda allan tímann. Verkið var vel undirbúið, vandlega unnið og vel þegið af áheyrendum sem voru þó ekki margir í félagsheimilinu á Flúðum. Leikstjórinn, Sigrún Valbergsdóttir skrifar um sr. Jón eldklerk í leikskrána: „Hann hefur óvenjulegt atgervi og krafta sem nýtast vel við sjósókn og í baráttu við óblíða náttúru. Hann reyn- ist afbragðsbóndi og útsjónarsamur ... er sóttur til læknisverka í eigin héraði ... . Honum helst vel á fé og talar opinskátt um hvernig honum tekst að ávaxta sitt pund. Hann er eldheitur trúmaður og treystir á forsjá guðs hvað sem á gengur. En sjálfsbjargarviðleitnin ásamt þeirri ósk að hjálpa og bjarga öðrum er öll- um hvötum yfirsterkari. Hann býður náttúruöflunum birginn og heldur út á sínum pósti þar til yfir lýkur. Bækur eru honum fjársjóður og hann er sískrif- andi. Það er erfitt að benda á jafnoka Jóns Steingrímssonar meðal Íslendinga. Hann er hetja og píslarvottur í senn.“ Jón fór ungur til náms að Hólum fyrir orð Ludvigs Harboe sem fór um landið til að kanna menntun en eftir stúdentspróf varð Jón djákni og ráðsmaður á Reynisstað. Þar kynnt- ist hann og giftist ekkjunni Þórunni Hannesdóttur Scheving, dótturdóttur Steins biskups og leið þeirra lá síðar til Suðurlands vegna jarðeigna eig- inkonunnar í Mýrdalnum. Haustið 1755 fór Jón suður Kjöl í lok sept- ember við þriðja mann. Það var 25 árum fyrr en Reynisstaðabræður fóru þar lokaferð sína 1780. Á leið þeirra Jóns suður urðu þeir vitni að upphafi Kötlugossins 1755 sem var mesta Kötlugos á sögulegum tíma. Þegar Skaftáreldarnir hófust 1783 var Jón orðinn prófastur austur á Prestbakka á Síðu, flúði þaðan aldrei heldur var allan tímann í miðju hörmunganna og rit hans eru helstu heimildir um eldana, þ. á. m. svokallað Eldrit. Ævisaga Jón var ekki ætluð til útgáfu heldur var hún hugsuð fyrir dætur hans og afkomendur þeirra og er að hluta varnarrit og merk heimild um öldina átjándu. Litlu munaði að hún glataðist því að systursonur hans hans fékk ritið lánað með því skilyrði að hann brenndi það þegar hann hefði lokið lestrinum og það stóð hann ekki við og því varð- veittist ævisagan. Hér er lítil glefsa úr Eldriti sr. Jóns: Áður en þessi landplága og jarðeld- ur yfir féll voru mikil landgæði og ár- gæska þó yfir tæki það síðasta árið því í undanfarin nokkur ár hafði ei verið þvílík blómgan og ávöxtur á öllum með spökustu veðráttu til lands og sjávar. Góðu heilli lagði ritari pistilsins leið sína upp að Flúðum fimmtud. 15. maí, að njóta þessa listaverks, leikritsins Eld- klerkurinn, hitti þar þar góða nágranna frá organistaárum sínum þar fyrir 20 árum og varð vitni að alúð húsvarðarins og þess nutum við öll jafnt, þessir fáu en þakklátu gestir. Þannig verður félagsheimilið til. Og til þess voru þau byggð. Úr Harð Haus (10) Ingi Heiðmar Jónsson Síðast var leitað út fyrir bæjarmörk- in og gott betur. Norður yfir heið- ar! Glöggur lesandi sagði „ ... margt benda til þess að myndin sé af Hösk- uldsstöðum í Vindhælishreppi a. Hún og hún er nokkuð gömul, ( þó ekki frá tíð Höskuldar goða) því ég held að ný kirkja hafi verið byggð þar ná- lægt 1960.“ M-listi Mýrdælinga býður fram í Mýrdalshreppi M – listi Mýrdælinga er nýtt, óháð og óflokksbundið fram- boð í Mýrdalshreppi. Framboðið er skipað fólki sem spannar fjölbreytt pólitískt litróf. Áhugi og metnaður fyrir hönd sveitarfélagsins er það sem sameinar frambjóðendur. Við leggj- um áherslu á vandaða stjórnsýslu og gagnsæ vinnubrögð. Mikilvægur liður í því er virkt samráð við bæjar- búa við ákvarðanatöku. Þannig vill M-listi Mýrdælinga vinna í sveitar- stjórn Mýrdaldshrepps á komandi kjörtímabili og við bjóðum fram krafta okkar. Framboðslisti M-lista Mýrdælinga 1. Árni Rúnar Þorvaldsson, 37 ára, verkefnastjóri 2. Eva Dögg Þorsteinsdóttir, 36 ára, þroskaþjálfi, listamaður og fulltrúi í sveitarstjórn 3. Eiríkur Tryggvi Ástþórsson, 43 ára, landpóstur og verkalýðsfrömuð- ur 4. Hafdís Eggertsdóttir, 60 ára, fé- lagsliði 5. Pálmi Kristjánsson, 31 árs, rekstrarstjóri og sjúkraflutninga- maður 6. Eygló Guðmundsdóttir, 22 ára, starfsmaður í sundlaug 7. Kristján Þórðarson, 37 ára, verk- stjóri í brúarflokki Vegagerðar í Vík 8. Sæmunda Fjeldsted, 48 ára, verslunarmaður 9. Ívar Páll Bjartmarsson, 45 ára, tæknimaður og slökkviliðsstjóri Mýrdalshrepps 10. Steinþór Vigfússon, 53 ára, hót- elstjóri og búfræðingur. að þessu sinni sýnir myndin veglega kirkju. Hvaða kirkjustaður er þetta? Síðast brugðum við okkur norður í Húnavatnssýslur. En hvar erum við nú? Og hver er sagan að baki smþíði kirkjunnar? Sem fyrr er myndasmiður óþekktur.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.