Selfoss - 05.06.2014, Blaðsíða 4

Selfoss - 05.06.2014, Blaðsíða 4
4 5. júní 2014 Skemmtileg og velheppnuð dagskrá í heila viku Nú eru nýafstaðnir Hafnar-dagar í Þorlákshöfn, bæj-arhátíð Ölfuss. Aldrei hef- ur verið um jafn marga viðburði að ræða, en hátíðin hófst mánudaginn 26. maí með útvarpsútsendingu Út- varps Hafnardaga og frumsýningu á leikverkinu Loki Laufeyarson, með unglingadeild Leikfélags Ölfuss. Síð- an hélt dagskráin áfram alla vikuna og náði hápunkti um síðastliðnu helgi. Fjórar sýningar, nokkrir tón- leikar, böll, dorgveiðikeppni, mark- aðir, sundlaugarpartý, útileikir og fjölmargt annað stóð fólki til boða auk hefðbundinnar sjómannadag- skrár við bryggju. Þrátt fyrir að veðr- ið hafi ekki verið sem best, kom það ekki að sök. Útidagskrá á föstudags- og laugardagskvöldi var færð inn í íþróttahús þar sem mikil stemning ríkti og frábærir listamenn komu fram. Allir viðburðir voru vel sóttir og jákvæð stemning ríkti í bænum. Skipuleggjendur þakka öllum þeim sem komu að hátíðinni, styrktu hana, komu með dagskrárliði og unnu við framkvæmd hátíðarinn- ar. Það er gott að eiga svona marga að sem alltaf eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Menningarnefnd, menningarfulltrúi og framkvæmdastjóri Hafnardaga Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 11. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! D-listi Sjálfstæð- isflokks hlaut meirihluta fylgis í Rangárþingi ytra Á kjörskrá voru 1.152 manns og skiluðu 920 atkvæði sér í kjörkass- ana. Kjörsókn var 79,9% og er aðeins dræmari en árið 2010. D-listi Sjálf- stæðisflokks hlaut meirihluta í kosn- ingum í Rangarþingi ytra. D-listinn hlaut tæp 53,9% greiddra atkvæða og fjögur sæti í bæjarstjórn. Á-listi Áhugafólks um sveitarstjórnarmál hlaut 46,1% greiddra atkvæða og þrjú sæti í bæjarstjórn. Tveir listar voru í framboði: Á-listi Áhugasamra íbúa um sveitarstjórnar- mál og D-listi Sjálf-stæðisflokksins. Lokatölur í Rangárþingi ytra 2014-2018 eru þessar: Á listi - 403 atkvæði 3 fulltrúar D listi - 472 atkvæði 4 fulltrúar Auðir seðlar - 31 Ógildir - 14 Sveitarstjórnin er þannig skipuð: Ágúst Sigurðsson D-lista Þorgils Torfi Jónsson D-lista Sólrún Helga Guðmundsdóttir D-lista Haraldur Eiríksson D-lista Yngvi Karl Jónsson Á-lista Margrét Harpa Guðsteinsdóttir Á-lista Sigdís H. Oddsdóttir Á-lista Sjálfstæðisflokk- urinn með 73% fylgi í Vest- mannaeyjum Sjálfstæðisflokkurinn sigraði í kosn- ingunum í Vestmannaeyjum, hlaut 1.632 atkvæði eða rúm 73 prósent og fimm menn kjörna í bæjarstjórn. Eyja- listinn fékk 599 atkvæði eða tæp 27 prósent og tvo menn kjörna. Kjörsókn í Vestmannaeyjum var 74,7 prósent. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn voru kjörin Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir. Fyrir E-listann Jórunn Einarsdóttir og Stefán Óskar Jónsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vest- mannaeyja og oddviti Sjálfstæðis- flokksins sagðist í kvöld þakklátur fyrir þetta mikla fylgi, segir á vef RÚV. Þetta væri mun meira en menn hefðu þorað að vona og mesta fylgi sem Sjálf- stæðisflokkurinn í Eyjum hefði fengið. Eyjafréttir greina frá stemningunni í Eyjum undir fyrirsögninni „Fokking ótrúlegt“ „Fokking ótrúlegt og þú mátt hafa það eftir mér. Bið að heilsa í höfuðvígi Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum,“ skrifaði Bjarni Benediktsson, fjár- málaráðherra og formaður Sjálfstæð- isflokksins í smáskilaboðum til Elliða Vignissonar, oddvita Sjálfstæðismanna í Eyjum eftir að í ljós kom stórsigur Sjálfstæðismanna í sveitastjórnarkosn- ingunum. „Fylgið hjarta ykkar“ Sum þurfa að fara langt í burtu til að finna sjálfan sig. „Verið trú og samkvæm sjálf-um ykkur,“ sagði Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari, er hún ávarpaði brauskráða nem- endur við útskriftarathöfn í Fjöl- brautaskóla Suðurlands daginn fyrir skírdag. Olga Lísa hvatti nemendur til að leggja af stað, þó að heimurinn virtist stór og víð- feðmur. Ferðalagið myndi breyta sýn þeirra á heiminum. Reynslan kenndi okkur að við kæmumst þangað sem við vildum fara. En hvers vegna ættuð þið nem- endur að leggja á brattann og skoða heiminn? Sum þurfa að ögra og fara langt í burtu til að finna sjálfan sig. Leggið af stað með opnum huga. Fylgið hjarta ykk- ar, sagði Olga Lísa skólameistari. 108 nemendur útskrifuðust að þessu sinni.55 stúdentar, flestir af náttúrufræðibraut. Fjölmargir luku grunnnámi iðngreina, tíu af starfsbraut og þó nokkrir sem höfðu fleiri námsbrautir í farteskinu. Luku grunnámi af fleiri brautum og aðrir viðbótarnámi til stúdentsprófs. Þórarinn Ingólfsson aðstoðar- skólameistari flutti annál skóla- ársins og minntist góðra tíma nemenda sem nú kvöddu skól- ann. Verkfallið á skólaönninni mun ekki hafa haft meiri áhrif á brotthvarf nemenda en gengur og gerist. Árangur er heldur betri á önninni en oft áður ef mælt er í stöðnum námseiningum. Ríflega 80% námseininga sem nemendur lögðu undir á námsönninni skil- uðu sér í hús í vor. Esther Hallsdóttir er dúx FSu. Hún brautskráðist af náttúrufræði- braut með einkunnina 9,52. Auk Estherar hlutu Ólöf Björk Sig- urðardóttir og Sigrún Jónsdóttr fjölmargar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur, m. a. sérstaka viðurkenningu Hollvarðasamtaka FSu. ÞHH Við munum ekki bregðast því trausti sem bæjarbúar sýna okkur enn og aftur Við erum afar þakklát þeim mikla stuðningi sem D-listinn í Hveragerði fékk í sveitarstjórnarkosningunum en tæp 60% atkvæða og hreinn meirihluti þriðja kjörtímabilið í röð er mikill sigur. Á bakvið D-listann er afar fjöl- mennur, þéttur og sterkur hópur stuðningsmanna sem vann sem einn maður að þessu markmiði og fyrir það erum við öll afar þakklát. Við þökkum líka bæjarbúum þenn- an mikla stuðning og það traust sem okkur er sýnt enn og aftur. Við munum ekki bregðast því. Við munum halda áfram þar sem frá var horfið. Væntanlega verður framtíðarsýn og stefnumörkun lögð fram á fyrsta fundi nýrrar bæjar- stjórnar og þar verður einnig skipað í nefndir og ráð. Mikilvægasta verk- ið framundan er að halda áfram þeim góðu verkum sem hafin eru í bæjarfélaginu. Sterk sýn á fram- tíðina og reynsla undangenginna ára verður okkur gott veganesti. Aldís Hafsteinsdóttir. Á myndinni eru átta efstu sem skipa bæjarstjórnarhóp D-listans. Bæjarfull- trúarnir eru í miðju hópsins. Olga Lísa Garðarsdóttir skólameist- ari. Dúx skólans að þessu sinni, Esther Hallsdóttir Þær hlutu margs konar viðurkenningar fyrir námsárangur. Frá vinstri: Sigrún jónsdóttir, Ólöf Björk Sigurðardóttir og Esther Hallsdóttir. útskriftarhópur FSu á vorönn 2014. Úrslit sveitarstjórnarkosninga á Suðurlandi 2014

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.