Selfoss - 05.06.2014, Blaðsíða 8

Selfoss - 05.06.2014, Blaðsíða 8
8 5. júní 2014 3 m/s - raforkuframleiðsla hefst 15 m/s 28 m/s 34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvastKjöraðstæður til raforkuvinnslu Það er allt í lagi að það blási svolítið Í Búrfellsstöð við Þjórsá er gagnvirk orkusýning og skammt norður af stöðinni eru fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar. Þeim er ætlað að veita vísbendingar um framtíðarmöguleika í beislun íslenska roksins. Við vonum auðvitað að sumarið verði gott en okkur finnst líka allt í lagi þó það blási hressilega í 50 metra hæð yfir hraunsléttunni fyrir norðan Búrfell. Velkomin í heimsókn í sumar! Búrfellsstöð Gagnvirk orkusýning er opin alla daga kl. 10-17, frá 1. júní. Starfsfólk tekur á móti gestum við vindmyllurnar alla laugardaga í júlí kl. 13-17. www.landsvirkjun.is/heimsoknir „Erum bara óskaplega ánægð með að hafa fengið traustan meirihluta atkvæða.“ Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskólans leiddi D-lista til sigurs í Rangárþingi ytra. Ágúst hefur verið nefndur mögulegur sveitar- stjóri. Hann myndi þá söðla um. Hann svaraði spurningum blaðsins: Hugsar þú þér til hreyfings í stöðu sveitarstjóra? Hvernig líst þér á það - ef til kæmi? „Minn ráðningarsamningur sem rektor Landbúnaðarháskóla Íslands rennur út 1. ágúst n. k og ég hef fyrir allnokkru ákveðið að sækja ekki um verði staðan auglýst. Ég hef reyndar þá eindregnu skoðun að stjórnvöld eigi að taka af skarið og sameina Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Í því sé ég mörg tækifæri, þá eru landbún- aðarvísindin komin í sama lið og verkfræðin, lyfjafræðin, hagfræðin, viðskiptafræðin o. s. frv. Með því skapast færi á alvöru nýsköpun að mínum dómi. Við höfum ekk- ert ákveðið enn með sveitarstjóra fyrir Rangárþing ytra, erum bara óskaplega ánægð með að hafa feng- ið traustan meirihluta atkvæða. Ég er mjög spenntur að takast á við verkefnin hér í Rangárþingi - hér er gott fólk og mýmörg tækifæri,“ segir Ágúst Sigurðsson. Hverju þakkarðu þennan sigur? Það eru auðvitað okkar áherslur sem skapa sigurinn en svo sannarlega líka hinn mjög samhentur hópur sem hefur staðið að þessu. Við fundum fljótt fyrir góðum stuðningi við fram- boðið og það hefur verið fullt út úr dyrum hjá okkur í kosningasetrinu síðustu daga og bros á hverju and- liti. Þetta hefur satt best að segja verið alveg óskaplega skemmtilegt. Hvert verður fyrsta verkefni ykkar í sveitarstjórn? Verkefnin eru mörg en grunnurinn er auðvitað að fara vel yfir fjár- málin og ganga úr skugga um að öll plön sem þar hafa verið lögð séu á áætlun. Önnur mikilvæg verkefni snúa m. a. að þjónustu sveitarfélagsins, eflingu skólanna, umhverfismálum og markaðs- og kynningarmálum. Svæðið okkar hér er á blússandi siglingu hvað varðar uppbyggingu aðstöðu og afþreyingu fyrir ferðafólk enda kemur nánast hver einasti ferða- maður hér við. Sveitarfélagið þarf að standa sig í því sem að því snýr til að slík atvinnuuppbygging sem önnur gangi greiðlega. Ágúst Sigurðsson. Af kosningavöku í Hellubíói, úrslit tilkynnt á miðnætti, frá vinstri Þorgils Torfi jónsson, Sólrún Guðmundsdóttir, Haraldur Eiríksson, Ágúst Sigurðsson Hagnaður í Ásahreppi 131 þúsund krónur á hvern íbúa Hagnaður af resktri sveitar-félagsins 2013 nam 25 milljónum króna.191 íbúar eru í sveitarfélaginu og er hagnaður á mann því 131 þúsund krónur. Ásahreppur er eitt fárra sveitarfélaga í landinu sem er á grænni grein enda tekjur sveitar-félagsins miklar. Útskrifaðir frá Laugarvatni fyrir 60 árum! Á útskrift skólans þann 24. maí 2014 komu níu höfðingjar í Menntaskólann að Laugarvatni til að fagna 60 ára útskriftarafmæli sínu. Mynd var tekin af þeim á sama stað fyrir utan skólahúsið og gert hafði verið útskriftarvor þeirra árið 1954 og röðuðu sér upp með sama hætti og þá. Eins var gert á 50 ára júbilantaafmæli þeirra vorið 2004. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra kom sér- staklega á Laugarvatn til að vera með á mynd af hópnum. Á myndinni er einnig Halldór Páll Halldórsson skólameistari. Fyrstu nýstúdentar skólans vorið 1954 voru 10 en einn þeirra, Árni Ólafsson barnalæknir er starfaði í Sviss, féll frá í apríl síð- astliðnum. Myndina tók Ívar Sæland ljósmyndari. júbilantar á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árni Bergmann, Þórður Kr. jóhannsson, Tryggvi Sigurbjarnarson, jóhannes Sigmundsson, Hörður Berg- mann, Unnar Stefánsson, Óskar H. Ólafsson, Sveinn j. Sveinsson, Víglundur Þór Þorsteinsson og Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Halldór Páll Halldórsson skólameistari.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.