Selfoss - 05.06.2014, Blaðsíða 12

Selfoss - 05.06.2014, Blaðsíða 12
Vakin er athygli á því að full starf- semi er yfir sumartímann. Læknisfræðileg endurhæfing á Heilsustofnun er góður kostur og miðar að því að ná mestri mögulegri færni og lífsgæðum og viðhalda þeim. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.hnlfi.is og í síma 483 0300. Endurhæfing allt árið Heilsustofnun NLFÍ - Berum ábyrgð á eigin heilsu Grænumörk 10 - Hveragerði - Sími 483 0300 www.hnlfi.is - heilsu@hnlfi.is Fánar og veifur í úrfali Er með mesta úrval fána á landinu, ef hann er ekki til ! búum við hann til. Vöruval góð verslun í alfaraleið Ný tilboð vikulega Heimsendingarþjónusta Opið frá 7:30-19 virka daga og 10-19 um helgar 5. júní 2014 Það er margt skemmtilegt á vor-in. Eitt af þessum skemmti-legu vorverkum eru útskriftir úr skólum. Fátt er skemmtilegra en að fjölskyldur og vinir komi saman að fagna með nemendum sem eru búnir að ná langþráðu markmiði í námi. Markmiðum sem veita þeim tækifæri í lífinu og þau búa að alla ævi. Elsti ömmustrákurinn minn, hann Ingþór Jóhann var að útskrif- ast sem blikksmiður um daginn - tíu árum seinna en hann varð stúdent. Hann hefur prófað ýmislegt en nú fundið sinn farveg og staðið sig glæsilega í námi með fullri vinnu og að hlúa að sinni fjölskyldu. Af því tilefni grillaði hann uppá- haldið sitt, hrossalund. Kristín hans sá um meðlætið og bakaði yndislegar kökur í eftirrétt – en hún er frábær í kökugerð sem öðru. Hrossalund er bundin saman með sláturgarni þannig að hún verði jöfn. Pensluð með olíu og krydduð með salti og pipar. Best er að loka henni á alla kanta á funheitu grilli. Slökkva svo á öðrum brennaran- um og láta hana vera þeim megin á grillinu. Á kolagrilli er gott að ýta kolunum til hliðar frá lundinni. Grillað þar til kjarnhiti er 63 – 67°C. Með lundinni voru krumpukart- öflur. Bökunarkartöflur eru skornar í tvennt – baðaðar í olíu með salti og pipar. Settar í 250°C heitan ofn með blæstri í klukkutíma. Sveppasósa. Sveppir voru sneidd- ir niður og mýktir í smjöri. Smá vatni með 1-2 nautakraftstening- um bætt í og látið sjóða smástund, síðan rjóma og að endingu msk. af rifsberjahlaupi. Smakkað til með salti og pipar. Blandað salat var borið með og fetaostur. Svo voru það tvær kökur með kaffinu á eftir. Eplakaka. 90 gr. smjör og 1 ½ dl. sykur eru þeytt saman. Tveimur eggjum bætt út einu í senn. Þeytt saman. 1 ½ dl. af hveiti og 1 tsk. af lyftidufti hrært saman við. Blöndunni hellt í smurt form. 2 epli eru afhýdd og sneidd niður. Þeim er síðan velt upp úr blöndu sem samanstendur af 2 msk. kar- töflumjöli og 6 msk. sykri. Þetta er sett ofan á deigið. Síðan er þeytt saman 100 gr. af marsípani og 2 eggjahvítum. Þessu er dreift yfir epl- in. Bakað í miðjum 175°C heitum ofni í 25-30 mín. Við höfum ekki prófað það en ég held að það væri mjög gott að nota rababara í staðin fyrir epli. Frönsk súkkulaðikaka með karamellu. 150 gr. suðusúkkulaði 150 gr. smjör 3 egg 2 dl. sykur 1 dl. hveiti Sykur og egg þeytt saman. Smjör og súkkulaði brætt saman – kælt og bætt út í. Hveitinu hrært var- lega saman við. Sett í smurt form og bakað í 35 mín. í 180°C heitum ofni (ekki blástur). Poki af Góu súkkulaðikúlum brætt saman með 1 dl. af rjóma og hellt yfir kalda kökuna. Þetta var frábær veisla. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kveðja, KS 12 Útskriftarveisla Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is Nýr skóla- stjóri að Flóaskóla Anna Greta Ólafsdóttir er nýráðinn skólastjóri Flóa-skóla. Hún hefur verið skólastjóri á Reykhólum sl. tvö ár. Guð- mundur Freyr Sveinsson hef- ur gegnt emb- ættinu undan- farin ár en lætur af störfum að eigin ósk. Auglýstar eru kennarastöður við Flóaskóla. Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2014. Nánari upplýsingar um störfin gefur Guð- mundur Freyr Sveinsson skólastjóri, sími 486-3460 / 859-3460. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið gudmundur@floaskoli.is. Nýr þjónustusamningur um Sérdeild Suðurlands Nýr þjónustusamningur um Sérdeild Suðurlands, Setrið í Sunnulækjarskóla, var undirritaður í Ráðhúsi Árborgar þriðjudaginn 20. maí 2014. Að- ilar samningsins eru Sveitarfélagið Árborg annars vegar og hins vegar félags- og skólaþjónusta Rangár- valla og Vestur-Skaftafellssýslu og skóla- og velferðarþjónusta Árnes- þings. Samkvæmt samningnum, nýjum starfsreglum fyrir deildina og með vísan til grunnskólalaga og reglugerðar um nemendur með sérþarfir í grunnskóla veitir Setrið nemendum með sérþarfir á Suðurlandi fjölbreytt nám í hvetj- andi námsumhverfi, sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu, í sam- vinnu við heimaskóla. Undir samn- inginn rituðu Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, fyrir hönd skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og Edda G. Antons- dóttir, deildarstjóri félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og Vest- ur-Skaftafellssýslu. Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, Krist- ín Björk Jóhannsdóttir, deildarstjóri Seturs og Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, voru viðstödd undir- ritun samningsins sem var undir- ritaður með fyrirvara um samþykki allra sveitarstjórna skólaþjónustu- svæðanna og bæjarráðs Árborgar.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.