Selfoss - 19.06.2014, Blaðsíða 4

Selfoss - 19.06.2014, Blaðsíða 4
4 19. júní 2014 Kosningarjetturinn sé aukinn . . . og að fulltrúunum sje borgað kaup fyrir hvern dag, svo að jafnt ríkir sem fátækir geti orðið fulltrúar. Um tíma leit svo út, sem óeirðir myndu hefjast á Englandi, en þó hefur ekki orðið neitt úr neinu enn sem komið er. Svo er mál með vexti, að þar er flokkur manna, og hann eigi lítill, er vill að stjórnarskránni sje breytt á þá leið, að kosningarjettur- inn sé aukinn, og að fulltrúunum sje borgað kaup fyrir hvern dag, svo að jafnt ríkir sem fátækir geti orðið fulltrúar. Ríkismennirnir mæla með öllu á móti þessum breytingum, því þeir eru hræddir um, að þar kunni fleira eftir að fara. Flokksmenn þessir rituðu bænarskrá til fulltrúa í neðri málstofunni um þetta efni, og sagt var að á hana hefðu ritað nöfn fimm hundruð þúsundir manna, og 10. apríl fór nefnd manna með hana, og þrjú hundruð þúsundir manns fylgdu henni af flokksmönnum svo sem til skilningsauka málanna. (Skírnir 22. árgangur 1848. Hér sagt frá þar sem útgáfudaginn ber upp á kvenréttindadaginn 19. júní) Ekki bara kóteletta! Margt var í boði á Kótel-ettunni í Árborg sem lauk um helgina. Tíð- indamenn Selfoss-Suðurlandi tóku þessar myndir: Þorsteinn mundar hnífinn við heilgrillað naut sem Landssam- bnd kúabænda lagði til og félagar í Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna framreiddu og gáfu gestum hátíðar- innar að smakka. Steinar grillaði lambakjöt í mannskapinn í boði Landssam- bands sauðfjárbænda. Fallturninn er alltaf vinsæll hjá æskulýðnum. Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 12. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! FISKUR Í ÚTLÖNDUM Ég ákvað að fá línur frá Evu Maríu, dóttur minni sem býr í Hollandi um matargerðina núna. Þar er komið sumar og mark- aðarnir fullir af fersku grænmeti, kryddi, blómum, kjöti og fiski. Á rigningar- og kuldadögum fæ ég sól í hjartað þegar ég hugsa þangað. Þessi pistill kom frá Evu Maríu. Á föstudögum er alltaf útimark- aður í elstu götu bæjarins og þar er hægt að kaupa góðan, ferskan fisk. Sumir segja að það sé enginn fiskur jafngóður og sá íslenski (og neita jafnvel að smakka fisk í út- löndum) en ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum með minn fisksala. Að þessu sinni varð þorskhnakki fyrir valinu, innfluttur frá Noregi, af- skaplega fallegur, hvítur og stinnur. Þar sem stefnan er tekin á Ítalíu í sumarfríinu var tilvalið að baka hann í ofni í ítölskum stíl og svona leit hráefnislistinn út: 2 vænar þorskhnakkasteikur 2 tómatar eða box af kirsu- berjatómötum Lúka af ferskri basilíku Nokkrar mini Mozzarella- ostakúlur 3-4 tsk. grænt pestó Safi úr hálfri sítrónu Salt og pipar Ólívuolía Aðferð Tómatarnir voru skornir í báta og settir í botninn á eldföstu móti. Ég ætlaði að nota kirsuberjatómata og hélt að ég ætti svoleiðis en þeir voru víst notaðir kvöldið áður. Þeir voru kryddaðir með salti og pipar og gróf- saxaðri basilíku og velt upp úr væn- um slatta af olíu. Fiskstykkin voru smurð með grænu pestó, sett ofan á tómatana og hálf sítróna kreist yfir. Ofan á fiskinn voru settar nokkrar litlar mozzarella kúlur og allt sett í ofn á 190°C í 20 mín. Með svona mat er hægt að hafa alls konar meðlæti, t.d. pasta, gott salat eða brauð til að dýfa í safann af fiskinum og tómötunum. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kv, KS Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is Til hamingju – enn á hlaupum! Þessar hressu konur tóku þátt í kvennahlaupinu á Selfossi um síðustu helgi. Ragnheiður Sóphóníasdóttir verður 84 ára hinn 26. ágúst og Sigríður Þorgeirsdóttir varð 84 ára 16. júní s. l. Þær hafa tekið þátt í hlaupinu frá upphafi með örfáum undantekningum. Safnabókin 2014 er komin út Í Safnabókinni má finna upplýs-ingar um meira en 160 söfn, setur, sýningar, þjóðgarða og kirkjur um allt land. Á undanförn- um árum hefur verið mikil gróska í safnamenningu og fjölmörgum verkefnum hefur verið hrundið af stað í öllum landsfjórðungum, sem tengjast menningu og sögu landsins. Handhægt uppflettirit. Róið óhrædd á ókunn mið Menntaskólanum að Laugarvatni var slitið við hátíðlega athöfn 24. maí sl.35 stúdentar brautskráð- ust,19 af félagsfræðabraut og 16 af náttúrufræðabraut. Halldór Páll Halldórsson skólameistari hvatti brautskráða til dáða: „Verið vakandi yfir tækifærunum, róið óhrædd á miðin jafnvel þó það séu ókunn mið. En rasið ekki um ráð fram. Verið undirbúin, verið lesin á umhverfi og veður, verið lesin á fræði og fólk. … Verið vinir, ávallt. Ekki þegar það hentar ykkur og stundinni heldur vinir í hjarta og huga. Verið ávallt heiðarleg. Verið ávallt sönn.“ Þjóðbjörg Eiríksdóttir, frá Gýgjarhólskoti í Biskupstung- um, dúxaði við Menntaskólann að Laugarvatni með 9,89 í með- aleinkunn á stúdentsprófi. Er það hæsta einkunn sem nemanda hefur hlotnast frá upphafi. Mynd: ML Fyrsti fundur nýrrar sveitar- stjórnar í Rangárþingi eystra Ný sveitarstjórn skipti með sér verkum á fyrsta fundi eftir kosningar sem var haldinn sl. mánudag. Lilja Einars- dóttir er nýr oddviti. Benedikt Benediktsson nýr vara oddviti. Ísólfur Gylfi Pálmason formaður byggðaráðs og sveitarstjóri. Aðrir sveitarstjórnarmenn eru Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Kristín Þórðar- dóttir, Birkir Arnar Tómasson og Guðmundur Jónsson. Hugleiðsla fyrir alla 9. -13. júlí Viltu fá hjálp til að finna innri styrk og ástríðu fyrir lífinu? Heilsustofnun NFLÍ efnir til hug- leiðslunámskeiðs í Hveragerði 9. -13. júlí. „Námskeiðið mun gefa þér einstaka reynslu af samspili líkama og huga í hugleiðslu,“ segir í kynningu.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.