Selfoss - 03.07.2014, Blaðsíða 1

Selfoss - 03.07.2014, Blaðsíða 1
Vöruval góð verslun í alfaraleið Ný tilboð vikulega Heimsendingarþjónusta Opið frá 7:30-19 virka daga og 10-19 um helgar BÓNFEÐGAR Sími: 482 2327 / 848 2327 - Gagnheiði 51 - Selfossi Þvottur - Djúphreinsun Bón - Mössun - Vélaþvottur SÆKJUM OG SENDUM Ker Umbúðamiðlunar eru eingöngu ætluð til leigu undir matvæli. 3. júlí 2014 13. tölublað 3. árgangur S U Ð U R L A N D 6 Endurhæfingarstöð í samhljómi náttúru og manns 10 Um tröllahvönn, pálmahvönn og bjarnarkló 12 Souvlaki með tabbouleh UMHVERFISVOT TUÐ PRENTUN Engjakaffi í afmælisveislu á túninu við Tryggvaskála Hér eru Fannar og Tommi á Flúðum að velja grænmeti, en þangað leggja þeir leið sína 1-2 í viku. „Við leggjum mikið upp úr því að nota hráefni úr héraði.“ Á morgun, föstudag 4. júlí kl 14-17 verður gestum og gangandi boðið að halda upp á 1 árs rekstr-arafmæli Tryggvaskála. Í rabarargraut, kakó, kaffi, pönnukökur og kleinur. Tjaldað verður á túninu við Tryggvaskála enda engjakaffi af dýrustu gerð! Tómas Þóroddsson og Fannar Geir Ólafsson eru húsráðendur í Tryggvaskála. Kynntur verður nýr matseðill. „Matseðlar okkar eru árstíðabundnir. Fannar hefur verið að þróa nokkra mjög skemmtilega rétti sem bætast á matseðilinn. Við leggjum mikið upp úr því að nota hráefni úr héraði, en Suður- landsundirlendið er matarkista og varla að það þurfi að fara út fyrir kjördæmið,“ segir Tómas Þóroddsson. Tommi segir erlenda ferðamenn sólgna í sögur og sagnir tengdar Tryggvaskála. „Ég hef verið að taka saman nokkrar sögur um Tryggvaskála sem við munum opna á afmælinu. Ferðamenn sem heimsækja Ísland eru mjög fróðleiksfúsir og hafa gaman af þessum sögum. Stundum er svo mikið að gera að við náum ekki að segja fólki allar þessar sögur og þá er gott að hafa þetta á prenti. Um helgar eru hlut- fallið nokkuð svipað af Íslendingum og erlendum gestum sem borða hjá okkur. En á virkum dögum eru erlendir ferðamenn í miklum meirihluta.“ ÞHH

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.