Selfoss - 03.07.2014, Blaðsíða 4

Selfoss - 03.07.2014, Blaðsíða 4
4 3. júlí 2014 Forvitnilegur fyrirlestur á Fischersafni Föstudaginn 11. júlí n. k. held-ur Guðmundur G. Þórarinsson fyrirlestur um Lewistaflmennina í Fischersetri kl. 16.00. En Lewis tafl- mennirnir eru taldir elsta fyrirmynd nútíma taflmanna. Frítt verður á fyr- irlesturinn og á safnið þar sem eitt ár er liðið frá opnun þess. Taflmennirnir fundust á Lewiseyju við strönd Skotlands og taldir vera rúmlega 800 ára gamlir. Telja Bretar þá eina af sínum merkustu fornmun- um. Margar kenningar eru uppi um uppruna þeirra, en Guðmundur G. Þórarinsson hefur aflað þeirra gagna er renna styrkum stoðum undir þá kenningu að þeir séu upprunalega frá Íslandi. Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 13. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! Sveitarstjórn á fyrsta fundi Fyrsti fundur nýrrar sveitar-stjórnar Hrunamannahrepps var haldinn 19. júní og eftir fund fóru fulltrúarog kíktu á endur- nýjaða laugina í Hvammi í hreppn- um. Þessi mynd var tekin við það tækifæri. Sveitarstjórnarmenn eru þau Halldóra Hjörleifsdóttir, Ragnar Magnússon oddviti, Unnsteinn Eggertsson, Sigurður Sigurjónsson og Bjarney Vignisdóttir. Verða Kerlingafjöll næstu „Landmannalaugar?“ Það er jákvætt að það eru að renna fjármunir úr opinber-um sjóðum til ferðamanna- staða í Hrunamannahreppi. Verk- efnið Gullfoss austan við Hvítá fær styrk og einnig renna verulegar fjár- hæðir til uppbyggingar í Kerlingar- fjöllum. Að mínu mati er Kerlingar- fjallasvæðið mest spennandi kostur í uppbyggingu ferðamannastaða í sveitarfélaginu og verður gaman að sjá hvað gerist þegar Kjalvegur kemst í gott horf því það er mín spá að þetta verði næstu „Landmanna- laugar“ Íslands. (Úr Pésanum, frétta- bréfi Hrunamanna) Mynd: GÞ, af vefnum blog.is Tour de Hvolsvöllur Laugardaginn 28. júní sl. var mikið um að vera á Hvolsvelli því bæði fór fram götuhjól- reiðakeppnin Tour de Hvolsvöllur og einnig bæjarhátíðin Hvolsvöllur.is Götuhjólreiðakeppnin Tour de Hvolsvöllur var haldin sl. laugar- dag en þetta er í 4. sinn sem hún er haldin í núverandi mynd. Saga keppninnar er þó mun lengri en hún var haldin fyrst árið 1993 og þá hjól- uðu 6 manns milli Reykjavíkur og Hvolsvallar. Í keppninni var boðið upp á tvær leiðir, Reykjavík – Hvols- völlur og Selfoss – Hvolsvöllur. Alls komu 116 manns í mark og þar af 80 frá Reykjavík. Keppnin er orðin ein stærsta götuhjólreiðakeppni landsins og fjölgar keppendum ár frá ári. Meðan á Tour de Hvolsvöllur stóð var Dr. Bæk og samstarfsfólk hjá Hjólafærni með aðstöðu í tjaldi á miðbæjartúninu og tók þar hjól í skoðun og vottun. ÁLK Tour de France hjólreiðakeppnin hefur fengið verðugan keppinaut á Hvolsvelli! Þau sem lengst fóru höfðu lagt af stað í bítið úr Reykjavík. En það var líka hægt að ljúka fjölskylduhring. Aflaverðmæti í mars 2014 Í mars var aflaverðmæti íslenskra skipa um 13,5% lægra en í mars 2013. Mestur er samdrátturinn í loðnu eða um 3,4 milljarðar kr. en verðmæti í þorski jukust um 1,7 milljarða króna. Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða tímabili frá apríl 2013 til mars 2014 dróst saman um 11,4% miðað við sama tímabil ári áður. Verðmæti í loðnu dróst saman um 13 milljarða króna en samtals í uppsjávaraafla um 31,8% milli tímabilanna. Logar í hálfa öld! Hljómsveitin Logar fagnar 50 ára afmæli í ár. Þeir halda tónleika og létta sögustund í gömlu Höllinni í Vest- mannaeyjum á goslokahátíð um helgina. Þeir eldast vel og brugðu á leik hjá Bergsteini í Set á Selfossi þar sem myndin var tekin.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.