Selfoss - 03.07.2014, Blaðsíða 6

Selfoss - 03.07.2014, Blaðsíða 6
6 3. júlí 2014 10 bragðtegundir gelato Ítalskur ís Nýtt nýtt nýtt Nú þurfa selfyssingar ekki lengur að fara til Reykjavíkur til að fá ekta ítalskan kúluís. Við erum með 10 bragðtegundir af ekta ítölskum gelato. Verði ykkur að góðu.......... Endurhæfingarstöð í samhljómi náttúru og manns Sérstæð sýning á verðlaunaverki Önnu Birnu Björnsdóttur í Listasafni Árnesinga. „Ég er uppalin í Hveragerði og flutti þaðan í bæinn þegar ég var unglingur. Ég vissi alltaf að ég ætlaði að fara í einhvers- konar hönnun svo mér fannst það nauðsynlegt að hafa einhvern bak- grunn í viðskiptum. Það gerist svo oft að listamenn og hönnuðir kunna bara ekki að selja sig, en eru ekkert síðri en þeir sem þekktastir eru. Þess vegna ákvað ég að fara í Verzlunar- skóla Íslands og taka þar stúdentinn af viðskiptabraut,“ segir Anna Birna. Spennandi verðlaunaverk. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því hvernig umhverfið hefur áhrif á okkur.“ Lokaverkefni Önnu Birnu úr Lista- og hönnunarháskólanum í Bergen í Noregi, Vítamín Náttúra, er nú sett upp sem sérstök sýning í Listasafni Árnesinga í heimabæ hennar. Um verðlaunaverkefni er að ræða. Fjallar það um áhrif um- hverfis á heilsu og samskipti og er líkan að endurhæfingarstöð fyrir fjölskyldur. Hefur Anna Birna stað- sett stöðina við lítinn foss í Varmá sem heitir Baula, rétt fyrir ofan Hveragerði. Þar er hægt að baða sig í ánni og við lítinn hver sem hitar upp vatnið. Náttúran á svæðinu er hluti hönnunarinnar og notuð sem meðferðarúrræði. „Þegar stúdentsprófi var lokið hafði ég ekki úr miklu að moða til þess að sækja um í góðum skólum úti svo ég fór á hönnunarbrautina í Iðn- skólanum í Hafnarfirði. Ég komst inn í Kunst- og Designhögskolen i Bergen sem var skólinn sem mig langaði mest að komast í. Þar tók ég bæði bachelor og master í innan- húsarkítektúr og húsgagnahönnun. Þetta er rosalega spennandi nám og ég fann mig algerlega í þessu.“ Á námstímanum hefur Anna Birni vakið athygli fyrir verk sín. Þegar ný- sköpunarmiðstöðin Impact Hub var að koma sér fyrir í Bergen var nem- endum nokkurra hönnunarskóla í Noregi boðið að mynda vinnuhópa og senda inn tillögur að innréttingu aðstöðunnar. Tíu nemendahópar tóku þátt í þessari samkeppni og tillaga hópsins sem Anna Birna var í varð fyrir valinu. Impact Hub er með aðsetur í 36 borgum 5 heimsálfa og býður aðstöðu fyrir frumkvöðla til þess að vinna, hittast, læra, tengjast og koma framsæknum hugmyndum af stað með sjálfbærni að leiðarljósi. „Innanhúsarkitektúr snýst mikið um að hanna rými á sem bestan og praktískastan hátt fyrir notandann. Þetta nám snerist því mikið um að skilja rýmið og þá sem ætla að nýta það. Við vorum hvött til að leita út fyrir kassann. Við máttum til dæmis ekki tala um svefnherbergi og eld- hús heldur rými til að sofa í og rými til að elda eða borða í. Kennararnir voru jafn mismunandi og litirnir eru margir en þeir kenndu okkur að vera gagnrýnin í hugsun og opin fyrir ferlinu og hvernig hugmyndir geta þróast úr einu í eitthvað allt annað. Ég lærði samt ekkert síður mikið af samnemendum mínum en við vorum hvött til að hjálpa og læra sem mest hvert af öðru.“ Náttúra landsins gleymist oft í skipulagi. Anna Birna ætlar sér að vinna á Ís- landi. „Ég er mjög spennt að komast inn á vinnumarkaðinn og sé fyrir mér að geta jafnvel einhverntíma stofnað mitt eigið hönnunarfyrirtæki. Mig langar að taka þátt í að koma Íslandi á kortið í heimi hönnunar og nýta til þess fallega landið okkar. Mig langar líka að auka skilning fólks á áhrifum umhverfisins á okkur. Náttúran er til dæmis okkur alveg rosalega mik- ilvæg en hún gleymist oft í skipulagi á fjölbýlum. Það hefur einmitt sýnt sig að skortur á náttúrulegum þátt- um í umhverfinu getur haft neikvæð áhrif á okkur líkamlega og andlega. Þróunin á okkar byggða umhverfi hefur á margan hátt aðskilið okkur frá náttúrunni, svo hví ekki að snúa þróuninni við og líta aftur til nátt- úrunnar þegar við búum til hús?“ Hugmyndir Önnu Birnu um endurhæfingarstöð í Hveragerði eru spennandi. „Þessar hugsjónir voru mér stoðir fyrir mastersverkefnið mitt sem er nú verið að sýna í Listasafni Árnesinga. Þar nýti ég fallegu íslensku náttúr- una sem part af hönnuninni sem heilsufarsúrræði.“ ÞHH Við opnun sýningarinnar. Anna Birna listhönnuður kynnir Aldísi Hafsteins- dóttur bæjarstjóra hugmyndir sínar um endurhæfingarstöð.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.