Selfoss - 03.07.2014, Blaðsíða 10

Selfoss - 03.07.2014, Blaðsíða 10
10 3. júlí 2014 Um tröllahvönn, pálmahvönn og bjarnarkló Undanfarin ár hefur verið nokk-ur umræða um svokallaðar risahvannir, þ.e. plöntur af ætt- kvíslinni Heracleum, kenndar við sjálfan Herakles „sem mestur hefur verið kappi og afreksmaður með Grikkjum“ svo vitnað sé í goða- fræðinginn Jón Gíslason. Fyrst og fremst hefur sú um- ræða verið á neikvæðu nótunum og snúist um hversu andstyggilegar þessar plöntutegundir séu og að víða í nágrannalöndum okkar er að finna skýr, opinber fyrirmæli um að þeim skuli útrýmt hvar sem þær finn- ast á foldu. En risahvannirnar eru státnar og stæðilegar plöntur. Mörg- um finnst þær líka vera glæsilegar í formi og reisn. Þess vegna hafa þær ratað um víðan veg frá heim- kynnum sínum í háfjöllum Mið- og Austur-Evrópu alla leið í garðana okkar hér uppi á norðurhjaranum. Og ekkert alveg nýlega, því að um þær er getið í margra alda gömlum garðyrkjutextum á nágrannamálum íslenskunnar. En ástæðan fyrir bannlýsingunni nú er hinn nýelfda umhyggja fyrir lýðheilsunni og hollustuháttum í umhverfinu. Í risahvönnunum eru nefnillega efnasambönd sem valda ljósofnæmi og brunasárum ef safi plantnanna berst á hörund manna. Einkum hafa það verið börn og ung- lingar sem hafa lent í þessu. Og það mun ekki vera ýkja langt síðan að frétt birtist í íslenskum fjölmiðl- um af því að þrjá unglingspilta hafi þurft að leggja inn á spítala vegna þriðja stigs brunasára sem þeir fengu af því að saxa niður tröllahvannir í garði úti á Seltjarnarnesi. Veður var víst afar gott með sólskini og hlýju og þeir voru skyrtulausir að vinna með vélorfum. Svona stór og mikil planta þótti þeim verðugur óvinur sem afar þroskandi væri að fara í kombatt við með því að saxa þær niður með vélorfunum ofan- frá og niður, hverja á fætur annari, því tröllahvannastóðið var nokkuð drjúgt. En þeir gættu víst ekki að sér og fengu „blóð jurtarinnar“ yfir sig alla á bert hörundið. Því fór sem fór. Vonandi hafa piltarnir náð sér og orðnir fyrir löngu heilir sára sinna. Risahvannir er nokkuð stór ætt- kvísl af Sveipjurtaætt, líkt og hvönn- in okkar, kúmenið, gulræturnar, pastínakkan, steinseljan, selleríið og enn fleiri vinsælar krásjurtir. Og ekki má gleyma þeim tveim fjar- skyldu tegundum sem báðar hafa fengið viðskeytið –kerfill í nafnið sitt. Nefnilega hinn sæti og bragð- góði „spánarkerfill“ sem líkega hefur verið ræktaður hér síðan á landnámsöld og hinn uppivöðslu- sami ónytjungur (að margra mati) „skógarkerfillinn“. Ræði ekki um þá félagana meira í þessum pistli. Allar sveipjurtir eiga það sameig- inlegt að innihalda þessi efnasam- bönd sem valda ljósofnæminu hjá fólki. Fyrst og fremst er þau að finna í blöðunum. Jafnvel steinseljublöð og gulróta„kál“ geta verið varhuga- verð ef mikið er verið að handfjatla þau. Því er góð regla að vera hvergi með bert hörund þegar þarf að snerta þessar tegundir. Hér á landi eru einkum þrjár tegundir risahvanna eitthvað útbreiddar. Fyrst ber að nefna tröllahvönnina, Heracleum man- tegazzianum, sem upprunalega kemur frá hálendi Evrasíu frá Kákasus og austureftir. Þaðan er talið að hún hafi borist í garða V- Evrópu frá Ítalíu eftir árangursríka plöntusöfnunarferð sem ítalskur grasagarður stóð fyrir á öndverðri nítjándu öld. Og til er skemmtileg tilgáta um að til Danmerkur hafi hún borist með verkum Bertels Thorvaldsen þegar þau voru flutt þangað. Fræin eru stór og létt. Þau fylltu því vel upp sem tróð í kass- ana með viðkvæmustu verkunum. Og fyrstu plönturnar í Danmörku voru uppgötvaðar fáum árum síð- ar við danska Glypotekið, þar sem verkunum var valinn staður. En tröllahvönninn breiddist ekkert hratt út í Danmörku fyrr en fór að líða á sjöunda ártatug liðinnar aldar. Þá tók útbreiðslan aldeilis kipp eftir að kvennablaðið Femina (eða var það Alt for Damerne?) birti myndir af upphengdum þurrsveip- um tröllahvannarinnar þar sem hún var látin prýða vegg. Þetta þótti „voðalega smart“ og var apað eftir á þúsundum heimila. Áhrifin náðu til Íslands líka – og hér var ætihvönnin okkar líka með í smartheitunum ekki síður en tröllahvönnin, sem þó var stærri og þótti smartari! Nú er tröllahvönnina að finna mjög víða í görðum og utangarðs um stóran hluta landsins. Og hún hefur til- hneigingu í að vilja vera einráð. En með gætni er hægt að stjórna henni og jafnvel útrýma, þótt það taki tímann sinn. Tröllahvönnin er nefnilega af því tagi plantna sem aðeins þroskar fræ einu sinni, en deyr síðan alveg og kemur aldrei upp aftur. Með því að lofa henni að blómgast og bera fræin fram und- ir að þau eru vel þroskuð en ekki fullburða. Þá eru sveipirnir skornir af og plantan hefur ekki orku í að endurnýja sig við rótarháls eins og hún myndi annars gera ef hún væri skorin niður fyrr. Þetta á við flestar hvannir, líka ætihvönnina okkar al- íslensku. Aðra risahvönn, svokallaða pálmahvönn eða Tromsöpálma, Heracleum tromsoense, er einkum að finna á Vestfjörðum. Þar er hún hvergi í miklum mæli, heldur planta hér og planta þar. En gæti svosem alveg færst í aukana og magnast upp ef ekki er að gætt. Pálmahvönnin gæti hafa borist hingað með norsk- um hvalveiðimönnum meðan þeir höfðu mest umsvif hér. Líkt og tröllahvönnin er hún stórvaxin, en hún er öll ljósari að yfirbragði, slímhærð og af henni leggur sterka og sérkennilega sætvemmilega lykt. Hún er líka einbær og fellur í valinn eftir að hún hefur fullþrosk- að fræ einu sinni. Um upprunaleg heimkynni hennar er lítið vitað, en talið er að hún hafi borist til Norður-Noregs með rússneskum (af kákasusþjóðerni) flökkukaup- mönnum á átjándu öld. Grasa- fræðinga greinir á um greininguna og upprunann. Síðasta tegundin í þessari umfjöll- un er tegundin sem á fræðimálinu kallast Heracleum spondylium ssp. sibiricum, sem ýmist er kölluð risahvönn eða hestahvönn – en er líklega hin upprunalega norræna „bjarnarkló“. Íslenskar heimildir um tegundina eru nokkuð óljós- ar og oft teknar upp úr erlendum flórubókum. Tegundin er nefnilega nokkuð mismunandi eftir því hvað- an fræ hefur borist. Tegundin sem ég tilgreini hér er sú undirtegund sem algengust er og á heimkynni frá hálendi Skandínavíuskagans og austur um Síberíu. Einhvers staðar las ég að hún hafi ekki fundist hér á landi. En á að minnsta kosti ein- um stað á Selfossi vex mikið stóð af henni. Enn sem komið er virðist það þó ekki í mikilli útbreiðslu – en spildan stækkar ár frá ári við lítinn fögnuð næstu nágranna. Aðgát skal höfð! Grænt er vænt Hafsteinn Hafliðason. Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: 567­3440, Fax: 587­9192 BÍLSKÚRA- OG IÐNAÐARHURÐIR

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.