Selfoss - 17.07.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 17.07.2014, Blaðsíða 2
ÓTRAUÐUR ÁFRAM MEÐ OLÍU FRÁ COMMA 5 LÍ TR A R 20 L ÍT RA R 20 5 LÍ TR A R TransFlow SD 15W-40 TransFlow SD 15W-40 TransFlow ML 10W-30 TransFlow ML 10W-30 3.490 kr. 11.900 kr. 3.490 kr. 12.900 kr. TransFlow SD 15W-40 109.900 kr. með vsk. 25% afsláttur* Gæði, reynsla og gott verð! REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9 KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is Sími: 535 9000 *TILBOÐ GILDIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST EX PO - w w w .e xp o. is 2 17. júlí 2014 Málþing um framtíð Sumartón- leikanna Sunnudaginn 10. júlí stóð Hollvinafélag Sumartónleik-anna í Skálholti fyrir málþingi um stöðu og framtíð Sumartón- leikanna. Mikil umræða var um þróun tónleikahaldsins í 40 ár. Og um framtíðarhorfur sem ekki eru of bjartar. Vð munum fjalla bet- ur um efnið. Myndin er tekin af hluta þeirra sem höfðu framsögu en á fjórða tug sótti málþingið. „Sumarið hefur komið einstaklega vel út,“ segir G. Helga Ingadóttir í Eldstó á Hvolsvelli. Þau keyptu gömlu símstöðina á Hvolsvelli og opnuðu Eldstó. „Eldstó er ekki bara kaffi- hús og veitingastaður, heldur einnig gistiheimili, sem og gallery. Sumarið hefur komið einstaklega vel út og við erum að stimpla okkur vel inn sem veitingastaður á hringnum. Eld- stó hefur fengið góðar umsagnir á TripAdvisor sem slíkur og sérstaklega á þessu ári, þar sem að við höfum reynt að taka allri gagnrýni með já- kvæðu hugarfari og bæta það sem miður fer.“ Aðspurð segir Helga að rigningin dragi ekki úr viðskiptum - nema síður sé. Það sé alltaf gott að setjast inn í kósy umhverfi í svona tíð. „Í Eldstó er einstök hönnun á nytjalist með alíslenskum eldfjalla- glerungum (þróunarverkefni síð- an 2005), hver hlutur hefur sinn karakter. Litirnir minna á íslenska náttúru, himin og haf, með mikla dýpt og hreinleika. Eldfjallagler- ungar eru unnir úr vikri frá Heklu, ösku úr Eyjafjallajökli og frá Vest- mannaeyjum, ásamt leir úr Búðar- dal. Maðurinn minn, Þór Sveinsson leirkerasmiður og hönnuður í nytja- list hefur hannað og unnið nytjahluti frá 1971,“ segir G. Helga Ingadóttir. ÞHH Hvorki meira né minna. Rithöfundar fá greiddar 17,85 kr. fyrir hverja bók sem fer í útlán úr bókasafni. Þeir fá greitt fyrir útlán bóka sinna úr Bókasafnssjóði. Ríkisvaldið tók ákvörðun um að lækka upphæðina um 50%. Eftir niðurskurð í vor fá þeir 17,85 krónur fyrir hvert útlán og hefur sú upphæð lækkað úr 37 krónum. Formaður Rithöfundasambandsins orðaði athöfnina þannig á RÚV: „Þetta er svolítið eins og þið mynduð mæta í vinnuna ein mánaðamótin og það væri búið að ákveða að borga ykkur bara helminginn af laununum af því að það væri svo sem ekki til neitt mikið meira. Það varð þarna hrun og svona." Þetta er vonandi stakt dæmi um forsendubrest sem látinn er koma niður á einni stétt. Bókelskandi þjóðin með einstök fornrit og þjóðernisvitund á hæsta stigi. Því miður er framkoma stjórnvalda stundum með ólíkindum þessa dagana. Mál Fiskistofu er því miður ekki einstakt dæmi. Forsætis- ráðherra segir það í prýðilegu ferli að færa stofnunina til á landakortinu. Það geri ekki svo mikið til þar sem starfsmannavelta sé mikil. Helmingur fólks muni fara með. Það saki ekki þó að þarna eigi fólk í hlut. Starfs- mannaveltan sé slík að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af því. Daginn eftir (í dag, þriðjudag) neyðist starfsfólk Fiskistofu til að leiðrétta ráðherrann. Starfsmannaveltan sé í meðallagi. Virðingin er stundum lítil fyrir mann- fólkinu. Það er vonandi að ráðherrann fari með rétta stofnun. Fiskistofa heitir hún og á engan alnafna. Annað dæmi um misskiptingu valds og fjármuna rakst ég á í dagblaði um helgina. Kjallaraíbúð var auglýst til leigu á 90 þús. krónur og í annarri auglýsingu var kallað eftir 500 fermetra íbúð á dýrasta stað í höfuðborginni handa góðum viðskiptavini. Staðgreiðsla er í boði. Húsnæðismálin eru mörgum erfið. Það ríkir ekki jafnræði á þeim markaði. Við siglum framhjá vandanum trúi ég. Við sem héldum að ríkisvaldið myndi drífa sig í að efla búsetukerfi og félagslegar lausnir sjáum að öflugir aðilar kaupa eignir og hækka leiguverð. Leigjendur sitja aftar á bekknum. Landslagið hefur gjörbreyst. Ungt fólk hefur ekki áhuga á að bindast húsnæði til æviloka með því að verja bestu árum ævinnar í að reyna að eignast þak yfir höfuðið. Það vill lifa með sínu fólki, er umhugað um fjölskylduna. Það eru miklar breytingar. Hugarfarið annað og aðrar áherslur. Steinsteypukynslóðin er á leið í úreldingu. ÞHH Sautjánkrónurátta- tíuogfimmaurar! LEIÐARI „Það eru spennandi tæki- færi í öflugu sveitarfélagi,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, nýráðinn sveitarstjóri í Ásahreppi. „Þetta leggst vel í mig og kom óvænt og skemmtilega upp. Ég sá stöðuna auglýsta í júní og það kveikti strax í mér. Ekki síst að fara á nýjar slóðir á vit nýrra verkefna, þó skammt sé yfir í Ásahreppinn. Ég er mjög þakklátur fyrir að fá tækifæri til að sinna þessu spennandi verkefni og þakka þeim sveitarstjórnarmönnum traustið.“ Björgvin segir eina af ástæðum þess að hann sótti um stöðuna að 10 ára þingmennska og seta í ríkisstjórn komi að góðu gagni við stjórnun sveitarfélags. „Maður þekkir ágæt- lega til í stjórnsýslunni og getur nýtt sér þekkingu og tengsl sem því fylgja. Ásahreppur er vel rekið sveitarfélag og stendur traustari fótum en þau flest. Heimamenn eru metnaðar- fullir þegar kemur að því að sækja fram og byggja upp. Öll þjónusta er þar afburðagóð og sveitarfélagið hefur burði til að gera vel við íbúa sína enda álitlegur kostur fyrir upp- byggingu af ýmsu tagi. Til dæmis er stór hluti af raforku landsins fram- leiddur á þessu svæði en úrvinnsla á henni lítil. Ég hef oft bent á að þessu eigi að breyta. Við eigum að finna heppilega atvinnukosti og nýta hluta af orkunni okkar heima í héraði, og þar með talið í Ásahreppi.“ Björgvin mun taka til starfa innan skamms. „Ég hlakka til að einhenda mér í verkefnið með þessu öfluga fólki.“ ÞHH Jazz undir Fjöllum - í Skógum. Jazz undir Fjöllum er árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyja-fjöllum. Hún verður haldin laugardaginn 19. júlí. Að vanda hefur mikill metnaður verið lagður í dagskrána, en alls koma fram átta af fremstu jazz tónlistarmönnum þjóðarinnar í ár. Í Skógakaffi verður boðið upp á lifandi og fjölbreytta dagskrá laugardaginn 19. júlí kl. 14-17. Að- altónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugar- dagskvöldið 19. júlí frá kl. 21:00. Aðgangur er ókeypis í Skógakaffi, en aðgangseyrir er kr. 2.000 í Fossbúð.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.