Selfoss - 17.07.2014, Blaðsíða 6

Selfoss - 17.07.2014, Blaðsíða 6
Eignaumsjón er óháður fagaðili þegar kemur að rekstri húsfélaga og rekstrarfélaga – og því frábær lausn fyrir eigendur atvinnuhúsnæðis. Í okkar umsjá ertu í góðum höndum - við sjáum um fjármálin, fundina, undirbúning framkvæmda og viðhalds og annarra þátta sem þarf að leysa. Er húsfélagið í lausu lofti ? » Vantar óháðan aðila til að annast málefni húsfélagsins eða rekstrarfélagsins ? Eignaumsjón hf . – Suður landsbraut 30 – Sími 585 4800 – afgreids la@eignaumsjon. is – www.eignaumsjon. is 6 17. júlí 2014 Snertipunktar í Listasafni Árnesinga 7 listamenn sameinast í sýn-ingunni Snertipunktum sem opnuð var í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á íslenska safnadeginum sl. sunnudag 13. júlí. Anna Eyjólfsdóttir, Birgir Snæ- björn Birgisson, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Helgi Þorgils Frið- jónsson, Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir og Þur- íður Sigurðardóttir eru höfundar listaverkanna. Á sýningunni má sjá fjölbreytt verk eftir sjö íslenska myndlistar- menn sem fæddir eru á árunum 1948-1966. Þeir hafa sýnt verk sín sem sem tveir aðskildir lista- mannahópar bæði hér á landi og erlendis auk þess að standa fyrir rekstri sýningarýma. Annar hópurinn samanstendur af Önnu, Ragnhildi, Þórdísi Öldu og Þur- íði, sem voru stofnendur StartArt gallerísins við Laugaveginn og ráku það ásamt fleirum á árun- um 2007-2009. Hinn hópurinn samastendur af Birgi Snæbirni, Helga Hjaltalín og Helga Þorgils. Um tíma rak Helgi Hjaltalín gall- eríið 20m2. Helgi Þorgils hefur rekið Gallerí Ganginn heima hjá sér í þrjá áratugi og Birgir Snæ- björn Gallerí Skilti við sitt heimili frá árinu 2007. Viðfangsefni og efnisnotkun þessarra listamanna er ólík og endurspeglar gróskuna í íslenskri samtímamyndlist. Allir listamennirnir eiga það sameigin- legt að hafa verið virkir í íslensku listalífi og jafnframt skapað sér vettvang erlendis. Sýningarstjóri er Margrét El- ísabet Ólafsdóttir, list- og fagur- fræðingur. Hún hefur valið saman verk á sýninguna og ritar einnig grein í sýningaskrá þar sem hún fjallar um félagslegt samhengi myndlistar í sögulegu ljósi og veltir fyrir sér starfsumhverfi íslenskra myndlistarmanna. Myndirnar tala sínu máli um sýninguna sem er nýstárleg. Fjöldi manns var við opnunina. Dæmalaust fínt hjólreiðakort Sem áhugamaður um hjólreið-ar gladdi það mig að rekast á dæmalaust fínt hjólakort hér á Arnbergi á Selfossi. Íslandskort fyrir hjólreiðamenn! Og konur! Þar eru upplýsingar um alla vegi (og veg- leysur víða). Um hvern vegarspotta er þess getið hve mikil umferðin er. Þannig er hægt að meta hvar skyn- samlegt er að hjóla. Ætli maður að njóta þess að hjóla nokkurn veginn í friði (er það hægt?) eða þar sem þarf að varast bíl við bíl. Á fjallvegum eru kannski ekki nema 30 bílar sjáan- legir á dag en milli Hveragerðis og Selfoss má búast við rununni allan daginn. En hvar eru hjólastígarnir? Og kortið er með ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar. Til dæmis um þjónustu um allt land. Varasamar ár, hvar má búast við roki og svipti- vindum, hvar má rekast á gistiskála og hvað er hugsanlega langt í næstu gistingu, kort sem segir til um ferðir strætó. Heilræði – ekki síst til þeirra sem koma að utan og eru erlendir (verður víst að taka það fram á þess- um síðustu og verstu . . . ), til dæmis um að það sé gáfulegt að hafa nesti með sér – einkum á hálendisferðum. Ýmsir vefir eru á kortinu. Það er Hjólafærni á Íslandi sem gefur kortið út. Sesselja Traustadóttir, sem þar ræður ríkjum segir ekkert lát á eftirspurn. Kortið sé afar vinsælt. Á vef Hjólafærni, hjolafaerni.is má líka finna ýmislegt gagnlegt. Hjólafærni hvetur fólk til að hjóla meira. Fjarlægðir séu í raun og veru stuttar í borgum og bæjum landsins. Það tekur ekki langan tíma að fara allra sinna ferða á hjóli. Hvernig er staðan til dæmis í sveitarfélögum. Lítum á Selfoss: Hér er sýnt hvað má hjóla á 6 eða ganga á 15 mínútum miðað við miðju bæjar. ÞHH Bryggjuhátíðin „Brú til brott- fluttra“ 18. – 20. júlí á Stokkseyri Kvöldvakan á föstudeginum markar upphaf hátíðar-innar og munu þorpsbúar ganga fylktu liði að bryggjunni til að skemmta sér og öðrum. Pollapönk opnar dagskrána á laugardagsmorgun ásamt Sirkus Ísland og svo rekur hver viðburður- inn annan. Tívolí verður á staðnum, andlitsmálun, og markaður. Söfn, gallerí og vinnustofur listamanna verða opin. Á sunnudag verður guðþjónusta á bryggjunni þar sem mælst er til þess að messugestir mæti uppá- búnir í peysufötum, upphlutum eða öðrum þjóðlegum fatnaði, s.s. gúmmískóm og lopapeysu. Í kjölfar- ið verður tekist á um bestu pönnu- kökur Stokkseyrar í æsispennandi pönnukökukeppni. Að sjálfsögðu verða dansleikir föstudags- og laugardagskvöld á Draugabarnum. Auk þess verður unglingadansleikur á föstudags- kvöld og gömludansaball á laugar- dagskvöldinu. Dagskránna má finna á vef SASS: http://www.sass.is/wp- content/ uploads/2014/07/Bryggju- h%C3%A1d%C3%AD%C3%B0- dagskr%C3%A1.pdf Af vefnum menningarstadur.123 Leikur á á morgun, föstudag Kapplið Selfoss í karlaflokki leikur gegn Akranesi á morgun. Þetta er heimaleik- ur og hefst klukkan 18.15. Nú þurfa að slá í. Akranes hefur aldrei verið auðveld bráð en á góðum degi er sigurinn næsta vís. Kortin eru frá Samsýn af vefnum ja.is. SELFOSS- SUÐURLAND kemur næst út 14. ágúst

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.