Selfoss - 14.08.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 14.08.2014, Blaðsíða 2
2 14. ágúst 2014 Haustið nálgast og þá byrjar skólinn. Skólar landsins eru fjömennustu vinnustaðir landsins. Yfir hundrað þúsund nemendur og þúsundir starfsmanna mynda eina heild. Frá leikskóla fyrir þau allra yngstu til eldra fólks – og alls þess fjölda sem þar er á milli. Heimili hvers og eins nemanda og skóli takast í hendur ef vel á að takast til. Ábyrgðin hvílir hjá öllum. Áhuginn og árangur vex og dafnar ef það ríkir trúnaður og skilningur milli aðila. En hvað er góður skóli? Og hvernig getum við bætt skól- ann? Sum eru í skólanum af því að hann er skylduskóli. Öllum ber að vera í skóla og læra. Stundum heyrist það að skólinn ráði of mikið för undir þessum merkjum. Hvað ber að læra í skyldunámi sé á forsendum „kerfisins“ fremur en þess sem lærir. Skilgreining á því sem ber að gera sé mótað af „þörfum samfélagsins“ eins og þau voru í einhverri þátíð. Allt sem var þarf ekki að vera ávísun inn í óræða framtíð. Þarfirnar taki mið af þátíðarþörfum fremur en óvissri framtíð. Netið hefur breytt miklu. Í dag eru 10 ára börn að fást við efni og nálgast efni sem er mörgum fullorðnum framandi. Það er ekki síst nálgun viðfangsefnins sem er allt önnur hjá þeim börnum og unglingum sem hafa tileinkað sér að afla upplýsinga á netinu. Þar eru engin takmörk. Pappírslausa kynslóðin les ekki blöð. Netið er þeirra heimur. Og þar er brunnurinn. Ekki allt viskubrunnur. Skyldunámið er ekki gamalt fyrirbæri. Enn í dag hvílir það á þeirri hugmynd að til sé einhver grunnur sem allir beri inn í lífið. Hlutverk skólans sé að „vekja og efla þá krafta hjá barninu, sem er nauðsynleg undirstaða fyrir hvern mann, hverja stefnu sem hann tekur í lífinu.“ Ofan þessa stefnu alþýðuskólans (tilvitnunin er frá seinni hluta 19. aldar) hefur mikil umræða skapast um hvernig sameina megi þessa „alþýðumenntun“ svo að undirstaðan verði einnig undirstaða hvers kyns framhaldsmenntunar. Í dag er til dæmis umræðan um brottfall í framhalds- skólum af þessum meiði. Undirstaðan sé ekki nóg. Það var tekið stórt skref með stofnun framhaldsskóla með fjölbrautasniði í öllum landshlutum. Fjölbrautakerfinu var ætlað að sameina kosti alþýðuskólans og hinna sér- tæku (iðnskóla t.d.). Að skapa góðan skóla er eiíf leit. Mismunandi stefnur takast á. Undirleikurinn er oftar en ekki sú staðreynd að „fólkið kýs með fótunum.“ Flutningur í þéttbýlið, fólksfækkun á landsbyggð hefur skapað aðstæður sem erfitt hefur reynst að brúa til einhvers langframa. Skólinn á Íslandi er um margt sérstakur. Allir eiga að hafa að- gang að námi. Aðstæður geta þó verið afar mismunandi. Fólksfækkun til sveita og á vissum landsvæðum hefur í verstu dæmum skapað ákveðna gjá. Fjölmörg dæmi eru um skóla þar sem nemendafjöldinn er svo takmarkaður að börnin eiga erfitt með að eignast trausta vini sem eru á svipuðu róli. Í aldri, með svipuð áhugamál o.s.frv. Á Suðurlandi höfum við dæmi um skóla þar sem nem- endum hefur fækkað um 60% eða meira. Og sameining skóla verður til vegna sama vanda. Góður skóli hlýtur að vera samsettur úr göfugum fyr- irheitum sem reynt er að uppfylla. Gerum tilraun til að nefna þætti sem hljóta að skipta máli. Hér er aðeins upptalning án tengingar: Skólinn á að rækta umburðarlyndi, vera hvetjandi, hafa skýr markmið um námsárangur sem hvíli á forsendum nemenda, á að efla sjálfstraust og gleði, leiti trausts milli skóla og heimilis, sé leitandi, skapandi, styrkjandi, mildur. Nemendur búi við öryggi og væntumþykju, starfsfólk njóti trausts og virðingar, nemendur og starfsfólk séu stolt af skólanum, umhverfið vinni með skólanum, skólabrag- ur og bekkjarandi einhennist af hlýju. Góður skóli gefur góð fyrirheit. Góður skóli skilur eftir sig góðar minningar. Þorlákur Helgi Helgason Góður skóli LEIÐARI Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355 www.4h.is Eigum til reimar í miklu úrvali í flestar gerðir snjósleða og fjórhjóla. Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Hfj • Sími 588 3355 www.4h.is Mikið úrval auka og varahluta í flestar gerðir hjóla. Bifreiðastyrkur margfaldast Ráðning sveitar- stjóra í Rangár- þingi ytra gaf tilefni til athugasemda. Meðal annars um bireiðastyrk sem mun næstum sexfaldast! Minni- hluti bókaði: „Þar sem sveitafélagið á og rekur bifreið sem sveitarstjóri hefur afnot af telj- um við óeðlilegt að greiða sveit- arstjóra fyrir 2.000 km. (um kr. 230.000,-) á mánuði. Samkvæmt upplýsingum úr bókhaldi Rangár- þings ytra hefur árlegur meðalrekstr- arkostnaður á bifreið þessari verið kr. 477.922,- og því ljóst að aukning á aksturskostnaði sveitarstjóra yrði umtalsverð eða um 2,3 milljónir á ári. Í fyrri ráðningarsamningum sveitarstjóra Rangárþings ytra hefur verið grein þar sem kveðið er á um að sveitarstjóri skuli á ráðningartíma hafa fasta búsetu og lögheimili í Rangárþingi ytra og þykir fulltrúum Á-lista óeðlilegt að fella þessa grein út í ráðningarsamningi sveitarstjóra nú.“ Tillagan var felld og ráðningar- samningur í heild samþykktur 4:3. Hinir ríku verða ... Þau tíu ríkustu sem greiða hæsta skatta á Íslandi greiða um 2,3 millj- arða króna. Í fyrra var þessi tala um einn milljarður kr. Samt er þetta að- eins hluti skattanna. Stefán Ólafsson rekur þetta frekar í vefpistli: „Á há- punkti bóluhagkerfisins, árið 2007, var ríkasta eina prósent heimila í landinu með um 86% heildartekna sinna sem fjármagnstekjur. Til að fara nærri hefði þurft að margfalda birtar tekjur hæstu stjórnenda og eigenda í atvinnulífi um átta til níu sinnum. Birtar tölur um tekjur hátekju- fólksins í Frjálsri verslun það árið voru sem sagt bara brot af því sem hátekjufólk (ríkasta eina prósent heimila í landinu) hafði í raun í heildartekjur. Þá var líka ótalið það af tekjum og eignum hátekjufólks sem rann í erlend skattaskjól á þeim tíma, en það var umtalsvert. 50 sinnum um Hveragerði! „Því er lagt til að bifreiðastyrkur sé greiddur í sam- ræmi við aksturs- bók í stað 1.300 km. fastrar greiðslu á mánuði sem sam- svarar að bæjastjóri keyri allar götur í Hveragerði 50 sinnum á mánuði.“ (úr fundargerð Hveragerðisbæjar um athugasemdir minnihluta um bifreiðastyrk til bæjarstjóra) Reykjadalur í þjóðleið Það er orðið þröngt um fólk í Reykja- dal fyrir ofan Hveragerði. Alla daga, allan daginn. Erlendir ferðamenn með ljósrit úr ferðabæklingum. Sumir rata í fyrstu atrennu. Þenn- an dag í sumar voru um 60 bílar á bílastæðum við mynni Reykjadals. Sigurður Jónsson umhverfisfulltrúi Ölfushrepps telur að 20-30 þúsund manns fari um Reykjadalinn á ári. Er það ekki allt of lág tala? Einstæðar á heimsvísu Vestmannaeyingurinn Erlendur Bogason hlaut styrk úr Rann- sóknarsjóði síldarútvegsins og frá Vinnslustöðinni til að gera 20 neðan- sjávarmyndbönd. Verkefnið ber heitið Lífríkið í sjónum við Ísland. Erlendur starfar sem köfunarkennari og skipuleggjandi ferða þar sem m.a. er kafað niður að hverastrýtunum í Eyjafirði og víðar við landið. Hverastrýturnar eru náttúrufyrir- bæri á um 70 metra dýpi. Erlendur kafaði fyrstur manna niður að þeim árið 1997. Stærsta strýtan er 55 metra há og toppur hennar er 15 metrum undir sjávarborðinu. Áætlað er að um 100 sekúndulítrar af 75ºC heitu vatni renni stöðugt út úr strýtunni og á henni þrífst lífríki harðgerðra örvera. Strýturnar eru friðlýst náttúruvætti, enda einstæðar á heimsvísu. Hægt er að sækja neðansjávarmyndböndin á YouTube á slóðinni: https://www.youtube.com/user/ ErlendurBogason (Af vefum Rannsóknarsjóðs síldarútvegsins og kvotinn.is) Gríms- ævintýri 2014 Tombóla, kaffisala, spákona, töframaður, leikir og söng-ur ... Grímsævintýri var haldið á Borg og víðar um sveitina sl. laugardag. Margt var um mann- inn og hin besta skemmtun. IJG Þorlákshöfn verður aldrei annað en hjáleið Bæjarstjórn Vestmanna-eyja samþykkti samhljóða ályktun þar sem hvatt er til að skoðað verði af alvöru þann möguleika að nýta Baldur og far- þegaferjuna Viking til siglinga í Landeyjahöfn samhliða siglingum Herjólfs í Þorlákshöfn. Segir bæjar- stjórnin að samfélagið í Eyjum þoli illa þá röskun sem hlýst af þegar höfnin í Landeyjahöfn lokast. Sigl- ing til Þorlákshafnar verði aldrei annað en hjáleið. það var og... ágúst sigurðs- son, nýráðinn sveitarstjóri. Aldís Hafsteins- dóttir bæjar- stjóri. Bílaröðin er löng. Ferðamenn þyrpast í Reykjadal. Erlendur Bogason.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.