Selfoss - 14.08.2014, Blaðsíða 4

Selfoss - 14.08.2014, Blaðsíða 4
4 14. ágúst 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 15. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! Því dæmist rétt vera ... Riðið á brokki alla Ölfusárbrú! Brúarvörðurinn við Ölfusar-árbrú kærir Sigurð Málm-kvist fyrir að hafa þann 13. ágúst „riðið á brokki alla brúna.“ Kærði taldi aftur á móti að hestur- inn hefði tekið smá skokk-kippi. Með dómi lögregluréttar Reykja- víkurkaupstaðar uppkveðnum 12. september 1907 var hinn kærði dæmdur til að sæta 5 kr. sekt og allan kostnað sektarinnar. „Sektin skal að hálfu renna til uppljóstrar- manns Símonar Jónssonar, en að hálfu í sýslusjóð Árnessýslu,“ segir m.a. í dómsorði. Kærði sagði hestinn hafa verið fælinn og að hann hafi ekki þekkt reglurnar fyrir umferð um brúna. „Þetta getur þó hvorugt leyst hann (kærða) undan ábyrgð fyrir verkn- aðinn,“ segir í dómi. Hestinn hefði kærði átt að teyma fót fyrir fót – og reglurnar fyrir umferðinni sem festar eru á við brúarsporðinn var honum skylt að kynna sér áður en lagt var á brúna. Sigurður var sem sé sektaður um 5 krónur og til að greiða „allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talið málflutningskaup til sækjanda og verjanda við yfirdóminn, er ákveðst 10 kr. fyrir hvorn þeirra.“ Torfærukeppnin vinsæl Margt fólk fylgdist með tor-færukeppni sem fór fram í Jósepsdal 12. júlí. Topplausnator- færan var haldin af Torfæruklúbbi Suðurlands. Í götubílaflokki kepptu m.a. Eðvarð Orri Guðmundsson og Ívar Guðmundsson frá Selfossi. Í torfæruflokki gerði Snorri Þór Árna- son sér lítið fyrir og sigraði. Leyndardómar steinsins Gréta Berg Bergsveinsdóttir sýnir ljóðrænar myndir í Perlunni 3.–31. ágúst. Gréta Berg stundaði m.a. nám við Handíða- og myndlistar- skólann, en starfar nú sem hjúkr- unarfræðingur á Heilsustofnun NLFÍ. Á sýningunni, sem er sölusýn- ing, eru 20 olíumálverk. Flest túlka það sem Gréta sér í steinum sem hún hefur fundið úti í náttúrunni. Í hverjum steini geta verið margar myndir og það er heillandi að sjá hvað Gréta sér út úr örsmáum lit- brigðum í steinunum. Einnig verða til sýnis nokkrir steinar sem tengjast myndunum. Gréta er frá Akureyri en hef- ur búið í Hveragerði í nokkur ár. Gréta hefur teiknað frá barnsaldri. Hún stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann 1966-7, við Myndlistaskólann á Akureyri 1982, við kvöldskóla FB vorið 1999, við Endurmenntunardeild H.Í vor og sumar 1999 (listmeðferð), við Mynd- listaskóla Reykjavíkur haustið 1999 (portrettmálun) og við Listabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti 2002- 2005. Myndir hennar eru ljóðrænar og út úr þeim má gjarna lesa sögur. Gréta tók þátt í samsýningum á Akureyri og starfaði með Mynd- hópnum þar á árunum 1982 -´90. Hún hefur haldið margar einkasýn- ingar; á Akureyri, Ísafirði, í Mosfells- bæ, Reykjavík og Hveragerði. Sýningin er opin kl. 10-18 og stendur út ágúst. Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins 2014 Á alþjóðlegum degi fatlaðra þann 3. desember hefur Öryrkjabandalag Íslands veitt Hvatningarverðlaun árlega frá 2007. Markmið verðlaunanna er að skapa jákvæða ímynd fyr- ir fatlað fólk og vekja athygli á þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í sam- félaginu. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; flokki einstak- linga, fyrirtækja/ stofnana og í flokknum umfjöllun/kynning. ÖBÍ óskar nú eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Ör- yrkjabandalags Íslands 2014 sem berast þurfa fyrir 15. september næstkomandi. Tilnefningar má senda rafrænt, eyðublað er að finna á heimasíðu ÖBÍ. Hótel á Orustustöðum eða hvað? Skaftárhreppur auglýsir eftir athugsaemdum við tillögu að breyttu aðalskipulagi 2010- 2022. Um er að ræða 15 hektara svæði innan jarðarinnar Orustustaða á Brunasandi sem gert er ráð fyrir að færist úr landnýtingarflokki. Í stað „landbúnaðarsvæðis“ komi „verslun og þjónusta.“ Þá er einnig skilgreind svæði til efnistöku, vatnsöflunar og um vegtengingu að landi Orustu- staða. Sem kunnugt er hefur staðið til að reisa hótel mikið á Orustustöð- um og standa feðgarnir Hermann Hreiðarsson og Hreiðar Hermanns- son þar að. Athugasemdir við Aðalskipulag Skaftárhrepps þurfa að berast í síð- asta lagi 5. september 2014. Til- löguna í heild má finna á heimasíðu hreppsins: www.klaustur.is. ÞHH Við rústirnar á Orustustöðum. Myndin var tekin í ferð FÍ um Brunasand í sumar. sjá frásögn í blaðinu í dag. Hún gerði sig heimankomna kisan í gesthúsum á selfossi. Kettlingafull og varð að gera leit að afkvæmunum sem um síðir fundust í kommóðu- skúffu. gestum og gangandi er fjöl- skyldan kærkomin. Það var orðið loðið grasið á selfosstúninu þegar sláttur hófst. En rosinn hafði betur og ekki hægt að snúa í marga daga. Líklega dæmigert fyrir tíðina á suðurlandi fram að þessu. Myndir: ÓH. Árborg í fararbroddi! Sveitarfélagið á að vera í farar-broddi við að að jafna stöðu allra, er inntak tillögu S-lista í bæjarráði Árborgar. „Bæjarráð samþykkir að láta fara fram skoðun og úttekt á aðgengismálum fatlaðs fólks í öllum byggingum og stofnunum sveitarfé- lagsins. Einnig verði skoðað og fram- kvæmd úttekt á að aðgengi að upp- lýsingum á heimasíðunni standist kröfur um aðgengi fyrir fatlað fólk.“

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.