Selfoss - 14.08.2014, Blaðsíða 6

Selfoss - 14.08.2014, Blaðsíða 6
6 14. ágúst 2014 Það hafa margir farið til Tyrklands á síðari árum á staði eins og Bodrum, Marmaris, Alanya, Antalya og á marga aðra staði. Það sem einkennir marga bæi í Tyrklandi eru markaðir þar sem lykt af kryddi, grænmeti, ávöxtum, kjöti, fiski og öllu mögulegu liggur í loftinu. Sölumenn hrópa og kalla til að ná athygli viðskiptavina og þeir prútta eins og þeir geta. Þarna er fjörið og allt byggir á aldagömlum hefðum viðskipta á þessum slóðum. Þarna kaupum við ekki mat sem er margpakkaður í umhverfishættulegar umbúðir og borgar eins og þér er sagt – og talar um það þegar heim er komið hvað þetta er rosalega dýrt. En þetta var nú útúrdúr. Nú leita ég til dóttur minnar Írisar sem ákvað að hafa tyrkneskt þema í „saumaklúbbn- um“ (þar er aldrei saumað) sem hún hélt um daginn. Eins og algengt er í Tyrklandi samanstóð maturinn af smáréttum sem er kallað meze á þessum slóðum. Hún safnaði saman uppskriftum víða frá meðal annars frá systur sinni, Evu Maríu í Hollandi sem fer oft á tyrkneska markaðinn þar. Falafel Falafel er vinsæll réttur í Mið-Aust- urlöndum og er ekki ólíkt grænmetis- buffi. • 1/4 bolli af myntu • 1/2 bolli af kóríander • 1/2 bolli þurrkuð brauðmylsna/ heimatilbúið rasp • 4 vorlaukar, skornir í bita • 1 dós kjúklingabaunir • 1 tsk cummin (broddkúmen) • 1 tsk tabasco • salt Byrjið á því að mauka kóríander,- myntu og vorlauk í matvinnsluvél. Bætið næst brauðmylsnu,kjúklinga- baunum,cummin og tabasco saman við og maukið vel. Mótið falafelsneiðar með höndun- um. Það er ágætt að setja smá olíu á hendurnar fyrst og ímynda sér síðan að maður sé að fara að búa til ham- borgara. Falafelið á sem sagt að vera eins að lögun og hamborgarar. Þessi uppskrift gerir fjögur falafel. Það er líka hægt að móta Falafel í kúlur - áþekkar kjötbollum að stærð. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið í um fjórar mínútur á hvorri hlið. Eggaldinmauk. Þrjú heil eggaldin eru látin í 200- 220°C heitan ofn í 45 – 60 mín. Látin kólna, afhýdd og maukuð ásamt 125ml tahini, safa úr einni sítrónu og 1 pressuðu hvítlauksrifi. Saltað eftir smekk Þetta er ekki fallegt á litin og því tilvalið að strá fallega rauðu papriku- dufti yfir. Caçik - er frábær jógúrtsósa en einnig má nota tatziki. ½ gúrka 1 lítill laukur 2 hvítlauksgeirar 10 gr. (eða bara góð lúka) steinselja. Líka gott að nota aðrar jurtir eins og myntu eða graslauk. 4,75 dl hrein jógúrt (skemmir ekki fyrir ef hún er grísk) ¼ tsk paprikuduft Salt og pipar. Skerið gúrku smátt, saxið lauk og pressið/maukið hvítlauk. Hakkið steinselju smátt. Hrærið jógúrtina í skál og blandið gúrku, lauk, hvítlauk og steinselju saman við. Smakkið til með salti og pipar og stráið paprikudufti yfir (ekki hræra duftið við). Látið standa í kæli í a.m.k. klukkutíma og skreytið með myntu eða öðrum jurtum áður en borið er fram. Böreks 35-40 stk. 225 g.r mulinn fetaostur (ekki í olíu) 225 g.r raspaður mozzarella 2 egg, lauslega þeytt 3 msk. fínsöxuð steinselja 3 msk. fínsaxaður graslaukur 3 msk. fínsöxuð mynta Ögn af múskati 225 gr fílódeig (helst eiga ”blöðin” að vera 25x45 cm eða allavega eitt- hvað nálægt því – má nota smjördeig en þá þarf að hafa það mjög þunnt) 3-4 msk. brætt smjör Pipar Hitið ofninn í 180 gráður. Blandið feta, mozzarella og eggjum í skál. Bætið kryddjurtum, pipar og múskati við og blandið vel saman. Skerið fílódeigblöðin í fernt þannig að hver renningur verði ca. 7 cm á breidd en haldi sér á lengdina (verði s.s. 7,5 x 45 cm). Best er að vinna með 1-2 renninga í einu og geyma hina undir rökum klút svo þau þorni ekki. Smyrjið deiglengjuna með smá bræddu smjöri, setjið ca. teskeið af fyllingu næstum því neðst á deigið og leggið endann á deiginu yfir fyll- inguna þannig að það myndist þrí- hyrningur. Síðan þarf bara að velta þríhyrningnum fram og til baka upp alla lengjuna (svona eins og þegar maður brýtur saman plastpoka) og endurtaka með allar hinar lengjurnar. Bakið við 180 gráður í ca. 30 mín og berið fram hvort sem er heitt eða kalt. Það er hefð að hafa svona böreks í þríhyrning en auðvitað má leika sér að hvaða formi sem er. Kjötbollur 4oo gr. nautahakk 1.dl. brauðrasp 1. tsk. cummin (broddkúmen) 1 tsk. kóriander ½ tsk. engifer 1.tsk. salt Chili á hnífsoddi Pipar eftir smekk Rifinn börkur af einni sítrónu 2 msk. furuhnetur Hnoðað saman og búið til bollur. Settar á plötu og bakaðar í ofni 200°C í ca. 20mín. Maríneraðar ólífur. Grænar og svartar ólífur Olífuolía – ekki úr ólífukrukkunum 1 hvítlaukur í sneiðum 2-3 rauðir chilipiprar, skornir niður og fræhreinsaðir (ef vill) Perlulaukur Salt og pipar Sólþurrkaðir tómatar Oreganó Magnið fer eftir smekk Blandað saman og geymt í kæliskáp í fjóra daga. Tyrknest matbrauð 2 ½ tsk. þurrger 3 dl. volgt vatn 1 tsk. hunang 4 msk. ólífuolía 1/2 tsk. salt 100 gr. heilhveiti 350 gr. hveiti 20 fetaostbitar Kóríanderlauf Leysið upp gerið, hrærið hunang, ólífuolíu, salt og heilhveiti út í. Látið á volgan stað þar til loftbólur myndast. Bætið þá hveitinu í og látið hefast í klukkutíma. Deiginu skipt í 8-10 hluta og hnoðað í bollur. Fletjið bollurnar með hendinni og mótið upphækkaða brún. Myljið tvo feta- ostabita á hvert brauð ásamt söxuðum kórianderlaufum. Látið hefast aftur í 15-20 mín. Bakað við 180 gráður í 25 mín. Að lokum var boðið upp á Súkkulaðimús sem er nú kannski ekki alveg tyrkneskt en góð sem eftirréttur. Súkkulaðimús 300gr. súkkulaði 2 egg 2 tsk. flórsykur 4 dl. rjómi Egg og sykur þeytt saman. Súkkulaðið brætt og rjóminn. Súkkulaðið sett út í eggjahræruna og rjóminn hrærður varlega saman við. Skemmtilegt er að skipta súkkulað- inu í hvítt og dökkt. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kv. KS Okkar vinsæli heimilismatur í hádegi alla virka daga kl. 12:00 - 13:30. Súpa, aðalréttur, kaffi, biti, kaka eða ávöxtur. Allt þetta á aðeins 1.490,- kr. Breiðumörk 2b, Hveragerði Pizzur, smáréttir, veislur, bar. Gæði - Þjónusta - Lipurð - Stöðugleiki Leggið aldrei svöng í heiði - Hveragerði anddyri Suðurlands Blómstrandi dagar 15. – 17. ágúst nk. PIZZA-sneiðar og dulmögnuð kjötsúpa afgreitt á útisvæðinu fyrir framann SETRIÐ, Frítt kaffi og frír ís fyrir börnin meðan byrgðir endast, frá kl. 13:00 til 17:00 laugardag. Okkar vins li hei ilis atur í hádegi alla virka daga kl. 12:00 - 13:30. úpa, aðalréttur, kaffi, biti, kaka eða ávöxtur. llt tt i . ,- r. Breiðumörk 2b, Hveragerði i Leggið al rei svöng í heiði - veragerði an yri Suðurlan sLeggið aldrei svöng á Heiði - Hofland-Setrið, heitast veitingastað r á suðurlandi. TYRKNESK ÁHRIF Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.