Selfoss - 14.08.2014, Blaðsíða 12

Selfoss - 14.08.2014, Blaðsíða 12
HVERAGERÐI - blómstrandi bær! 14. til 17. ágúst Listsýningar, fjölskyldudagskrá og tónlistarveisla: Skoðið dagskrána á hveragerdi.is Þorsteinn Guðmundsson uppstandari og grínisti Hljómsveitin Ylja, ein vinsælasta hljómsveit landsins, miðasala á midi.is Rokkararnir Matti Matt, Pétur Örn og Magni Ingó sér um brekkusöng við brennuna Hljómsveitin Lucy in blue, slógu í gegn í Músiktilraunum 2014 Bergþór Pálsson og Brynhildur Guðjónsdóttir syngja vel þekkt frönsk sönglög, Edith Piaf o.fl. miðasala á midi.is Valgeir Guðjónsson flytur lög sín við ljóð Jóhannesar úr Kötlum Stuðlabandið leikur á Blómadansleiknum Söguferð og fróðleikur á heila tímanum með Nirði Sigurðssyni í fornbíl(rútu). Leikhópurinn Lotta, Brúðubíll-inn, aparóla, sögustund og margt margt fleira 14. ágúst 201412 Steinselja Steinseljan leynir á sér og er á mörkum þess að vera krydd-jurt eða matjurt. Og hún er svo holl, að því að talið er, að enginn dagur ársins ætti að líða án þess að menn gæði sér á svo sem einu steinseljublaði. Steinseljan inniheldur heilt apótek af næring- arefnum og það í svo ríkum mæli að varla er nokkur máltíð fullkomin án hennar. Orkugildi hverra 100 gramma af steinselju er samt að- eins 175 kílójúl. En sama magn gefur vel yfir dagsþörfina af A-, Cog K-vítamínum. Einnig mikið B2-vítamín, fólínsýru, E-vítamín, kalk, járn, fosfór o.s.frv. Listinn er eiginlega endalaus. Hið uppruna- lega útbreiðslusvæði steinseljunnar nær frá hálendi Balkanskagans og austur í Himalajafjöll. Hún mun vera ein elsta matjurt sem þekkt er í Evrasíu og þar hafa menn ræktað hana lengur en minni nær. Hlut- verk steinseljunnar í matarmenn- ingu hinna fornu Grikkja og Róm- verja var mikið. Þar var hún talin allra meina bót. Steinseljukransar um höfuðið að morgni læknuðu timburmenn. Tyggi menn steinselju heldur það aftur af hvítlaukslykt. Volgir steinseljubakstrar mýkja bólgur, lina liðverki og höfuðverk. Ræktun á steinselju er fremur auðveld. Henni er sáð í vel unna og frjóa mold snemma á vorin. Gjarna íblandaðri drjúgum skammti af gömlum búfjáráburði, moltu eða þurrkuðu hænsnadriti. Best er að útbúa beðin haustið áður og sá svo um leið og snjóa leysir. Jafnvel má sá henni á haustin ef garðurinn er í góðu vari, þá spíra fræin fyrr að vori. Plássþörf fyrir hverja plöntu er um 15×15cm. Steinseljan er í eðli sínu tvíær fjallajurt og í heimkynnum sínum velur hún sér vaxtastaði sem líkjast kjörlendi ætihvannarinnar okkar. Þ.e. frjóa, djúpa og raka mold, gjarna í dálitlum skugga. Til eru ótal afbrigði af steinselju. Þau sem hafa hrokkin blöð eru vinsælust hjá okkur. En sunnan Þýskalands eru sléttblaða afbrigði vinsælli. Þau eru bragðsterkari. Einnig eru til afbrigði sem ræktuð eru vegna rótanna, steinseljurót, og eru vinsæl í súpur og pottrétti. Það má líka rífa steinseljurótina í hrásalöt eða ofan á brauð. Steinselja passar með öllum mat- réttum. Hún er sjálfkjörin í hrásalöt og hver einasta smurbrauðsjómfrú leggur stolt sitt í að hafa steinselju- kvist á brauðinu. Mörgum finnst steinseljan hrjúf í gómi. Því er best að saxa hana smátt áður en hún er notuð í mat og hún er alltaf sett yfir matinn þegar hann er fulleldaður og tilbúinn á borðið. Steinselju er mjög auðvelt að frysta í heilu lagi sem saxaða. Fryst er hún notuð eins og ný. Grænt er vænt Hafsteinn Hafliðason. Bækur og kýr á Seyðis. Það var tvennt sem viðrað var á vorin á Seyðisfirði. Það voru bækurnar hans Emils í Garði og kýrnar hennar Bríetar í Smiðju. Til þess að þetta væri hægt, þurfti veðrið að vera þurrt og sól- arlítið. Bækurnar voru bonar út á tún í Garði, þar voru þær dustaðar. Kýrnar voru leystar út í fyrsta sinn. Lillu fannst svo gaman að sjá framan í þær, þegar þær stungu nösunum út um dyrnar og fundu ilminn úr jörðinni og vorið í allri sinni dýrð. Svo hlupu þær út, fyrst niður á tún í ofsa stökki með halann upp í loftið, svo inn á tún, með öðrum eins látum. Svo endurtóku þær þetta, með millibili, svo júgrin slettust til og frá. Það mátti ekki vera mikil sól þennan fyrsta dag, því þá hefðu júgrin getað brunnið. Smám saman minnkuðu lætin og þær fóru að bíta grasið, þó það væri enn af skornum skammti. Þennan fyrsta dag hlupu þær alltaf öðru hvoru, með halana upp í loftið. Næsta dag minnir Lillu að kátín- an hefði verið farin, og þær með stóískri ró. Á Búðareyri, það sem þessi hluti bæjarins heitir, voru kýr í nánast öðru hverju húsi. Í húsinu fyrir inn- an Turninn, voru tvær kýr. Sigur- björg og Haraldur á neðri hæðinni áttu svartskjöldótta kú en Ásmund- ur og Emma áttu rauðskjöldótta. Á efri hæðinni var hlaða en kýrn- ar í fjósi þar undir. Í Watnesfjósi voru margar kýr, sérstaklega man Lilla eftir einni, sem var hvít með dökkar granir, hún var svo fótaveik. Það var hálf- tíma gangur í Þófana en þangað voru kýrnar reknar í hagann. Lilla hafði með sér spotta. Freyja og Búbót, en það hétu kýrnar löbbuðu eftir götunni, fram- hjá Rósuhúsi, Garði, símstöðinni, litla og stóra Watneshúsi sem var stórt mjög fallegt hús, með mjög stórum og fallegum trjám af öllum sortum. Það brann fyrir mörgum árum. Bókabúðin og ríkið, voru neðan götunnar, en eru horfin. Svo lá leiðin upp brekkuna, yfir Hörmungarlækinn, skáhallt yfir mel, yfir annan læk upp aðra brekku. Þar skildi Lila oftast við þær. Emma fór oftast lengra, eða upp í efri Þófa, þar voru lindir með díamosa. Einn daginn veiktist Emma. Full- orðna fólkið sagði: það er víst ekki nema það eina. Svo kom að því, að Lilla skildi að Emma var að deyja. ÖrsÖgur LiLLu í smiðju steinselja þekkirðu bæinn? Að þessu sinni birtum við mynd af bæ sem ekki hefur verið staðsettur. Myndasmiður er óþekktur. Hvaðan er myndin og hvenær gæti hún verið tekin? Frekari upplýsingar um byggingarsögu eða ábúenda væri gaman að fá. Ef marka má undir- tektir við síðustu mynd sem við óskuðum eftir að væri borin kennsl á erum við bjartsýn á lausn. Upplýsingar eru vel þegnar, á ritstjóra á torlakur@fotspor.is eða í síma 8942098. Þá má hafa beint samband við Héraðsskjalasafn Árnesinga.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.