Selfoss - 28.08.2014, Blaðsíða 4

Selfoss - 28.08.2014, Blaðsíða 4
4 28. ÁGÚST 2014 Gróska í starfi Fræðslunetsins Fjölbreyttari námskeið. Starfssvæðið stækkar. Biðlistar. „Forsendur fólks til fjarnáms eru mjög misjafnar,“ segir Ás-mundur Sverrir Pálsson, fram- kvæmdastjóri Fræðslunetsins (FnS) á Suðurlandi. 15 ár eru að baki og sem fyrr er markmiðið að gera fólki kleift að stunda nám í heimabyggð og auka búsetugæði á Suðurlandi. Starfssvæðið stækkar. Nú síðast með Höfn í Hornafirði. Samstarf er milli Fræðslunetsins og Háskólafélagsins. Fræðslunetið býður fjölbreytt nám- skeið auk þess sem það hefur sinnt náms- og starfsráðgjöf fyrir fólk auk raunfærnimats. „Þetta hvorttveggja er nýtt á Íslandi,“ segir Ásmundur Sverrir. „Allt hefur þetta orðið fólki hvatning til að hefja nám að nýju eða ljúka námi sem hafið var. Auk þess að styrkja menn í einkalífi og á vinnumarkaði.“ Námsbrautir Framboð námskeiða, stakra eða sem hluti af námsbraut, ber vott um mikla grósku. Af ýmsu er að taka en hér er greint frá námsbrautum og starfsstöðvum. Stuðst er við náms- vísi sem er í vinnslu þegar þetta er ritað. Námslýsingar má nálgast á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins: http://frae.is. Námsbrautirnar njóta framlags Fræðslusjóðs og eru því á afar hagstæðu verði. Einingar nýtast á framhaldsskólastigi. Starfsmennta- sjóðir styrkja einnig þátttakendur. Hvolsvelli: Fagnámskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjón- ustu. Biðlisti er þegar á félagsliðabrú. Leikskóla- og stuðningsfulltrúabrú. Kirkjubæjarklaustri og í Vík: Grunnmenntaskóli. Biðlisti er þegar á félagsliðabrú. Leikskóla- og stuðn- ingsfulltrúabrú. Höfn: Fagnámskeið fyrir starfs- fólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Leikskóla- og stuðningsfulltrúabrú. Hönnunar- og frumkvöðlasmiðja (Fab lab). Lestur og ritun (til sjálfs- hjálpar í lestri og ritun). Selfossi: Grunnmenntaskóli. Al- mennar bóklegar greinar. Biðlisti er þegar á félagsliðabrú. Leikskóla- og stuðningsfulltrúabrú. Lestur og ritun (til sjálfshjálpar í lestri og ritun). Sölu-, markaðs- og rekstr- arnám. Opin smiðja (nánar auglýst síðar). Ótal önnur námskeið eru í boði. Má þar nefna íslensku fyrir útlendinga og erlend tungumál. Tölvunámskeið. Handverk og hönnun. Fjármál heimila, stjörnu- skoðun. Fornleifar á Suðurlandi. Námskeið fyrir sjúkraliða. Á vegum Fjölmenntar eru fjölmörg námskeið fyrir fatlað fólk. Rakel Þorsteinsdóttir ver- kefnastjóri veitir upplýsingar og hægt er að fá ráðgjöf hjá henni. Símanúmer eru 560-2030 og 852- 1655. Fræðslunetið er með heimasíð- una fraedslunet.is og þar má finna símanúmer á allar starfsstöðvar og komast í samband við ráðgjafa. ÞHH Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 16. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! Á að banna plast- poka í verslunum? Í dag nota t.d. Danir og Finnar að meðaltali 4 poka á ári á meðan Íslendingar nota um 218 poka. Um 70 milljón burðarpokar úr plasti enda í ruslinu hér á landi, mögulega um 1.120 tonn af plasti en til þess að framleiða slíkt magn þarf um 2.240 tonn af olíu. Evrópuþingið hefur lagt til að bannað verði að gefa plast- poka í verslunum og dregið verði úr notkun um 50% fyrir árið 2017 og 80% fyrir árið 2019. Eftir árið 2019 verði aðeins pokar úr endurnýtt- um pappír eða niðurbrjótan- legum efnum í umferð. (Bæjarráð Árborgar samþykkti samhljóða til- lögu S-lista um samstillt átak til að minnka notkun plastpoka) Blómstrandi dagar í Hveragerði Gleði og ánægja ríkti á bæjarhá-tíðinni Blómstrandi dögum í Hveragerði um næst liðna helgi, 14. – 17. ágúst. Hápunktur hátíðar- innar var á laugardeginum. Áhuga- verðar listsýningar og fjölbreyttir tónlistarviðburðir eru í bænum þessa daga. Þá er áhersla á heilsu- bætandi efni. Hverfi eru skreytt og markaðir víða. Er heimavöllur ekki heimavöllur? Selfosspiltar í fótbolta gerðu sér lítið fyrir og náðu jafn-tefli á móti Leikni sem er efst í deildinni. Næst tapaðist leikur en föstudagskvöld er hálfgerður úrslitaleikur. Gegn liði sem er á svipuðu róli. Nú þarf að slá í. Síð- ast komu 351 á völlinn á Selfossi. Annað kvöld þarfþessi tala að tvö- faldast! Látum það ekki spyrjast að heimavöllur sé ekki heimavöllur. ÞHH Miklar skemmdir eru á grónu landi Kvennablaðið (nettímarit) spyr Hafstein Hafliða-son garðyrkjumeistara og pistlahöfund á Selfoss-Suðurlandi hvað skuli til bragðs taka. Tilefnið voru miklar skemmdir af utanvega- akstri við Loðmundarvatn (sjá mynd Kvennablaðsins). Hafsteinn sagði að líklega tæki það mörg ár að þarna greri alveg um heilt. Það færi svolítið eftir þeirri aðferð sem notuð væri við lagfæringarnar. „Væri ég fenginn til, mynd ég reyna að lyfta jöðrum hjólfaranna með stungugaffli til að reyna að fella þá aftur saman. Jafnvel gæti þurft að fara með stungugaffal til að lyfta upp þjöppuninni. Ef vel tekst til ætti þetta að falla saman og gróa á svo sem tveim til þrem árum eftir árferði – og væntanlega (vonandi) friði til þess.“ Hafsteinn sagðist aðeins hafa framkvæmt slík- ar aðferðir á láglendisgrasflötum en með góðum árangri. „Ég veit ekki hvort sömu lögmál gilda á hálendinu á ótömdu landi. En ég geri ráð fyrir því“, sagði Hafsteinn að lokum. Ásmundur Sverrir Pálsson Yfir 17 þúsund námsmenn hafa nýtt sér Fræðslunetið á 15 árum! Markmiðið að gera fólki kleift að stunda nám í heimabyggð og auka búsetugæði á Suðurlandi.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.