Selfoss - 28.08.2014, Blaðsíða 6

Selfoss - 28.08.2014, Blaðsíða 6
6 28. ÁGÚST 2014 Ég vil líka læra Það ríkti mikil eftirvænting á fyrsta skóladegi í Barna-skólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Krakkarnir í fyrsta bekk sögðu til nafns og kennarar og ann- að starfsfólk kynnti sig líka. Alvaran tekur við. Þegar rætt var við börnin hvað það væri mikilvægt að öllum liði vel gall í einum strák: Ég vil líka læra. EX PO - w w w .ex po .is Gæði, reynsla og gott verð! REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata, HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7, AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 MIKIÐ ÚRVAL VARAHLUTA Sími: 535 9000www.bilanaust.is 3 ÁRA ÁBYRGÐ Snertipunktar í Hvera- gerði – sýningarstjóra- spjall í Listasafninu Sunnudaginn 31. ágúst kl. 15 mun Margrét Elísabet Ólafsdóttir sýningarstjóri Snertipunkta ræða við gesti um verkin á sýningunni sem eru eftir listamennina Önnu Eyjólfsdóttur, Birgi Snæbjörn Birgisson, Helga Hjaltalín Eyjólfsson, Helga Þor- gils Friðjónsson, Ragnhildi Stef- ánsdóttur, Þórdísi Öldu Sigurðar- dóttur og Þuríði Sigurðardóttur. Sýningunni hefur verið vel tekið af gestum og sum verkin kalla bein- línis á þátttöku gesta. Snertipunkt- ar samanstendur af fjölbreyttum verkum sjö íslenska myndlistar- menn sem fæddir eru á árunum 1948-1966. Margrét Elísabet Ólafsdóttir, sem ólst upp á Selfossi, er doktor í list- og fagurfræði frá Sorbonne há- skólanum í París. Hún hefur valið saman verkin á sýninguna og ritar einnig grein í sýningaskrá þar sem hún fjallar um félagslegt samhengi myndlistar í sögulegu ljósi og veltir fyrir sér starfsumhverfi íslenskra myndlistarmanna. Sýningin Snertipunktar mun standa til 14. september. Lista- safn Árnesinga er opið alla daga kl. 12 – 18. Aðgangur að safninu er ókeypis, allir velkomnir og góð aðstaða fyrir börn. Margrét Elísabet Ólafsdóttir sýn- ingarstjóri Uppskeruhátíð Hrunamanna Uppskeruhátíð Hrunamanna verður haldin laugardaginn 6. september næstkomandi. Tilgangurinn með þessari hátíð er að selja og kynna uppskeruna sumarsins auk þess að bjóða upp á skemmtilega viðburði. Síðastliðin ár hafa nokkr- ir bændur og handverksfólk komið í Félagsheimili Hrunamanna til að kynna sig og selja sína vöru. Einnig hafa nokkrir ferðaþjónustuaðilar og bændur hér í sveit verið með kynningu og sölu í fyrirtækjum sínum. Ásborg, ferðamálafulltrúi, tekur við öllum auglýsingum og er netfangið hennar asborg@ismennt.is Borðapantanir í Félagsheimilinu eru hjá Bjarney í síma 895-8978 og Hörpu í síma 864-4482. Þriðjungur þjóðarinnar á Menningarnótt! Sunnlendingar voru virkir þátt-takendur á Menningarnótt sl. laugardag. Flóamenn buðu öllum að ganga í bæinn á Menn- ingarnótt. „Við ætlum að vera með sýnishorn af því sem Flóahreppur hefur upp á að bjóða, hvort sem það er handverk, menning, matur eða þjónusta,“ kynntu Flóamenn áform sín. Og stóðu við það. Mesta athygli barnanna vakti tamdi krumminn (það var reyndar hún Krumma). Í Gallerí Fold hafði Hallur Karl Hin- riksson frá Selfossi opnað glæsilega málverkasýningu og við náðum mynd af listamanninum á ferð hans um bæ- inn. Á sýningu Halls Karls eru 13 stór olíumálverk. Sýningunni lýkur 31. ágúst. Vildirðu knús eða taka þátt í jóga á miðri Hverfisgötunni, hverfa inn í fjöldann í Austurstræti, kynnast lög- unum hennar Öddu Örnólfs (sem er fastur gestur í Sunhöll Selfoss), virða fyrir þér þreytta hluapagarpa í Reykja- víkurmaraþoni, kynnast því nýjasta í rokkinu eða hlýða á ljóðalestur, hverfa inn í ljúfa tónlist í Hallgrímskirkju, eða gæða þér á krásingum um allan bæ – þá var tækifærið á Menningarnótt. Yfir 600 atriði voru á boðstólum á þessum degi. ÞHH

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.