Selfoss - 28.08.2014, Blaðsíða 8

Selfoss - 28.08.2014, Blaðsíða 8
8 28. ÁGÚST 2014 Barnabær - hugmyndin um sjálfbært orkusvæði - „Fríríkið Barnabær – þversnið þjóðfélag“ er tilraunaverkefni Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyrar (BES). Það má segja að rætur Barnabæjar liggi til baka til þess tíma þegar yfir landinu vofði að fara á hausinn. Það var m.a. vegna þess að þjóðin, við - höfðum hvorki fylgst með né skilið mikilvægi þess að taka þátt í þeim lestri sem það kostar að vera íbúi og þátttakandi í ríki. Við kunnum ekki á lýðræðið, vorum ólæs á fjármál og mjög upp á aðra komin með þessháttar lífsnauðsynjar. Eins og aðrir þurftum við að svara þessar spurningu fyrir okkur. „Fríríkið Barnabær – þversnið þjóð- félag“ er tilraunaverkefni Barnaskól- ans á Eyrarbakka og Stokkseyrar (BES) og var reynslukeyrt vorið 2011. Hún Fríða Garðarsdótt- ir foreldri í skólanum hafði með fjölskyldu sinni kynnst því hvern- ig umræðan um nemendalýðræði, fjármálalæsi og foreldrasamstarf var á öðru plan hjá Dönum og sagði frá þessu á skólaráðsfundi við BES, þar sem hún sat. Hún sagði frá skóla- verkefni sem hafði kveikt í henni og uppfrá því fór af stað brennandi ferli hugmynda og hugstormunar sem kannski er ekki enn farið að sjá fyrir endann á. Það sem fór af stað sem lýðræðis- fræðsla og fjármálalæsi reyndist síðan vera miklu viðameira og stærra en við höfðum komið auga á þarna yfir kaffibollunum á Eyrarbakka. Kennarar sem stinga saman nefjum ræða gjarnan um kennslufrömuðinn Dewey sem kenndi mikilvægi fram- kvæmdarinnar í skólastarfi – að unnið sé með fræðin í framkvæmd. Þarna var komin framkvæmdin á fræðunum. Barnabær verður til. Auglýst eftir starfsfólki. Barnabær byrjar á þann máta að kennarar ásamt foreldrum og öðrum velunnurum skólans leggja höfuð í bleyti hvað hægt sé að bjóða uppá. Verkstæði og verslanir eru stofnað- ar, smiðjur og þjónustueiningar. Allir þeir kraftar eru virkjaðir sem nærsamfélag skólans hefur uppá að bjóða. Þessi sprotafyrirtæki aug- lýsa síðan þegar nær dregur í aug- lýsingablaði eftir starfsfólki meðal nemenda– allir sækja um þá vinnu sem höfðar til þeirra. Þeir vinnustað- ir sem hafa verið í boði hafa verið eins fjölbreyttir eins og hæfileikar mannfólksins. Tónlistar- og kvik- myndagerð, fjölmiðlunarsamsteypa og fiskbúð, leiðsögufyrirtæki og leikhús, boostgerð og bókaverslun, sultu- og gúmmilaðigerð. Meira að segja safn um skólaminjar var stofnað, fornleifauppgreftri sinnt og flugur hnýttar osfr. Að ógleymd- um nauðsynlegum póstum eins og banka og vinnumálastofnun. Barnabæjardagarnir hafa spannað fjóra daga undir lok skólaársins. Þar mætir hver á þann vinnustað sem hann er ráðin(n) á og vinnur í þrjá daga að framleiðslu þeirrar vöru eða þjónustu sem fyrirtækið sinnir, nú eða starfsþjálfun allt eftir því hvað við á. Vörur eru þróaðar, auglýsingar gerðar og sölubásar hannaðir. Best heppnast vinnustaðurinn þegar krakkarnir sjálfir bera ábyrgðina á því hvernig hlutirnir eru gerðir. Sem dæmi var útskýrt eitt árið fyrir krökkunum sem komu til starfa í kaffihúsinu hvernig mismunandi kaffihús væru rekin. Þau vildu endi- lega þjóna svo ákveðið var að hafa þannig kaffihús. Þau skipulögðu síð- an borðaþjónustu með öllum þeim brag sem honum fylgir. Allir launþegar í Barnabæ fá útborgað. Síðasta daginn er uppskerudagur og þá fá allir launþegar í Barnabæ útborgað og kaupa og selja vörur og þjónustu hvers annars. Þá er einmitt allt á fullu í kaffihúsinu eins og annars staðar. Þennan dag koma líka foreldrar og fjölskylda til að taka þátt í markaðsstemningunni. Því hún er mikil. Það sem gerir þessa hugmynd óvenjulega í skólastarfi er tvímæla- laust þetta tækifæri sem nemend- ur fá á örfáum dögum að kynnast þversniði þjóðfélags. Þeir kynnast ferli verslunar allt frá hugmynd út í hönnun, framleiðslu, markaðssetn- ingu og yfir í sölu. Á sama tíma fá þeir að kynnast neysluþjóðfélaginu á eigin skinni. Sumsé samhengi þess að afla og eyða. Verðlagi er þannig stýrt að ekki er hægt að kaupa allt sem hugann girnist, engin neyslulán í boði svo það er eins gott að vanda valið. Bæjarráð er með puttann á hagkerfispúlsinum! Áður en hinn eiginlegi Barnabæja- rundirbúningur hefst fer fram kosn- Ragnar Gestsson greinarhöfundur. Kaffihús BES. Fornleifauppgröftur. Barnabæjarbandið. Pappamassi BES. „Þetta er ekki eins og skólinn, þetta er eins og afmæli!“ (sagði stelpa í 4. bekk brosandi)

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.