Selfoss - 28.08.2014, Blaðsíða 10

Selfoss - 28.08.2014, Blaðsíða 10
10 28. ÁGÚST 2014 Nýtt sjávarútvegblað hefur göngu sína í haust: ALDAN, fréttablað um sjávarútveg kemur út mánaðarlega Fyrir kosningarnar í vor var því oft haldið á lofti að þrátt fyrir allt ætti landið allt enn mikið undir sjávarútvegi. Fótspor, sem gefur m.a. út blöðin VEST- URLAND, VESTFIRÐI, AKUR- EYRI-VIKUBLAÐ, AUSTUR- LAND, SELFOSS-SUÐURLAND, REYKJANES, HAFNARFJÖRÐ, KÓPAVOG OG REYKJAVIK- VIKUBLAÐ, hleypir senn af stokkunum nýju sjávarútvegsblaði sem beina mun sjónum að norð- lenskum sjávarútvegi ekki síður en annars staðar á landinu. Ritstjóri er Geir A. Guðsteinsson, sem hefur áralanga þekkingu á sjávarútvegi í blaðamennsku, eftir áralöng störf í blaðamennsku á Degi og Degi- Tímanum og nú á seinni árum við ritstjórn VESTURLANDS og VESTFJARÐA, svo eitthvað sé nefnt. „Blaðið heitir Aldan, fréttablað um sjávarútveg. Blaðið mun fjalla um sjávarútveg almennt, útgerð, fiskvinnslu, þjónustufyrirtæki í atvinnugreininni, og ekki síst um fólkið sem kemur að þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, bæði þá sem stjórna fyrirtækjum í atvinnugreininni og ekki síður þá sem vinna ýmis önnur störf í at- vinnugreininni, s.s. í fiskmóttök- unni, löndun, sjómennina og aðra. Engin verður undanskilin. Með því mun blaðið gefa sem besta spegil- mynd af sjávarútveginum í dag. Blaðinu verður dreift til allra helstu aðila í sjávarútvegi í dag, liggja frammi á hafnarvogunum víðs vegar um landið og það mun verða aðgengilegt á völdum stöðum, s.s. bensínstöðvum. Blaðið mun taka mið af því að mörg sjávarútvegsfyrirtæki á lands- byggðinni, s.s. Samherji á Akureyri, eru lykistoð í atvinnulífinu á Ak- ureyri. Þannig mætti einnig nefna Síldarvinnsluna á Neskaupstað, Ís- félag Vestmannaeyja, HB-Granda og fleiri. Meðan ég var blaðamaður fyrir norðan átti ég ágætt samstarf við forsvarsmenn Samherja og það verð- ur enginn breyting á því. Samherji er einnig burðarás í atvinnulífinu á Dalvík, togarar fyrirtækisins landa oft í Hafnarfjarðarhöfn og þannig markar þetta eitt stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins djúp spor í atvinnulífinu víðar um landið, ekki bara á Akureyri“ Fyrir á markaði eru a.m.k. tvö blöð sem helga sig sjávarútvegsmál- um svo ALDAN verður og ætlar að marka sér ákveðna sérstöðu. Ekki síst að fjalla um undirstöð- una í þessum helsta atvinnuvegi landsins, tala m.a. við fólk sem hefur atvinnu af því að starfa við sjávarútveg. Einnig verður sjónum beint að nýsköpun í sjávarútvegi, bæði vinnslu í landi og við veiðar. Þjónusta við sjávarútvegsfyrirtæki er stöðugt vaxandi atvinnugrein en nýjungar í þeirri grein hafa vakið heimsathygli. Nægir þar að nefna fyrirtæki eins og Marel, en þau eru miklu fleiri. Einnig verður fjallað um markaðsmál sjávarútvegsins, rætt við neytendur hérlendis, en einnig að fá fram álit neytenda erlendis, ekki síst í Evrópu sem er mikilvægt. Fiskur er í vaxandi mæli fluttur út ferskur, það er krafa markaðarins, og að því þurfa ís- lenskir framleiðendur að laga sig sem best, og fylgjast með vel með. Sjávarútvegi ekki sýnd nægjanleg athygli með daglegum fréttum „Stundum er haldið fram að hinum gömlu atvinnuvegum á Íslandi sé ekki sýnd nægjanleg athygli með daglegum fréttum leiðandi fjölmiðla. Kannski eru það fyrst og fremst áhrif þess að það þykir ekki mjög fínt að vinna við eina helstu atvinnugrein þjóðarinnar, sjávarútveg. Því þarf að breyta, og ég held að það muni gerast. Umfjöllun um ferðaþjónustu er nú í tísku en kannski er sú grein ekki eins gjald- eyrisskapandi og oft er gefið í skyn, jafnvel af stofnunum í greininni. Ís- lenska sjávarútvegssýningin verður í Kópavogi í lok septembermánaðar og ekki er ósennilegt að fyrsti forsíðu- uppslátturinn í ÖLDUNNI muni tengjast sýningunni og muni m.a. fjalla um nýjungar sem íslensk fyrir- tæki kynna þar. Ég hef alltaf haft gaman af því að skrifa um sjávarútveg. Þegar ég var blaðamaður á Degi, Degi-Tímanum og DV var það að einhverju marki mín sérgrein. Ég hef starfað við önn- ur sjávarútvegsblöð og einnig skrifað greinar sem fjalla um sjávarúveg og þannig haldið þessum áhuga mínum og þekkingu við. Það hafa lesendur blaða eins og VESTURLAND og VESTFIRÐIR orðið varir við þó þau blöð séu ekki sérstök sjávarútvegs- blöð. Ekki síst á Vestfjörðum snýst atvinnulífið meira og minna um út- gerð og fiskvinnslu svo það hlýtur að teljast eðlilegt“ Landsins mesta úrval af girðingarefni Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar Endursöluaðilar: Varahlutaverslun Björns Lyngási, Pakkhúsið Hellu, Jötunn Selfossi, Baldvin og Þorvaldur Selfossi, Bú.is Hvolsvelli, Ásbúðin Flúðum, Knapinn Borgarnesi, KM Þjónustan Búðardal, Vélsmiðjan Þristur Ísafirði. Lynghálsi, Reykjavík Lónsbakka, Akureyri Efstubraut, Blönduósi Sími 540 1125 Lífland, Brúarvogi 1-3 Sími 540 1150 Sími 540 1155Sími 540 1100 lifland@lifland.is www.lifland.is Þræðir og borðar RafgirðingaspennarJarðleiðslur Þráðspólur Staurar, net, gaddavír og þanvír Lokið við að stika göngu- leiðina yfir Fimmvörðuháls Björgunarsveitin Dagrenning hefur haft veg og vanda að ver- kefninu og segir Þorsteinn Jónsson formaður félagsins að þrjú ár séu að baki. Gönguleiðin yfir Fimmvörðu- háls er 26 kílómetra löng. Í þessum skilgreinda áfanga voru settar niður um 280 nýjar stikur, allar stikur á leiðinni blámálaðar og sett númer á þær. Gönguleiðin frá Skógum að göngubrú yfir Skógá er um 7 km. og hefur ekki verið stikuð áður. Sett voru upp upplýsingaskilti við Skóga- foss og við göngubrúna, ásamt því að á tveimur stöðum á milli þessara staða voru settar upplýsingar um fjarlægðir til beggja enda. Kaflinn frá Baldvinsskála og niður á Morins- heiði er hættulegasti kafli leiðarinn- ar og þar hefur Bragi Hannibalsson ásamt fjölskyldu og vinum unnið um árabil að koma niður stikum og hlaða að þeim þar sem þess er þörf. Sett var upp upplýsingarskilti við eldstöðvarnar Magna/Móða. Frá Morinsheiðinni og niður í Strákagil hafa „Vinir Þórsmerkur“ staðið fyrir stikun. Stikur alla leiðina eru nú blá- málaðar og er aðal gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls blá á göngukortum, en hliðarstígar rauðmerktir. Til að auðvelda björgunrsveitun- um að staðsetja fólk voru sett númer á allar stikur og tekið hnit á þeim frá Skógum og niður í Bása. Mjög oft hefur borið á því að staðsetning á viðkomandi er óljós og hefur þá þurft að leita marga kílómetra áður en það finnst. (Sjá nánar greinarstúf Þorsteins Jónssonar á heimasíðunni hvols- vollur.is) ÞJ Sýningarsvæði íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunni í Bruxelles.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.