Selfoss - 11.09.2014, Blaðsíða 4

Selfoss - 11.09.2014, Blaðsíða 4
4 11. SEPTEMBER 2014 Glæsilegur árangur Kvennalið Selfoss í knatt-spyrnu stóð sig vel á þjóðarleikvanginum í Laugardal í Reykjavík í bikarúr- slitaleiknum í fyrri viku. Aldrei hef- ur annar eins fjöldi fylgt liði sínu til leiks. Talið er að um 1300 manns í stuðningsliði Selfoss hafi verið á vellinum. Og afbragðs stemning. Andstæðingarnir virtust ekki átta sig á því hversu vel liðið var stutt. Það varð því eins og gusa framan í andlit okkar að andstæðingunum úr Garðabæ tækist að koma bolt- anum í mark í lok fyrri hálfleiks. Selfossliðið var sterkara lengst af en í seinni hálfleik snerist taflið við. Þegar upp var staðið stóð það upp úr að Selfoss tefldu fram góðu liði sem mun sækja enn frekar á komandi keppnisári. Til hamingju. ÞHH Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 17. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! Þetta er eins og á Þorláksmessu segir Bogi Karlsson á 50 ára afmæli. Já, það var mikil stemning og troð-full búð af fólki allan daginn. Til- efnið var ærið. 50 ár liðin – hálf öld! –frá því að Úra- og skartgripaverslun Karls R. Guðmundssonar opnaði. Það var 5. september 1964. Bogi Karls- son, sonur Karls, lærði úrsmíðina af föður sínum. „Þetta er eins og var á Þorláksmessu, þegar opið var frameftir og það var tilbreyting í því. Dásam- legt,“ sagði Bogi glaður og mátti ekki vera að því að spjalla lengur við tíð- indamann. Kúnnarnir biðu, hendur á lofti og margir að afgreiða. Afsláttur af öllum vörum – kaffi og meðlæti! Brottfallið minnst meðal nemenda fæddra erlendis af íslenskum uppruna! Brautskráningarhlutfall þeirra nemenda sem innritast í framhaldsskóla er hæst meðal nemenda fæddra erlendis af íslensk- um uppruna . 62% þeirra sem hófu nám haustið 2004 höfðu útskrif- ast árið 2008. Ef litið er á nýnema haustið 2004 án erlends bakgrunns höfðu 45% útskrifast af framhalds- skólastigi fjórum árum síðar. Heimild: Hagstofan Yfir 22.000 gestir hafa heimsótt Eldheima í Vestmannaaeyjum frá opnun safnsins í vor - Safnið verður opið í allan vetur. Aðsókn að Eldheimum hef-ur farið fram úr björtustu vonum. Í ljósi þess að Vest- mannaeyjar eru ekki við hringveginn var farið varlega í að áætla gestafjölda fyrsta árið. Talið var raunhæft að reikna með 15.000 – 16.000 . „Það er mjög ánægjulegt að gestirnir eru orðn- ir mun fleiri,“ segir Kristín Jóhanns- dóttir, forstöðumaður Eldheima. „Sýningin í safninu hefur fengið mikið lof og eru mörg dæmi um að fólk sé að fara sérstaka ferð til Eyja til þess að koma í Eldheima. Safnið er því styrkur fyrir alla ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Eldheimar eru nú þegar farnir að vekja athygli langt út fyrir landstein- ana og nú síðast gerði BBC travel áhugaverðan þátt um safnið, sem er verulega verðmæt kynning, þar sem þátturinn er sendur út í mörgum heimsálfum. Á næstunni opnar svo Surtseyjarstofa í Eldheimum, en það verður öflug viðbót við upprifjun- ina á framvindu Heimaeyjargossins 1973. Í vetur er svo einnig fyrir- hugaðir ýmsir viðburðir í safninu. Um safnahegina í byrjun nóvember verða bókakynningar og tónleikar.“ Sýningarhönnuður er Axel Hallkell Jóhannesson. Full búð og mikil stemning í afmælisveislunni. Hér Kristín Guðmundsdóttir að sinna viðskiptavinum. Krefjast afturköllunar Landssamband smábáta-eigenda hefur krafist aftur- köllunar sjávarútvegsráðherra á banni við færaveiðum á makríl í september. Telja smábátaeigend- ur að Fiskistofa hafi ekki heim- ild til að stöðva veiðarnar fyrr en 1200 tonna afli tímabilsins sem hófst 1. september hafi verið veiddur. Verði ráðherra ekki við afturköllun „áskilur Landssam- bandið sér rétt til að nýta þau úrræði sem félaginu standa til boða í að vernda hagsmuni fé- lagsmanna sinna,“ segir í frétt á heimasíðu sambandsins. Af heimasíðu landssambandsins. Snertipunktar – síðustu sýningardagar Um helgina lýkur þessari skemmtilegu og jafnframt margslungnu sýningu í Listasafni Árnesinga í Hvera- gerði. Fjölbreytt verkin eru eftir sjö íslenska myndlistarmenn sem fæddir eru á árunum 1948-1966. Sýningarstjórinn Margrét Elísabet Ólafsdóttir ræðir við gesti um verkin á laugardaginn, 13. september. Tvær nýjar sýningar verða síðan opnaðar laugardaginn 27. september.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.