Selfoss - 11.09.2014, Blaðsíða 6

Selfoss - 11.09.2014, Blaðsíða 6
6 11. SEPTEMBER 2014 Ótrúlegt úrval húsgagna Syrusson Hönnunarhús Síðumúla 33 syrusson.is Illugi Gunnarsson ráðherra: „Tölum um kosti en ekki að við séum að fást við galla“ Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra hef-ur farið um landið og kynnt áherslur sínar í menntamálum – undir hatti „Hvítbókar um umbæt- ur í menntun“. Hann kynnti þær í Tryggvaskála á Selfossi miðviku- daginn í fyrri viku, 3. september. „Grunnskólinn er besta tækið til að jafna stöðu fólks,“ sagði Illugi. Honum var tíðrætt um árangur skv. Písarannsóknum og einkum um bágborna stöðu stráka í lestri og læsi. Við vitum ekki hvaða fram- tíðarstörf bíða nemenda þegar hefðbundinni skólagöngu lýkur. Það var annað fyrir nokkrum ára- tugum. Menn vissu þá nokkurn veginn að hverju væri gengið að námi loknu. Velgengni drengja sem stúlkna í lífinu væri mjög komið undir því hvernig þeim vegnaði í skóla. Læsi væri undirstaða og við yrðum að bæta úr. Styrkur íslenska skólakerfisins lægi ekki síst í því að nemendur hefðu jöfn tækifæri til menntunar. Ísland væri með- al þeirra landa þar sem minnstur munur væri á árangri nemenda milli skóla. Illugi fjallaði um námstíma í framhaldsskólum. 44% lykju fram- haldsskólanámi á tilsettum tíma. Markmiðið væri að 60% (sex af hverjum tíu) lykju framhalds- skólanámi árið 2018. Í Písarann- sókninni kemur fram að hlutfall nemenda sem ekki geta lesið sér til gagns hefur hækkað úr 15% árið 2000 í 21% árið 2012. Markmið menntayfirvalda sé að árið 2018 verði þetta hlutfall komið niður í 10%. Raunhæf markmið, telur ráðherra, en sagðist ekki gefa neitt fyrir það að við værum í einhverju sæti í samanburði við aðrar þjóð- ir. Skólinn og heimilin yrðu að sameinast um þessi markmið. Þau yrðu að vera raunhæf. Það þyrfti að breyta hugsunarhættinum þegar kæmi að því að bæta skólastarf og efla það. „Tölum um kosti fremur en að við séum að fást við galla.“ Lesa má nánar um umbótatillög- ur í Hvítbókinni sem hægt er að nálgast á vefnum mrn.is. ÞHH Hrunamannahreppur: Verulegt álag vegna launahækkana Á fundi sveitarstjórnar Hruna-mannahrepps 4. september sl. var rekstur sveitarfélagsins fyrstu 8 mánuði ársins undir. Í fundar- gerð segir: „Sveitarstjóri fór yfir rekstur sveitarfélagsins fyrstu 8 mánuði ársins. Rekstur sveitarfélagsins er að mestu á áætlun en ljóst er að verulegt álag verð- ur á launaliði sveitarfélagsins vegna áhrifa nýrra kjarasamninga.“ Hvað verður í fjár- lagafrumvarpinu? Beðið er eftir fjárlagafrumvarpi til að sjá hvernig ríkið bregst við og leggur til fjármagn til byggingar verknámshúss Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Gert er ráð fyrir að það taki ár að reisa húsið. Á fréttasíðu Ásahrepps 4. sept. er vakin athygli á hversu mikilvægt starf FSu hafi verið en biðin eftir bættri aðstöðu fyrir verknám hafi verið löng. „Lengi hefur verið beðið eftir og barist fyrir nýrri verknáms- aðstöðu við skólann. Endurbyggingu Hamars, verknámshúss FSu. Fyrstu framlögin frá ríkinu til undirbúnings framkvæmdanna voru sett á fjárlög ársins 2012 en sveitarfélögin hafa safnað sínum hluta í sjóð um árabil. Í vikunni var stigið skref í átt að nýja verknámshúsinu með undirritun samnings um hönnun þess en þá var skrifað undir ráðgjafarsamning við TARK – Teiknistofan arkitekta um fullnaðarhönnun verknámsaðstöðu við Fjölbrautaskóla Suðurlands. ... Sveitarfélögin sem standa að skól- anum leggja til hluta af fjármögnun hússins, en halda að sér höndum með lokafjármagn þar til ríkisvaldið leggur fram sínn hluta og heildstæða fjámögnunaráætlun.“ Teikning: Ólafur Th. Ólafsson Samningur um framhald undirritaður. Beðið eftir endurbótum verknáms. Næstum helmingi færri í atvinnuleit 2014 en 2013 - Langflestir í Árborg Skráð atvinnuleysi á Suður-landi er nú 1.9%. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysið 2.6%. (miðað við opinberar tölur í júlí 2014) Í byrjun september voru 233 einstaklingar skráðir í atvinnuleit á Suðurlandi. 129 konur og 104 karl- ar. Þar af eru 120 með lögheimili í stærsta sveitarfélaginu, Sveitarfé- laginu Árborg. Á sama tíma í fyrra voru 422 einstaklingar skráðir í atvinnuleit á Suðurlandi, 241 kona og 181 karl. Þar af 191 með lögheimili í Sveitar- félaginu Árborg. „Eins og sjá má hefur atvinnu- leysi minnkað á Suðurlandi milli ára sem er mjög jákvætt fyrir svæðið,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, ráðgjafi Vinnumálastofnunar Suðurlandi. Svava Júlía segir mörg störf hafa ver- ið í boði undanfarið og að skráð séu sjö laus störf hjá fjórum fyrirtækjum á heimasíðu Vinnumálastofnunar fyrir Suðurland. Líklegt sé að talsvert fleiri störf séu í boði þar sem aðeins lítill hluti starfaauglýsinga komi inn á vef Vinnumálastofnunar. Þar sem dregið hefur úr atvinnu- leysi mun stofnunin minnka opn- unartímann. Frá 10. september n.k verður opið klukkan 09:00-13:00 alla virka daga á skrifstofunni á Selfossi og klukkan 09:30 -12:00 í Vestmannaeyjum. Skrifstofunni í Vestmannaeyjum verður lokað 1. desember 2014. Svava Júlía Jónsdóttir, ráðgjafi Vinnu- málastofnunar Suðurlandi.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.