Selfoss - 11.09.2014, Blaðsíða 8

Selfoss - 11.09.2014, Blaðsíða 8
8 11. SEPTEMBER 2014 „Listaverk náttúrunnar eru engu lík“ - Landnámsmenn á ferð. Þau fóru könnunarleiðangur um miðjan ágúst við leit að góðri gönguleið frá Landmannahelli í Dalakofann að Fjallabaki. Í ferðinni voru fulltrúar ferðafélaga; Útivistar og Ferðafélags Íslands, reyndir fararstjór- ar á fjöllum og heimafólk af Suður- landi sem þekkir hverja laut og hól að Fjallabaki. „Leiðin kom okkur skemmtilega á óvart,“ segir Guðni Olgeirsson, einn leiðangursmanna. Fjölbreytt og þægileg 20 kílómetra dagleið á fjöllum. „Maður fær á til- finn ing una að vera einn í heimin- um.“ „Listaverk náttúrunnar eru engu lík á þessu svæði. Dalastígurinn dá- samlegi. Hér eru nokkrar myndir frá könnunarferðinni um Dalastíg- inn, þ.e. leiðina frá Landmannahelli í Dalakofann, 20 km þægilega og fjölbreytilega leið innan Friðlands að Fjallabaki. Fengum gott veður og fallega birtu. Spái því að á næstu árum eigi margir eftir að ganga þessa leið sér til yndis. Sjón er sögu ríkari,“ segir Guðni. Myndirnar sem Guðni Olgeris- son tók varpa ljósi á fegurðina að Fjallabaki. Gengið upp með Dalakvíslinni og þar er kjörin uppgönguleið með fossum og litskrúðugum fjöllum. Örnefni eru af skornum skammti á þessu svæði. Mætti kalla þetta svæði Hvítakamb. Nafnlaus foss í litskrúðugu gili. Er enn með hugann við Dalastíginn, en Fjallabak kemur manni endalaust á óvart, sannkallað listasafn náttúrunnar. Fundum þennan nafnlausa foss og litskrúðugt nafnlaust gil í Dalakvíslinni. Kvöldkyrrð við Álftavatn. Náði þessari kvöldspeglun um daginn við Álftavatn. Töfrandi heimur. Kaldaklofsfjöllin og Skerinef njóta sín vel við þessar aðstæður, en það var ekki fyrr en undir kvöld sem þokunni létti. Sáum ekki handa okkar skil í Hrafntinnuskeri og gönguferð á Háskerðing verður að bíða betri tíma. Dalakofinn. Góður áningarstaður að Fjallabaki. Dalakofinn er rétt norðan Laufafells í nágrenni Reykjadala að Fjallabaki og er sérlega vel staðsettur í þessari stórkostlegu náttúru. Eigendur Dalakofans er Stolzenwald fjölskyld- an, en Rúdolf Stolzenwald sem upphaflega byggði skálann árið 1971 var frumkvöðull í hálendisferðum og ferðaðist mikið á vélsleðum og jeppum um þetta svæði. Útivist og börn Rúdolfs sem öll eru félagsmenn í Útivist gerðu með sér samkomulag um endurbyggingu skálans og lauk þeirri endurgerð 2010.(af vefnum nat.is) Smáhver með flottum útfellingum. Listaverk náttúrunnar í Dölunum. Furðumyndir. Við Landmannahelli á leið í Dalakofann. Olgeir Engilbertsson sá að venju um trússið. — með Ingibjörg Eiríksdóttir, Guðjón Ó. Magnússon, Olgeir Engilbertsson, Birgir Sigurðsson, Skúli H. Skúlason og Fanney Gunnarsdóttir. Vesturdalir. Laufafell í baksýn. Friðsæl stemning í Dölunum. Á toppi Sátu við Landmannahelli. Ómar bróðir horfir yfir Löðmundar- vatn með Löðmund og Lifrarfjöll í baksýn. Afar skemmtileg eins og hálfs tíma ganga frá Landmannahelli upp á topp Sátu og vel sést yfir nágrennið. Bara hressandi að vaða Helliskvíslina við skálana.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.