Selfoss - 11.09.2014, Síða 9

Selfoss - 11.09.2014, Síða 9
911. SEPTEMBER 2014 Haustið og fuglarnir Nú hallar sumri og farfugl-arnir halda á vit ævintýr-anna handan hafsins. Þeir sem fara lengst eru oftast þeir sem fara fyrst. Spóinn heldur alla leið til V-Afríku. Hann fer snemma og eru flestir spóar horfnir af landinu um þessar mundir. Margir aðrir vað- fuglar eru líka farnir, þó þeir fari ekki allir jafnlangt. Lóan er farin að hópa sig í túnum og fjörum. Hún fer síðust allra vaðfugla, hún er oft að dóla sér hér fram í nóvember og ruglar fólk stundum í ríminu, því hún er nú komin í vetrarbúning, búin að afklæðast svarta og hvíta skrautbúningnum og er öll gulflikr- ótt á að líta. Krían er að mestu farin í sitt óralanga farflug, en enginn fugl í heiminum fer jafnlangt og hún, alla leið til Suður-Íshafsins. Gæsir, endur og álftir eru seinna á ferðinni en vaðfuglarnir. Umferð- arfuglarnir, þeir sem hafa hér við- komu á leið sinni milli varpstöðva á Grænlandi og N-Kanada og vetrar- stöðva á Bretlandseyjum, skjóta fyrst upp kollinum um mánaðamótin ágúst-september og dvelja oft út október. Þetta eru blesgæs, margæs og helsingi. Hjá kollegum þeirra af ætt vaðfugla, rauðbrystingi, tildru og sanderlu, er umferðin að mestu búin. Þeir verpa einnig á Grænlandi og N-Kanada, en fara oft lengra en gæsirnar, t.d. til V-Afríku. Spörfuglarnir eru líka að tínast á braut, en enn eru fjörur fullar af þúfutittlingi, maríuerlu og stein- depli. Þanghrannirnar í fjörunni vestan við höfnina á Eyrarbakka eru gósenland spörfugla, vaðfugla og fleiri fugla og þar er nú mikil veisla eftir að leifar fellibylsins Cristobal gengu hér yfir laugardaginn 30. ágúst. Þá fylltist fjaran bókstaflega af þangi og aðalfæða fuglanna, þang- flugur, fara strax á stjá í hlýindum. Bráðum fara skógarþrestirnir að sækja í reyniberin í görðum. Þeir fita sig á berjum, bæði í görðum og á víðavangi, áður en flestir halda af landi brott í október. Ráðgátan mikla Næsta sumar leysist vonandi ein af stærstu ráðgátunum í íslenskri fuglafræði: Hvert fara óðinshanarn- ir á veturna? Það hefur aldrei verið staðfest hvar vetrarstöðvar íslenskra óðinshana eru, en þeir hafa vetur- setu á rúmsjó. Það sást á slóð endur- heimtra merktra norskra óðinshana, að þeir hafa vetursetu á Persaflóa. Ólíklegt er talið að íslenskir fugl- ar fari þangað. Til þess að reyna að svara þessari spurningu voru festir svonefndir gagnaritar eða ljósritar (geolocator) á 30 óðinshana í sum- ar; 10 í Flatey á Breiðafirði, 10 við Skjálfandaflóa og 10 í Friðlandinu í Flóa. Þetta er agnarsmátt tæki, um 0,6 g að þyngd, enda vegur óðins- hani eingöngu 40 grömm. Það þarf að ná tækinu aftur af fuglinum til að skoða gögnin, það sendir þau ekki frá sér. Gagnaritar hafa verið not- aðir til að staðfesta ferðir kríunnar og fjölmargra annarra farfugla og hafa þeir reynst eitt hið þarfasta tæki sem notað hefur verið í sögu fugla- fræðinnar. Reyndar stálu bretar glæpnum af okkur með því að setja gagnarita á óðinshana fyrir tveimur árum, þó að óðinshani sé miklu sjaldgæfari á Bret- landseyjum en hér. Þeir settu tæki á 10 fugla á einni Hjaltlandseynni og náðu einum þeirra aftur. Sá hafði farið yfir Atlantshafið um Ísland og Grænland suður með austurströnd Bandaríkjanna, yfir Karíbahafið og Mexíkó og endað á vetrarstöðv- um á sjó útaf ströndum Ekvador og Perú. Ferðalag fram og til baka uppá 25.000 kílómetra. Sennilega fara íslenskir óðinshanar á svipaðar slóðir á veturna. Loks má nefna að vetursetufuglar eru farnir að sýna sig á Suðurlandi. Dílaskörfum fjölgaði mikið á Eyr- um í ágúst, en þeir hverfa að mestu yfir hásumarið. Gráhegri brá sér á flug við Skerflóð á Stokkseyri fyrir nokkrum dögum. Hröfnum hefur fjölgað og mikið af máfum er nú á Ölfusá, flestir í útfallinu frá Slátur- húsinu á Selfossi. Texti og myndir: Jóhann Óli Hilmarsson Kríuungi þarf að læra að veiða sér fisk, áður en hann heldur í langferðina miklu milli póla. Lóuhópur í Flóanum að haustlagi Óðinshaninn er í raun sjófugl, sem kemur aðeins á land í 2-3 mánuði á ári til að verpa. Hér eru nýkomnir óðinshanar í Eyrarbakkafjöru. Óðinshani í Friðlandinu í Flóa, með gagnrita festan við annan fótinn. Tækið er 0,6 g. Heiðlóa í vetrarbúningi

x

Selfoss

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.