Selfoss - 11.09.2014, Qupperneq 12

Selfoss - 11.09.2014, Qupperneq 12
Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: 567­3440, Fax: 587­9192 BÍLSKÚRA- OG IÐNAÐARHURÐIR Rau ðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! 11. SEPTEMBER 2014 Haustferð með Stóru-Laxár- gljúfrum 20. september Vegna mikils áhuga höfum við ákveðið að bæta við einni gönguferð með Stóru - Laxárgljúfr- um. Ferðin verður laugardaginn 20.september, segir á fréttasíðu Hrunamannahrepps. Ekið er inn í afrétt og gengið niður með hinu stór- kostlega gljúfri Stóru-Laxár en það er rómað fyrir náttúrufegurð. Endað er við Hrunakrók. Ógleym- anleg ganga. Gangan er hugsuð sem náttúruskoðun. Gangan er í samstarfi við Upplit, menningarklasa uppsveita Árnessýslu. Panta þarf í þessa ferð þar sem keyra þarf göngufólk inn á afrétt. Kostnaður við þessa ferð er 5000 kr. fyrir akstri og leiðsögn. Pantanir berist á netfangið fossari@ simnet.is Gangan tekur ca 8 klst. Fararstjóri: Anna Ásmundsdóttir, Stóru Mástungu. Ferðin er með fyrirvara um að veður sé gott til göngu og náttúrur- skoðunar. HAUSTIÐ ER FAGURT Haustið er minn eftir-lætistími. Það er eitthvað svo notalegt þegar það fer að rökkva og kveikt er á kertum og upp í arni. Og þó að náttúran búi sig undir vetrarsvefninn er hún svo undurfalleg í allri sinni litadýrð. Á haustin er líka uppskerutími þegar grænmetið er þroskað og fullt af bætiefnum. Rótargrænmetið og berin hafa verið allt sumarið að safna í sig vítamínum. Á haustin er alveg tilvalið að hægelda græn- meti og kjöt. Lambaleggir eru mjög góðir hægeldaðir með rótargrænmeti og hafði ég þannig rétt á borðum á laugardaginn. Haustpottur 2 lambaleggir (auðvitað má líka nota t.d súpukjöt) Blanda af rótargrænmeti t.d. kar- töflum, rófu, gulrótum, rauðrófu, lauk, hvítlauk. ½ poki af þurrkuðum apríkósum 2 kanilstengur 1 dós tómatar 2-3 lárviðarlauf Nokkrar greinar af blóðbergi úr garðinum 2-3 greinar af rósmarín Lítil ferna af eplasafa (gott er að nota rauðvín í staðinn) Salt og pipar Sveppir 1-2 epli Leggirnir voru brúnaðir á pönnu og síðan settir í eldfastan pott ásamt sneyddu grænmeti og kryddi. Safan- um og tómötunum úr dósinni hellt yfir. Lokið sett á pottinn ( það má nota eldfast form og hafa álpappír yfir)og settur í 170 - 180°c heitan ofn. Þá er flott að fara í sund í 1og ½ tíma eða út að ganga. Eftir það bætti ég í pottinn nokkrum sveppum og brytjuðu epli. Potturinn fór aftur í ofninn í klukkutíma í viðbót. Þegar þessi réttur er borinn fram er mjög gott að setja yfir hann gremolata en það er þekkt ítölsk blanda sem oft er stráð yfir ýmsa rétti. Gremolata Rifinn börkur af einni sítrónu Lófafylli af steinselju 1 -2 pressuð hvítlauksrif Þessu er blandað saman og stráð yfir. Þetta er kröftugur og góður matur. Það má blanda ýmsu saman í pott- inn eftir hvað er til hverju sinni. Best er samt að nota kjöt með beini því að það kemur svo mikið bragð með beinunum. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kv, Kristjana 12 Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is Stuðningur til sjálfstæðis! Víðsjá 2. tölublað 2014 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, gefur út 2. tölublað Víðsjár fyrir árið 2014. Víðsjá er kynningarrit Blindra- félagsins og er því ætlað að auka þekkingu á högum blindra og sjón- skertra auk þess að veita innsýn í líf og starf félagsmanna. Viðsjá skipar lykilhlutverk í fjáröflunarmálum Blindrafélagsins en félagið þarf að afla 90% af tekjum sínum með eig- in fjáröflunum til að standa undir nauðsynlegri starfsemi og þjónustu. Stóra-Laxá. Mynd af vefnum svfr.is

x

Selfoss

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.