Selfoss - 11.09.2014, Blaðsíða 14

Selfoss - 11.09.2014, Blaðsíða 14
14 11. SEPTEMBER 2014 Bresta öldu hestar Falla tímans voldug ver varla falleg baga Snjalla ríman stuðla sterk stendur alla daga. Þessi óður Einars Benediktssonar til stökunnar hljómaði af pallinum í Herdísarvík s.l. laugardag þegar ríflega 2 tugir ferðafélaga úr Kvæðamanna- félaginu Iðunni söfnuðust saman þar saman og kváðu 24 mansöngsvísur Einars til Ólafs rímu Grænlendings. Bára Grímsdóttir var fararstjóri ferðarinnar sem hófst við Barböru- líkneskið við Álverið í Straumsvík, þjöppuðu Iðunnarfélagar sér þar inn í þrönga kví og sungu saman Bar- börukvæðið sem Bára kenndi þeim. Á leiðinni voru félagarnir að taka lagið af og til, sérstaklega höfðu þeir á uppáhald á ljóði Arnar Arnars Haf- ið bláa hafið enda lauk ferðinni við bárum skreytta fjöruna við Óseyrar- brú þar sem veitingahúsið Hafið bláa stendur og veitingamennir komu út á hlað þegar gestina bar að garði og buðu þeim hlýlega í bæinn. Eftirminnilegast var að koma að Selatöngum þar sem skoðaðar voru rústir verbúða, komið að brunnholu sjómannanna, ferskt vatn í holu þar sem gætti sjávarfalla og skoða fisk- byrgi sem var fagurlega hlaðið úr hraungrýtinu. Þarna dvöldu fiski- menn yfir háveturinn fram undir lok 19. Aldar, frá febrúarbyrjun fram á lokadag, 11. maí. Kvæðamannafélagið var stofnað 1929 og var það í tali manna þar í ferðinni að Einar Benediktsson hefði komið á stofnfundinn en þremur árum síðan flytur hann til Her- dísarvíkur ásamt Hlín Johnsson sem átti eftir að halda heimili fyrir hann þar á afskekktri suðurströndinni það sem hann átti ólifað. Einar dó 1940. Sérstakur vísnasmiður á bárum Ægis, Björg Einarsdóttir, var fædd hálfri annarri öld á undan Einari í Herdísarvík. Hún var kennd við aðra strönd og einnig afskekkta, Látraströnd við Eyjafjörð sem teygir sig út á móti Ólafsfjarðarmúlanum á vesturströndinni. Björg starfaði að sjósókn framan af ævi, batt lítt trúss sitt við hitt kynið og eignaðist ekki barn. En Látra-Björg skapar stórfenglegar myndir af sjávargangi: Orgar brim á björgum bresta öldu hestar stapar standa tæpir steinar margir veina. Þoka úr þessu rýkur, þjóð ei spáir góðu. Halda sumir höldar hríð á eftir ríði. Hvatningu fær nýi vermaðurinn: Róðu betur kær minn kall kenndu ekki í brjósti um sjóinn, þó harðara takirðu herðafall hann er á morgun gróinn. Ekki sparar Björg lýsingarorðin á skikkju Ægis í vísunni: Grenjar hvalagrundin blá geðs af kala stórum. Berg við gala og brotna þá bylgjur Valakletti á. Bænarandvarp Bjargar er hug- næmt þar sem hún situr við sinn keip á leið til miða og yrkir: Sendu Drottinn mildur mér minn á öngul valinn flyðru þá sem falleg er: Fyrir sporðinn alin. Úr Harð Haus (17) Ingi Heiðmar Jónsson þekkirðu bæinn? Að þessu sinni birtum við mynd af bæ sem ekki hefur verið staðsettur. Mynda- smiður er óþekktur. Hvaðan er myndin og hvenær gæti hún ver- ið tekin? Frekari upplýsingar um byggingarsögu eða ábúenda væri gaman að fá. Ef marka má undir- tektir við síðustu mynd sem við óskuðum eftir að væri borin kennsl á erum við bjartsýn á lausn. Upp- lýsingar eru vel þegnar, á ritstjóra á torlakur@fotspor.is eða í síma 8942098. Þá má hafa beint sam- band við Héraðsskjalasafn Árnes- inga. Myndin sem við birtum í síðasta blaði var af Hjallanesi í Landssveit. Ottó Eyfjörð tók hana 1983 eða 1984, segir heimildarmaður okk- ar, Halldór Helgason, sem bjó í Hjallanesi 1963 – 1981 ásamt móð- ur og bræðrum og tók við búi það ár og bjó þar til ársins 2003. Meðal annarra búenda í Hjallanesi voru hjónin Guðlaug Vigfúsdóttir og Þórður Þórðarson. Þau bjuggu í Hjallanesi 1902 til 1918. Þórður lést úr spænsku veikinni 1918 en Guðlaug bjó í Hjallanesi til 2013. Guðlaug sem var fædd 1866 dó í hárri elli 1928 og skrifar Grétar Fells um hana minningarorð í Al- þýðublaðið: „Ævisaga Guðlaugar var ekki viðburðarík, fremur en margra annarra góðra þjóðfélagsþegna, sem stunda störf sín í kyrþey. Hún var greind kona, vildi öllum vel og var gleðigjafi, .... Skapgerð hennar var heilsteypt og traust. Hún var vel verki farin og vildu á engu níðast, er henni var til trúað.“

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.