Selfoss - 25.09.2014, Blaðsíða 14

Selfoss - 25.09.2014, Blaðsíða 14
14 25. SEPTEMBER 2014 Enn er hún fríðust kvenna Hlýja og væta er veður þessara síðsumardaga, áhyggjur af gosmekki og vindáttum tengjast veðr- inu en mikinn mun er að finna á þessu eldgosi eða því sem Eyjafjallajökull spúði úr sér, lamaði samgöngur dög- um saman og þrengdi að mönnum og skepnum svo Kristján Fjallaskáld hefði mátt fara að mæla: „Bóndi minn þitt bú“ hverju sem hann hefði svo getað þar við bætt. Jarðvísindamenn þreytast ekki á að rifja upp Kröflueldaárin og segja okkur að þvílíkt tímabil kunni að vera í vændum. Við Hólsfjöll kenndi Kristján Jónsson 1842-1869 sig og á þess- um sömu fjöllum eru nú gististaðir vísinda- og fréttamanna, þeirra sem aðgang hafa að eldsumbrotasvæðinu. Ég er hraustur, ég er veikur ég er hryggur, glaður þó; ég er óhræddur, ég er smeykur, ég er snauður, ríkur nóg. Kristján var „sérstök uppáhalds- eign hvers heimilis á Fjöllum, hvers einstaks manns og vísur hans og ljóð voru daglega sungin og kveðin.“ Þetta segir sveitungi hans, sem flutti ungur af Hólsfjöllum. Kristján fæddist í Kelduhverfi, missti föður sinn 5 ára, eignaðist stjúpa 7 ára sem reyndist illa móður hans og sonum hennar báðum. En 12 ára fór hann í vist til frænda sinna og 17 ára var hann kominn í vinnumennsku eða kennslu upp á Fjöll. Kristján fór í Latínuskólann, kynntist smábænum Reykjavík þar sem bjuggu innan við 2000 íbúar og menntalífið þótti á stundum harla lágfleygt. Matthías Viðar gaf út ljóð Kristjáns og vandaða ævisögu 1986 sem þessi Harðhaus byggir á. Kristján hvarf frá ádeilukveð- skap þegar hann varð skólaþegn og Reykvíkingur og orti þar m.a. lotningarfull hátíðarminni til stifts- yfirvalda og konungs. En á þeim árum hneigðist hann til drykkju og hvarf svo frá námi. Kristján orti á reið ofan af Fjöll- um: Háum byggðum hélt ég frá hló í brjósti von og fró. Fráum Stormi fluttur á fló ég yfir hæð og mó. Ekki má ljúka svo Harðhaus, að ekki sé greint frá glæsiljóðum Krist- jáns eins og Dettifosskvæðinu, Þar sem aldrei á grjóti gráu eða Norður við heimskaut í svalköldum sævi en kuldi, vetur eða haust voru oft yrkisefni Kristjáns og eins horfið ástaryndi. Margir kunna og syngja Nú er frost á fróni sem hann orti á þorraþræl 1866. Fallegar manvísur gerði Kristján: Ungur var ek, er ungri unna-k fyrir Kjöl sunnan fold eyvita öldu. Aldri fyrnist það skaldi. Enn man-k atlot hennar enn þótt ei hana spenni; enn vil ek henni unna enn er hún fríðust kvenna. Nútíminn hampar Kristjáni lítt vegna fornlegs orðavals hans: orðin negg, hauður, hringaskorða finnast t.d. í ljóðum hans og þá vaknar með okkur spurningin hvort við eigum að bæta þessum orðum í safnið eða skellum aftur bókinni ólesinni. En rétt væri að lesa m. k. Veiðimanninn áður bókinni er lokað. Kvæði um annálahöfundinn Björn á Skarðsá orti Kristján og það var birt aftan við útgáfuna á Tyrkja- ránssögu Björns, þar segir: Hann sá, hve allt var glatað og gleymt frá gullöld sinnar þjóðar; en hans var margt í huga geymt um hagi jökulslóðar. Þar skráði allt hans iðna mund í aftankyrrð um vetrarstund. Einkabróður átti Kristján, sem heimsótti hann í fásinnið á Vopna- firði þar sem skáldið átti sínar síðustu stundir, sannfærður um þýðingar- leysi þess að berjast gegn dauðanum. Kristján fylgdi Birni bróður sínum fram sveitina þegar hann sneri aftur heimleiðis og skoraði Björn á hann láta af ofdrykkju og bera mótlætið með karlmennsku. Kristján svaraði með vísu: Vaka lífsins verði þér svo vær og ljúf og full af ró eins og banablundur mér blíðri niðri í grafarþró. Ljóðabréf hans til eins skáldbræðr- unum í Latínuskólanum, Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar prestssonar frá Stað/Prestsbakka í Hrútafirði sýnir öðru betur flug andans hjá Kristjáni. Í kvæðinu rifjar skáldið upp nöfn skáldbræðra sinna, leik- starf þeirra og „dvergmál af göml- um rímnalögum“ en lýkur þannig ljóðinu: Þá var gaman að leika og lifa! – En lengur um það ég má ei skrifa. Vertu nú sæll og síblessaður en sendu mér aftur línu, maður! því blessun ég ella í bölvun sný. Berðu þig, Eldjárn, að sjá við því. Æ, lifðu sæll við lukku´ og yndi leiktu þér eins og fugl í vindi. Ef dey ég, um mig grafskrift gjörðu með grallaralagi´ og háum klið því þá skilur mikill maður við er Kristján Jónsson krýpur að jörðu. Úr Harð Haus (18) Ingi Heiðmar Jónsson þekkirðu samkomuHÚsið? Að þessu sinni sendum við mynd af samkomuhúsi. Myndasmiður er Eyjólfur Eyjólfsson, skósmiður frá Bakkárholti í Ölfusi. Gaman væri að fá sögur af vist þarna, byggingar- söguna og fleira forvitnilegu. Allar upplýsingar eru vel þegnar, á rit- stjórn, torlakur@fotspor.is eða í síma 8942098. Þá má hafa samband beint við Héraðsskjalasafn Árnesinga. Fullt af nýju efni! Skólavefurinn.is LUNDINN & HVA LURINN Skólavefurinn.is Bættu námsáran gurinn! Myndin sem við birtum í síðasta blaði var af Barnaskólanum að Flúðum. „Eitthvað sýnist mér þetta kunn- uglegt varðandi Þekkirðu bæinn. Þar var numið, þar var dansað, Þar var margt af börnum prúðum. Spurningunni er svo ansað: Í árdaga svo var á Flúðum. Ég vísa til þess að barnaskólahúsið var byggt 1929 og því gefið nafnið Flúðir og nafnið sótt í flúðir í Hell- isholtalæknum sem rann þar í nánd. Svo var samkomuhúsið byggt við það. Nafnið færðist svo yfir á þétt- býlið sem síðar myndaðist.“ Árni Erlingsson Kjartan Helgason hafði einnig samband. Hann hafði verið í skóla þarna á sjötta áratug síðustu ald- ar. Tveimur árgöngum var kennt saman. Í stríðinu hýsti skólinn skjöl og gögn af Þjóðskjalasafni Íslands. Það þótti nokkrum tíðindum sæta. Þess er getið að undirstöð- ur hafi ekki verið allt of góðar. Jafnvel hiti í jörðu sem gerði vart við sig upp í gegnum gólf. Svo fór að lokum að upprunanlegt hús var rifið vegna lélegrar steypu. Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.