Selfoss - 09.10.2014, Blaðsíða 9

Selfoss - 09.10.2014, Blaðsíða 9
99. OKTÓBER 2014 Ljósleiðari og 3 fasa rafmagn forgangsmál Ég hef þegar lagt fram nokkur þingmál það sem af er þessu þingi. Meðal annars frum- varp um breytingar á fánalögum, þingsályktun um flutning Land- helgisgæslunnar frá Reykjavík til Suðurnesja, þingsályktun um að koma ónýttum ríkisjörðum í notk- un og þingsályktun um breytingar á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tæknifrjóvgunarmeð- ferða. Ég hef einnig lagt fram nokkr- ar fyrirspurnir varðandi sjúkraflug, greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna ferðakostnaðar sjúklinga sem þurfa að aka í lífsnauðsynlegar lækn- ismeðferðir til Reykjavíkur en búa innan við 50 km frá höfuðborginni og nokkrar fyrirspurnir varðandi líffæragjafir og líffæraígræðslur. Ég legg þessi mál fram vegna þess að ég tel skipta máli að þau séu rædd og gerðar breytingar á reglum og fyrirkomulagi sem þeim tengjast. Við verðum að klára að ljós- leiðaravæða landið allt og koma 3 fasa rafmagni til allra íbúa. Í dag eru þetta grunnþarfir sem standa atvinnuuppbyggingu víða fyrir þrif- um. Það er einnig bráðnauðsynlegt að fá meira fjármagn til viðhalds á vegum. Það er mín skoðun að nú sé staðan þannig að nýframkvæmdir verði að bíða og næstu árin leggj- um við inn aukið fé til viðhalds. Ef ekki, þá stefna samgöngumálin í algert óefni. Ég myndi vilja sjá aukin fjárfram- lög fara til rannsókna á Grynnsl- unum í Hornafirði en ástandið er orðið þannig að nýjustu skipin eiga orðið í erfiðleikum með að komast að landi með sinn verðmæta farm. Við verðum að leysa samgöngumál- in til Vestmannaeyja. Staðan eins og hún er núna er fullkomlega óþol- andi. Ég er því miður ekkert allt of bjartsýn að fjárframlög fáist í nýjan Herjólf en við þingmenn verðum að halda áfram að vinna í átt að því markmiði. Skortur á hjúkrunarrýmum er vandamál um allt land sem á eft- ir að aukast á komandi árum. Við verðum að gera langtímaáætlun um hvernig við ætlum að fjármagna fleiri hjúkrunarrými um land allt og mæta vaxandi þörf fyrir þau. Ég myndi einnig vilja sjá stór- aukin framlög til hafrannsókna. Fiskurinn er undirstaða velferðar á Íslandi og til þess að geta veitt hann, verðum við að styðjast við rannsóknir sem sýna að af nógu sé að taka. Þingveturinn fer vel af stað. Ég er mjög bjartsýn á framhaldið og tel að ríkisstjórnin sé á réttri leið. Verkefnin eru svo sannarlega fjöl- mörg og flókin en þegar maður trúir á það sem maður stendur fyrir og gefst ekki upp, þá kemst maður á endanum í áfangastað. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks Tími til að tengja Fjarskiptamál og hafnarmál. Fjarskiptamál eru án efa mikilvægustu málin í þessu kjördæmi eins og reyndar á landinu öllu. Ef við viljum í raun hafa jafnvægi í búsetu þá verða fjarskiptamál að vera í góðu lagi. Allt atvinnulíf er háð fjarskipt- um, raforkuframleiðsla, verslun og ferðaþjónusta, skólakerfið og nútímalandbúnaður að ógleymd- um samskiptum við stjórnsýsluna. Ég hef verið í starfshópi sem innanríkisráðherra skipaði til að endurskoða þessi mál og mun hópurinn skila skýrslu í þessum mánuði. Ég á von á að býsna rót- tækar hugmyndir verði viðraðar í þeirri skýrslu. Ljóst er að með óbreyttu ástandi eru fjarskiptafyr- irtækin ekki á leiðinni að fjárfesta í ljósleiðurum í hinum dreifðu byggðum landsins. Ég mun því beita mér fyrir því að markvisst verði unnið að því að leggja ljós- leiðara í sveitirnar og samhliða því verði þriggja fasa rafmagn lagt þar sem það er ekki fyrir. Það er ekki ásættanlegt að heilu sveitirnar fái þau skilaboð að internetið komi um leið og þriggja fasa rafmagnið eða árið 2030 það verður einfald- lega of seint, fólkið verður farið. Endurbætur á hafnarmannvirkj- um í kjördæminu eru mjög brýn og í Þorlákshöfn hefur sveitarfé- lagið lagt fram áætlun um aukin umsvif í höfninni, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Gæti þar verið um eitt brýnasta hagsmunamál sunnlendinga í atvinnumálum að ræða. Hallalaus fjárlög. Varðandi fjárlagafrumvarpið þá er mest um vert að hafa þau hallalaus. Það gengur ekki að auka skuld- ir, við þurfum frekar að minnka skuldir. Grátlegt að þurfa að greiða um 80 milljarða króna í vexti eins og við gerum í dag. Gott væri að hafa það fjármagn til að byggja upp heilbrigðiskerfið og hjúkr- unarheimili þegar við horfum fram á það hvað þjóðin er að eldast og að þörfin eykst jafnt og þétt. Fyrir okkur í Suðurkjördæmi þurfum við að fá meira fjármagn í sam- göngumál og gæta þess að haldið verði áfram að hanna nýjan Herj- ólf og einnig að haldið verði áfram rannsóknum við Landeyjar-höfn og Hornafjarðarhöfn. Atvinnumál á Suðurnesjum eru mikið áhyggjuefni og ákveðin von- brigði að ekki skuli vera hraðari uppbygging við Helguvíkurhöfn. Vissulega eru málin aðeins að hreifast til betri vegar þar sem framkvæmdir við Kísilverksmiðj- una United Silicon eru hafnar og nokkur fyrirtæki í startholunum. Suðurnesjamönnum finnst lítil sanngirni í því að þar sem atvinnu- leysið er mest eins og á Suðurnesj- um og hafnaraðstaða er fyrir hendi skuli sveitarfélagið ekki fá neina aðstoð við að skapa framtíðarstörf. Stjórnvöld settu sér heldur lög til atvinnuuppbyggingar annarsstaðar á landinu. Varðandi framlög til hinna ým- issa mála eins og menntamála, heilbrigðismála og félagsmála benda samanburðartölur til þess að heldur halli á okkur í Suður- kjördæmi og það þurfum við þingmenn kjördæmisins að fara vel yfir. Það er jákvætt að fjármagn er áætlað í byggingu verknámshúss FSu og tryggja þarf að hægt verði að taka það í notkun haustið 2016. Að lokum verð ég að nefna að ég bind miklar vonir við að málefnalegar umræður verði um frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða og niðurstaða fá- ist sem sæmileg sátt skapist um í þjóðfélaginu. Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokks. Blásið verði til stóraukins samráðs Björt framtíð mun halda áfram að leggja áherslu á að breyta stjórnarháttum og því hvernig stjórnmál eru iðkuð á Íslandi. Það mátti vel sjá á síðasta þingi að hlutirnir eru að þokast í rétta átt hvað þetta varðar. Mun ró- legra yfirbragð var á þingstörfum og minna um skæting í ræðustól. Það væri ofsögum sagt að samskipti milli stjórnarflokkanna og minni- hlutaflokka á þingi væru orðin eins og best verður á kosið. Oft hvessir hressilega og umkenningarleikur fyrri stjórnarflokka og þeirra sem nú fara með völdin fer í gang. Ákveða þarf hvaða gjaldmiðill hentar íslensku efnahagslífi best. Við þingmenn Bjartrar framtíð- ar höfum lagt okkur fram um að koma fram að virðingu við alla sem starfa í þinginu, jafnt ráðherra, þingmenn annarra flokka sem og starfsfólk þingsins. Því munum við halda áfram því við trúum því að þrátt fyrir ólíka nálgun og áherslur á hin ýmsu málefni þá leiði víðtæk samvinna þvert á flokka til far- sælustu niðurstöðu. Björt framtíð mun leggja fram bæði þingsálykt- unartillögur og frumvörp á þessu þingi um hin ýmsu mál sem stuðl- að geta að bættu samfélagi. Má t.d. nefna tillögu til þingsályktunar um framtíðargjaldmiðil Íslands sem við Grunnþjónustan mikil­ vægust fyrir okkur í Suðurkjördæmi Þau eru mörg málin sem mikilvægt er að vinna fram-gang en þau sem tengjast grunnþjónustunni hafa forgang. Þar kem ég sjálfur mest að sam- göngu- og lögggæslumálum, en þar kemur saman áhersla á um- ferðaröryggi. Ég kem einnig mikið að heilbrigðis- og menntamálum. Þá mun ég einnig koma sjálfur að nokkrum þingmálum og má þar nefna frumvarp um frekari úrræði í heimilisofbeldismálum og frum- varp um smásölu áfengis sem er mikið byggðamál í mínum huga. Hagræðing og forgangsröðun er mikilvægast hvað varðar fjár- lagafrumvarpið. Þannig getum við búið til svigrúm til að auka fjármagn í samgöngu- og heil- brigðismálin en það eru brýnustu verkefnin í Suðurkjördæmi. Stóru verkefnin framundan eru samgöngumál. Þau mál er tengjast grunnþjónust- unni eru mikilvægust fyrir okkur í Suðurkjördæmi. Stóru verkefn- in framundan eru samgöngumál eins og að klára tvöföldun Suður- landsvegar til Selfoss, smíða nýjan Herjólf, tryggja heilsárssamgöngur um Landeyjahöfn og útrýma ein- breiðum brúm að Hornafirði. Þá skiptir líka miklu máli fyrir íbú- ana og ferðaþjónustuna að hér- aðs- og tengivegirnir verði byggðir upp og viðhaldið. Þar er komið að þolmörkum víða. Fjarskiptin skipta einnig miklu máli um allt Suðurland. Alls staðar í kjördæm- inu þarf að taka á málum varð- andi aldraða, þá helst hvað varðar hjúkrunarheimili. Það má þakka samstöðu sunnlendinga og baráttu þeirra með okkur þingmönnum að það er búið að tryggja upp- byggingu verknámshúss við FSu - og áfram þurfum við að vinna að eflingu fræðslunetsins. Ég vonast eftir góðu samstarfi við íbúa Suðurkjördæmis en saman munum við ná góðum árangri fyrir okkar góða kjördæmi , kjördæmi tækifæranna. Góðar stundir. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks Vilhjálmur Árnason. Páll Valur Björnsson. Silja Dögg Gunnarsdóttir. Páll Jóhann Pálsson. Framhald á næstu síðu.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.