Selfoss - 09.10.2014, Blaðsíða 14

Selfoss - 09.10.2014, Blaðsíða 14
14 9. OKTÓBER 2014 Gefur á bátinn? Eitthvað bjátar á hjá þér augað grátið hefur. Þetta er mátinn, því er ver þegar á bátinn gefur. Arnleif Lýðsdóttir er höfundur vísunnar hér að ofan. Hún var fædd í Brattholti 1877 og bjó á Eiríksbakka sem tilheyrir einnig Biskupstungum. Arnleif var snjall hagyrðingur eins og sjá má á hringhendunni næstu Eftir strangar erjur dags oft mér langan vekur stríða að sitja í fangi sólarlags við sumarangan grænna hlíða. Í Iðunnarferð var Arnleif beðin um vísu: Ef ég svara ætti þér ei má spara kraftinn. Örvar fara út frá mér opni ég bara kjaftinn. Skáldkonan á vænan ættbálk af söng- og ljóðelsku fólki vítt um Suðurland og bera nokkrir afkom- endanna þetta tignarlega nafn henn- ar. Vísur Arnleifar og fjölmargra vísnasmiða má finna á vefsíðum sem varðveittar er hjá Árnastofn- un. Bragi.info er gott leiðarhnoða til að finna síðuna. Ragnar heitinn Böðvarsson lagði grunn að vísna- síðu Árnesinga þar sem finna má vísur Arnleifar og fjölmargra Sunn- lendinga, en nú er hvoru tveggja að Ragnars nýtur ekki lengur við og sá skorni skammtur sem veittur var til vísnaskráningar er uppurinn og erfitt að sækja fleiri krónur til frekari skráningar. Ragnar tók þátt í starfi Hörpu- kórsins, sótti söngkvöld og morgun- og nónsöngva í Grænumörk. Hann orti líka um sönginn: Verði stundin leið og löng læra skaltu þetta: Ef þú bara iðkar söng óðar mun þér létta. Norður við Húnaflóa í Skjalasafni Austur-Húnvetninga spratt upp kersknisvers, vel hálfrar aldar gam- alt og lenti framan á Harðhausnum, vísa um bankastjóra þar sem kunn- uglegt örnefni uppi á Kili er notað til að breiða yfir rótarskapinn: Það ætti að hreinsa út með sóp innstu bankasali og reka alla í einum hóp upp í Þjófadali. Úr Harð Haus (19) Ingi Heiðmar Jónsson þekkirðu bæinn? Að þessu sinni birtum við mynd af óþekktum bæ. Ljósmyndari er Ottó Eyfjörð. Upplýsingar eru vel þegnar. Hvaðan er myndin? Hver er sagan á bak við myndina? Og aðrar sögur vel þegnar. Vinsamlegast hafið samband við ritstjóra í síma 8942098 eða á netfang torlakur@fotspor.is. Þá má hafa beint samband við Héraðskjala- safn Árnesinga á Selfossi. Í síðasta blaði birtum við mynd af samkomuhúsi. Þetta reyndist vera Vatnaskógur Vindáshlíð. Þar hefur KFUM haldið hús um árabil. Þar er allt gróið og sumarbústaðir á víð og dreif innan um og saman við skóg- inn. Þar hefur ekki alltaf verið jafn gjöfult. Um miðja 19. öld féll jörðin undir Reynivelli í Kjós. Segir um tekjur af ítökum og hlynnindum: Ónotuð: „Hin önnur ítök eru að mestu liðin undir lok, nema lítilfjör- legt hrísrif í Vindáshlíð ...“ Sunnudag 14. ágúst 1932 drifu KR ingar sig í „skemtiför“ og buðu öðrum bæjarbúum með. Stefnt var í Vatnaskóg í berjamó, danz og sund. Lagt var af stað með Esjunni sundvíslega klukkan 8.15 árdegis. Farþegar fluttir í land að Saurbæ og þaðan lagt strax af stað upp í Vatnaskóg. „Í skóginum verður skemt með hljóðfæraslætti, glímu og danz. Þeir, sem þess óska, geta farið í berjamó í nágrenninu.“ Boð- ið var upp á veitingar í skóginum: Skyr, mjólk, kaffi, öl og gosdrykki, sælgæti o.fl. Farmiðar kostuðu 5 kr. fyrir fullorðna og 2,50 kr. fyrir börn innan 12 ára. Fáum okkur far saman „Við höfum mætt miklum hlýhug og velvilja frá heima-mönnum sem við erum þakk- lát fyrir. Starfið leggst afskaplega vel í mig og fjölskylduna. Við hlökk- um til að gerast sveitafólk og verða hluti af kröftugu og góðu samfé- lagi hér í uppsveitunum, “ segir sr. Óskar H Óskarsson við tíðinda- mann blaðsins eftir að hann var settur inn í embætti sóknarprests í Hrunaprestakalli sl. sunnudag, 5. október. Fjölmenni var í messu. Sr. Óskar predíkaði og sagði m.a. „Boðskapur kirkjunnar, fagnaðarer- indið skal áfram flutt, sungið, sagt og téð Guði til dýrðar og okkur til uppbyggingar. . . . Sem fyrr er lífið framundan í allri sinni flóru. Í gleði og raunum, í hversdagslegu amstri okkar, á tyllidögunum, árið um kring. Fáum okkur far saman, sem samfélag og sem kirkja. " Fjölskyldan mun söðla um. „Það verður holl áskorun að takast á við nýjar aðstæður og um leið gerast bóndi, “ segir sr. Óskar. „Við verð- um með fé, tíu hænur, tvo ketti og einn hund; svo það er nú talsverð breyting á búskaparháttum miðað við það sem var á Kirkjuveginum á Selfossi. Um leið og ég er afskaplega þakklátur fyrir árin sem ég átti á Selfossi og fyrir allt það góða fólk og góðu vini sem ég eignaðist þar þá geng ég fullur tilhlökkunar til nýrra starfa í Hrunaprestakalli. Allt hefur sinn tíma, segir í Prédikaran- um, og það var svo margt í kort- unum sem sagði mér að nú væri einmitt rétti tímapunkturinn til að freista gæfunnar. Að það skyldi síðan ganga upp - að Gnúpverj- ar, Skeiðamenn og Hrunamenn skyldu treysta mér til starfans - er auðvitað eitthvað sem ég er gríðar- lega þakklátur fyrir. “ ÞHH Sr. Óskar var auðvitað mættur í Skeiðaréttir í haust.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.