Selfoss - 23.10.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 23.10.2014, Blaðsíða 2
2 23. Október 2014 fæst hjá Østerby Hár Austurvegi 33-35, Selfossi, tlf: 4821455 Betri rakstur Það kann að vera að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um áform ríkisstjórnarinnar að hækka „matarskattinn“ úr 7% í 12%. Rétt er samt að fjalla um efnið þar sem röksemdir skortir. Auk matarskattshækkunar mun efsta þrep virðisaukaskatts lækka og barnabætur hækka og eiga þannig að koma til móts við matarskattshækkunina. Sérstaklega er eftirtektarvert að skoða rök- semdir – nú síðast fjármálaráðherra – um að allir muni njóta góðs af. Tölur um útgjöld heimila og tekjuskiptingu segja aðra sögu en þá að „allir“ muni hagnast. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa beinlínis hafnað þeirri fullyrðingu - að hækkun matarskattsins muni bitna mest á þeim tekjulægstu. Hafna sem sagt því að útgjöld þeirra í mat og drykk vegi þyngra en þeirra sem hærri hafa tekjurnar. En hvað segja tölurnar okkur? Í desember 2013 birti Hagstofan niðustöður úr rannsókn á útgjöld- um heimilanna fyrir árin 2010 til 2012 (á verðlagi ársins 2012). Niðurstöðurnar voru greindar niður eftir heimilisgerð, búsetu og útgjalda- og tekjuhópum. Athyglsiverð er þessi niðurstaða Hag- stofunnar: „Tekjur þess fjórðungs heimila sem hæstar tekjur hafði voru að jafn- aði 161% hærrri en þess fjórðungs sem lægstar tekjur hafði. Útgjöld þeirra tekjuhæstu voru 60% hærri en tekjuminnsta fjórðungsins.“ Fleira í rannsókn Hagstofunnar styðja þau rök að hækkun matarskatts bitni meira á hinum tekjulægstu. Þá er bilið milli hinna tekjulægri og tekjuhærri að breikka. Lækkun vörugjalds sem ríkisstjórn boðar mun einnig hagnast best þeim sem hafa hærri tekjur. Með öðrum orðum tekjur þeirra efnamestu voru 161% hærri en þeirra tekjulægstu en neysluútgjöldin „aðeins“ 60%. Önnur mikilvæg niðurstaða Hagstofunnar er þessi: „Þar má sjá að stærri hluti útgjalda útgjaldalágra heimila fer til kaupa á mat og drykkjarvörum og í kostnað vegna húsnæðis, hita og rafmagns en hjá útgjaldaháum heimilum ...“ Þarf frekar vitnanna við? Það er augljóst þeim sem vilja skoða gögn um útgjöld og tekjur heimila að boðaðar aðgerðir ríkisstjórnar munu alls ekki koma „öllum“ til góða. Ofan á það sem hér er sagt eru fjölmargir stórir hópar í samfélaginu sem njóta ekki aðgerðanna að neinu leyti. Barnlaust fólk nýtur t.d. ekki barnabóta. Öryrkjar eru í hópi þeirra sem minnstar hafa ráðstöfunartekjurnar. Hjá fjölda þeirra ná endar ekki saman. Eins og fram kemur í fréttaskýringu í blaðinu í dag er einnig stækkandi hópur í „frjálsu falli“ þar sem leiga hefur hækkað langt umfram allar vísitölur. Þorlákur Helgi Helgason Matarskatturinn LEIÐARI það var og... „Höfnin í Eyjum er ákveðinn flöskuháls varðandi stærð skipa“ „Vestmannaeyjahöfn er ein stærsta útflutningshöfn á Íslandi og við verðum að nálgast verk- efnið frá því sjónarhorni. Um 10% af útflutningstekjum þjóðarinnar í sjávarútvegi koma frá Eyjum og því mikilvægt í þjóðhagslegu tilliti að yfirvöld bregðist við. Við höfum vitað það í töluverðan tíma að höfn- in í Eyjum er ákveðinn flöskuháls varðandi stærð skipa sem Eimskip og Samskip eru með og eins og Pálmar Óli Magnússon forstjóri Samskipa hefur bent á þá mun skipakostur áfram fara stækkandi næstu árin,“ segir Sigursveinn Þórðarson, for- maður framkvæmda- og hafnarráðs Vestmanneyja. Ráðið fjallaði um vandann á fundi í sl. viku. „Það er vinna í gangi við þriggja ára samgönguáætlun og mikilvægt að stjórnsýslan hafi þetta í huga við þá vinnu. Við viljum með þessari bókun hvetja yfirvöld til þess að bregðast við fyrirhuguðum vanda.“ Sigursveinn segir nokkra kosti hafa verið skoðaða. Einn þó sérstaklega, stórskipakant fyrir utan Eiðið. „Það hefur verið unnin kostnað- aráætlun við slíkt verk og hljóðar hún upp á 3,5 milljarða króna. Það er spennandi kostur, enda myndi það leysa það vandamál sem blasir við varðandi stærð flutningaskipa og eins gefa okkur kost á að taka á móti stærri skemmtiferðaskipum en hægt er í dag.“ Sigursveinn Þórðarson Eina með öllu eða engu? Heimilisskuldirnar lækka um 300 miljarða króna! Eða það hélt fólk a.m.k. Í mars sl. líkti forsætiráð- herra umsóknarferlinu til að nálg- ast skuldaniðurfellinguna vera auð- veldara en að panta pitsu. Pitsan hefur reyndar orðið einfaldari eftir því sem nær dregur útborgunar- deginum. Áleggið er fátæklegra en í upphafi var lofað. „Þar með taldar Vest- mannaeyjar ...“ Bæjarráð Árborgar fjallaði um Drög að reglugerðum um umdæmamörk nýrra lögreglu- og sýslumannsemb- ætta, erindi frá Innanríkisráðu- neytinu, dags. 8. október 2014. Bæjarráðið „fagnar því að Sveitar- félagið Hornafjörður heyri undir Suðurlandsumdæmi og mælist til þess að allt Suðurland, þar með tald- ar Vestmannaeyjar, verði eitt lög- regluumdæmi og eitt sýslumanns- umdæmi.“ Hvað ætli bæjarstjórn Vestmannaeyja segi við því að verða að „þar með taldar ...“ – eins konar jaðarbyggð eða hvað? Athugsaemdir við drögin áttu að berast daginn eftir bæjarráðsfundinn. Verslanir verð- merki sjálfar Neytendasamtökin gera þá kröfu að verslanir verðmerki sjálfar eins og almennt tíðkast í Evrópulöndum. „Eftir að bann við forverðmerking- um tók gildi er kjöt, og fleiri vörur í óstöðluðum umbúðum, almennt ekki verðmerkt í verslunum nema með kílóverði. Neytendur þurfa því að nýta skanna til að sjá endanlegt verð. Talsverð óánægja hefur verið vegna þessa meðal neytenda.,“ segir í samþykkt á þingi Neytendasamtak- anna 27. sept. sl. Er rúm fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum og opinberri umræðu? Spennandi umræðuefni verður á ráðstefnu á vegum Háskólans á Bifröst og Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Þjónandi forysta, samskipti og samfélagsleg ábyrgð. Ekki er vitað hvort alþingismenn þyrpist á Bifröst að hlýða á Óttar Proppé sem ætlar að brydda upp á ást og um- hyggju í sínu erindi. Hér má taka forskot á sæluna og hlusta á hann á jútúp. „Er ekki og verður ekki glímumaður.“ Fréttir af héraðsmóti við Þjórsárbrú 1926. „Stærsti maðurinn í eldri flokknum er ekki glímumaður og verður ekki.Hann er of stirður og sterkur. Voru allar glímurn- ar mjög ljótar, þar sem hann var annarsvegar. ... Þetta mót fór eftir atvikum vel fram. En íþróttaafrek- in eru mjög lág. Eru orsakirnar sérstaklega tvær. Fyrst að íþrótta- mennirnir æfa sig sárlítið og það, sem þeir æfa, gera þeir reglulaust. Þannig varð eg þess fljótlega var, að þeir vissu flestir (eða engir) ekkert í almennum leikreglum og höfðu því ekki æft eftir þeim. ... Hlaupa- brautirnar eru ósléttar, of mjóar og hallandi. 100 metra brautin of stutt og hring brautin þannig, að á henni eru hvergi beinar línur.“ (Tíminn 24. 7. 1926) óttar Proppé. „Smellpassar í forritunarkennsluna,“ segir Sigurlás Þorleifsson skólastjóri. Grunnskóli Vestmannaeyja er einn fjögurra grunnskóla sem hlýtur styrk úr sjóðnum For- ritarar framtíðarinnar. Sjóðurinn „Forritarar framtíðarinnar” er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og fram- haldsskólum landsins. „Þetta er frábært fyrir okkur. Við höfum einmitt verið að byggja upp sér- staka tölvustofu og hófum forritun- arkennslu í fyrra. Þetta smellpassar við okkar áform,“ segir Sigurlás Þorleifsson skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja. Skólinn deil- ir fjórum milljónum króna með þremur öðr- um skólum. Þar á meðal er Kirkju- bæjarskóli. Sigurlás Þorleifsson skólastjóri. Mynd: Sigurgeir.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.