Selfoss - 23.10.2014, Blaðsíða 11

Selfoss - 23.10.2014, Blaðsíða 11
1123. Október 2014 „Fræðsla og afþreying hjá upptekinni þjóð“ Fjölbreytt dagskrá um safnahelgi sem hefst 30. október. „Söfnin og sýningar þeirra mætti nýta mun meira bæði í fræðslu-starfi og sem spennandi valkost þegar kemur að því að velja afþr- eyingu hjá upptekinni þjóð,“ segir Barbara Guðnadóttir, menningar- fulltrúi Ölfuss. Fyrstu helgina í nóvember stend- ur sunnlendingum og gestum þeirra margt til boða á svæðinu frá Selvogi í vestri til Hornafjarðar í austri, upp til sveita, niður að sjó og í Vestmannaeyjum en þá verður í sjöunda skipti efnt til Safnahelgar á Suðurlandi. Ýmislegt verður í gangi á söfnum, setrum og á sýningum. Það eru Samtök safna á Suðurlandi sem standa fyrir viðburðinum en hvatinn að stofnun þeirra var löngun til þess að efla og styrkja safnastarf á Suðurlandi, gera það sýnilegt, setja í samhengi og efna til víðtæks sam- starfs. „Með opnunarhátíð og málþingi í upphafi safnahelgar verður leitast við að draga fram hversu spennandi og fjölbreytt starfsemi safna getur verið. Söfnin og sýningar þeirra mætti nýta mun meira bæði í fræðslustarfi og sem spennandi valkost þegar kemur að því að velja afþreyingu hjá upp- tekinni þjóð,“ segir Barbara Guðna- dóttir, menningarfulltrúi Ölfuss. Málþingið og setning safnahelgar verður fimmtudaginn 30. október í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í Þor- lákshöfn. Þar munu þau Sigur- jón Baldur Hafsteinsson, dósent í safnafræði, Alma Dís Kristinsdóttir safnafræðingur og Þorsteinn Hjart- arson, fræðslustjóri Árborgar flytja erindi um safnastarfið og samfé- lagið. Einnig verða í hraðfréttastíl kynnt áhugaverð verkefni í barna- og fræðslustarfi nokkurra safna. Allir eru velkomnir á opnunarhá- tíðina sem hefst klukkan 16: 00. Í boði verða spennandi erindi, léttar veitingar og tónlistarflutningur. Í kjölfarið verað viðburðir um allt Suðurland fram til sunnudagsins 2. nóvember. „Bíð óþreyjufull eftir að byrja“ Jóna Sigríður Guðmunds-dóttir, sérfræðingur hjá Fiskistofu tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá Grími kokki í Vestmannaeyjum. „Starf- ið leggst mjög vel í mig og bíð óþreyjufull eftir að byrja. Ég fæ að kynnast nýju fólki og fullt af spennandi verkefnum að glíma við,“ segir Jóna Sigríður. Hún er gift Viðari Hjálmarssyni, stýri- manni á Huginn Ve. og saman eiga þrjú börn, Hjálmar, 23 ára, Guðrúnu Ágústu 21 árs og Bjarna Ólaf 17 ára. „Við hjónin eru bæði fædd og uppalin í Eyj- um og viljum hvergi annarsstaðar búa.“ Jóna Sigríður er viðskipta- fræðingur frá Háskólanum á Ak- ureyri og er í meistaranámi í ver- kefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík „Ég hef starfað hjá Fiskistofu í rúm 8 ár á starfstöð í Eyjum og fannst mér orðið tíma- bært að breyta til. Ég hef fylgst með vexti fyrirtækisins frá upp- hafi og hef dáðst að eldmóði og krafti í því fólki sem hefur byggt það upp. Ég er því mjög ánægð að fá tækifæri til að taka þátt í enn frekari vexti þess.“ Haustgróðursetning trjágróðurs í görðum Hér á Suðurlandi hefur veturinn langan að-draganda. Samkvæmt mínum vestfirsku viðmiðunum nær sunnlenska haustið eiginlega alveg fram að jólum. Þótt komi nokkrar frostnætur og að einstaka sinnum geri hryðjur á fjallvegum, þá getum við dundað okkur við að gróðursetja tré og runna langt frameftir meðan ekki setur frost í jörð. Haustgróðursetning hér sunn- anlands er á margan máta mjög heppileg. Fyrst og fremst sparar hún okkur áhyggjur og stress þegar mest er að gera á vorin og mikið liggur á að koma garðinum í skikk fyrir sumarið. Koma niður kartöfl- unum, sinna grænmetisreitunum og undirbúa sumarblómabeðin. Í öðru lagi er rótarvöxtur trjágróðurs mun örari á haustin en á öðrum árstímum. Þegar dagarnir styttast og lauf fellur nýta trjáplönturnar tímann til að þenja út rætur sínar sem víðast um jarðvegin meðan hann er ófreðinn. Orkuforðann sem þær söfnuðu um sumarið, og geyma nú að mestu í rótum sínum, nota þær til þess. Haustið er því tíminn sem best er að nota til að gróðursetja tré og flytja til runna. Aðferðin er ekki flókin. Inni á lóðum í þéttbýli þarf samt að hugsa nokkra áratugi fram í tímann ef til stendur að gróður- setja tré sem munu stækka og marg- faldast. Gæta þarf að að slík tré séu ávallt vel inni á lóðinni, helst ekki styttra en fjóra metra frá lóðamörk- um. Líka þarf að sjá fyrir sér hvort þau muni skyggja á eftirsóknarvert útsýni ellegar byrgja garðeigand- anum og grönnum hans sólarsýn þegar fram líða stundir. Tré eru á ýmsum stigum þegar þau eru gróðursett. Í gróðrarstöðv- unum eru tré sem búið er að undir- búa sem stakstæð garðtré venjulega orðin nokkuð myndarlega há til toppsins. Að minnsta kosti 100- 120cm há, en einnig er hægt að fá enn stærri tré sem komin eru yfir tvo metra eða meira. Stóru trén eru yfirleitt seld sem hnausplöntur, en lægri trén koma oftast í pott- um. Svo er að sjálfsögðu hægt að fá trjáplöntur sem ræktaðar eru í fjölpottum eða seldar sem berróta smáplöntur. Þannig plöntur notum við frekar í sumarbústaðalönd en í heimagarða. Þegar við gróðursetjum tré sem eiga að vera stakstæð, standa upp úr og skýla frá sér út í umhverfið, gerum við góða gróp, stingum upp moldina á svæði sem er um einn metri á hvern kant, blöndum gjarna gömlum búfjáráburði eða moltu saman við moldina. Gott er að losa jarðveginn á ca 40-50cm dýpi. Það samsvarar um tveim skóflustungum á dýptina. Í miðju gróparinnar ger- um við dálitla upphækkun sem tréð er látið hvíla á. Og út frá þessari miðju greinum við rætur sem best við getum til allra átta. Ef plönturn- ar hafa staðið lengi í pottum og búnar að mynda hringrót í pottin- um þurfum við að klippa á þær á stöku stað til að stöðva hringvöxt- inn. Annars heldur hann bara áfram og ræturnar halda áfram að vaxa í hring með þeim afleiðingum að rótarkerfið verður eins og tappi í flösku. Þannig rótuð tré þola ekki mikið veðurálag án þess að velta og slitna upp með rótum. Þegar við erum búin að koma trénu fyrir og greiða úr rótunum, fyllum við á með mold þannig að hún falli vel á milli rótanna og vökvum rækilega til að tryggja gott jarðsamband. Til að halda rótinni fastri og koma i veg fyrir að hún ruggist til í gnauði vinda, þarf að reka staurstúf rembingsfast ofan í óhreyfðan jarðveginn og binda tréð við hann rétt ofan við rótarháls- inn eða leggja netpoka (kartöflu- poka) með grófri möl flata ofan á rótarhnausinn til að fergja rótina niður. Við hærri tré sem taka á sig meiri vind þarf staurinn að ná nokkuð upp eftir bolnum og binda þarf tréð við hann uppi og niðri. Aldrei má gróðursetja tré dýpra en þau stóðu í uppeldinu eða á fyrri vaxtarstað. Rótarhálsinn á alltaf að nema við yfirborð. Best er að þegar búið er að gróðursetja tréð að það standi í upphækkuðum bing sem er 10-30cm hærri en umhverfið. Yfir rótarsvæðið er svo gott að hreykja búfjáráburði, moltu, hálmbing eða viðarkurli sem tefur fyrir klaka- myndun niður í rótarsvæðið. Gróðursetning á runnum er í öllu á sama veg, en með þeirri undan- tekningu að allir runnar mega fara dýpra í moldina en þeir stóðu áður. Þeir þurfa enga uppbindingu. Vetraskýling og haustfrágangur verður til umfjöllunar í næsta blaði. Grænt er vænt Hafsteinn Hafliðason. Spennandi og fjölbreytt starfsemi safna um allt Suðurland. Haustið er góður gróðursetningartími fyrir tré. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.