Selfoss - 23.10.2014, Blaðsíða 14

Selfoss - 23.10.2014, Blaðsíða 14
14 23. Október 2014 Brjótum tímans hörðu hlekki Fagnaðarefni ljóðaunnenda þessar vikur er ný bók Sveins Yngva Egilssonar um samband bókmennta og náttúru. Bókin hefst á náttúrusýn Jónasar, m.a.s. á dagsetn- ingunni 11. júlí 1841, daginn sem hafin var för Jónasar upp á fjallið Skjaldbreið og týndist en sneri aftur með þessi glaðlegu ljóðmæli: Heiðarbúar, glöðum gesti greiðið för um eyðifjöll. Einn ég treð með hundi og hesti hraun, – og týnd er lestin öll. Mjög þarf nú að mörgu að hyggja, mikið er um dýrðir hér. Enda skal ég úti liggja, enginn vættur grandar mér. Og Jónas heldur velli með sóleyjar sínar á tölvuöld. Sýslungi hans og þófti, Þórarinn Eldjárn, sem heim- sótti okkur nýlega á sjónvarpsskjá- inn, heilsar vel Jónasi: Í buxum, vesti, brók og skóm barnið Jónas úti stóð. Hlýddi á fugla, horfði á blóm, Huldu sinni orti ljóð. Honum fannst það heilög stund, hugmynd spratt og til hans þaut: Fífilbrekka gróin grund grösug hlíð með berjalaut . . . Fór hann upp á háan hól, horfði á rjúpu flýja val. Það var logn og það var sól, þetta var í Öxnadal. Fyrsta vetrardag verður efnt til samkomu í Þjórsárveri eins og undanfarin ár, sungnir eru textar frá liðinni öld s.s.: Gunna stígur jitterbug og Jónki Óla Skans eða Draumar þess rætast er gistir Vagla- skóg. Einnig munum við hampa textum heimaskáldanna: Jóa í Stapa, Sigurðar í Súluholti og Ragnars Böðvarssonar. Þeir eru nú allir horfnir úr gestahópi á söngkvöldum. Jói situr andspænis Glóðafeyki norður í Varmahlíð eftir langa og góða dvöl með Sunnlending- um á síðustu áratugum, Ragnar lést í vor, en vísur hans frá síðustu árum voru prentaðar í tilefni af samkom- unni og verða sungnar á söngkvöldinu í Þjórsárveri lau. 25.okt. Ljóðið Heim- ferð eftir Ragnar, er hann kallar laus- lega þýðingu á söngtexta, hefst svo: Komdu með, komdu með, brjótum tímans hörðu hlekki. Komdu með, komdu með hvort sem gefur eða ekki. Prýdda víðri breiðu blóma, okkar byggð ég aftur þekki. Látum sönginn saman hljóma. Komdu með, komdu með. Úr Harð Haus (20) Ingi Heiðmar Jónsson þekkirðu bæinn? Að þessu sinni birtum við mynd af óþekktum bæ. Ljósmyndari er Eyjólfur Eyjólfsson, skósmiður í Bakkárholti. Upplýsingar eru vel þegnar. Hvaðan er myndin? Hver er sagan á bak við myndina? Og aðrar sögur vel þegnar. Vinsam- legast hafið samband við ritstjóra í síma 8942098 eða á netfang torlakur@fotspor.is. Þá má hafa beint samband við Héraðskjalasafn Árnesinga á Selfossi. Safnahelgi á Suðurlandi 30. október til 2. nóvember 2014 Sjá dagskrá á www.sudurland.is Opnunarhátíð fimmtud. 30. október kl. 16-18 í Versölum, ráðhúsinu í Þorlákshöfn Hvítanes í Landeyjum Í síðasta blaði birtum við mynd af bóndabæ. Það reyndist vera Hvítanes í Austur- Landeyjum. Sögufrægur staður. Meðal þeirra sem höfðu samband var heimafólk - og minningar kölluðust á. Hér kemur frásögn þeirra. Kærar þakkir: „Um vorið 1937 fluttu Jón Tómasson og Elín Ísaksdóttir ásamt syni, Jóni M. Jónssyni, þá 17 ára, frá Miðkoti og keyptu Hvítanes. Sem þá var húsa- laus eyðijörð. Það eina sem stóð uppi voru gömul fjárhús með hlöðnum torfveggjum. Í því bjuggu þau fyrsta sumarið með fjölskylduna meðan þau byggðu kjallara að nýju húsi. Fluttu þau svo í kjallarann um veturinn og bjuggu þar meðan efri hæðin var byggð. Grunnflötur hússins var tæpir 60 fermetrar. Jón Tómasson og Elín bjuggu alla tíð í Hvítanesi. Jón, sonur þeirra tók við búi upp úr 1940 ásamt ásamt konu sinni, Ástu Helgadóttur frá EY. Í gamla húsinu fæddust dætur Jóns og Ástu, fimm talsins og tvö elstu barnabörnin. Árið 1966 ákváðu Jón og Ásta að byggja nýtt hús og steyptu grunn undir viðbygginguna. Í maí 1967 leystu þau húsnæðisvandamál með- an nýbyggingin skyldi rísa. Tjökk- uðu þau upp húsið af grunninum og drógu það á sverum plönkum (brautum) suður á tún. Til verksins var fenginn bíll frá Austurleið. Um sumarið var byggt af mikilli bjart- sýni, dugnaði og hjálp góðra sveit- unga. Flutt var inn í nýja húsið fyrir jól 1967. Gamla húsið var dregið af tveimur flutningabílum norður fyrir bæinn og var það notað sem geymsla í áratugi. (Þess má geta að jafnræðis var gætt; flutningabílarnir voru frá kaupfélögunum báðum í sýslunni).“ Sunnulækjarskóli 10 ára Áratugur að baki. Á maður að trúa því að Sunnulækjarskóli á Selfossi eigi í hlut? Sunnulækjarskóli var settur í fyrsta sinn 23. ágúst 2004. Hugmyndavinnan að baki var á hendi einstaklinga af ýmsum sviðum samfélagsins sem mynduðu samstarfshóp sem vann að undir- búningi skólabyggingarinnar. Var ferlið afar lærdómsríkt og skólinn hannaður með niðurstöðurnar að leiðarljósi. Húsið teiknuðu Hilmar Þór Björnsson, Finnur Björgvins- son og Sigríður Ólafsdóttir. Elísabet Jóhannsdóttir gaf skólanum nafn, en efnt var til opinnar samkeppni um nafn á skólann. Suðurhverfið á Selfossi er barnmargt. Í vetur eru nemendur vel á sjötta hundraðið og þarf að auka kennslurými. ÞHH Nemendur undirbúa afmæli skólans. (Mynd af vef skólans)

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.