Selfoss - 06.11.2014, Blaðsíða 12

Selfoss - 06.11.2014, Blaðsíða 12
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu á aðal- skipulagi Rangárþings eystra 2003-2015. Hvolsvöllur – Stækkun miðsvæðis Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að aðalskipu- lagi Rangárþings eystra 2003-2015, verði breytt á þann veg að miðsvæði (M2) verði stækkað til norðvesturs um 4,5 ha. Svæðið sem stækkunin nær til, var áður skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota/íþróttasvæði og land- búnaðarsvæði, sem minnka að sama skapi. Svæðið er innan þéttbýlismarka Hvolsvallar. Umrætt svæði austan þjóðvegar, sem breytingin nær til, er stækkun á miðsvæði M2 úr 5,7 ha í 10,2 ha. Þar er aðeins gert ráð fyrir upplifu- nar- og fræðslumiðstöð, ásamt hóteli og tengdri starfsemi. Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra. Hvolsvöllur – Deiliskipulag vegna eldfjallaseturs Tilefni deiliskipulagsins er uppbygging alhliða uppli- funar- og fræðslumiðstöðvar fyrir ferðamenn, helguð eldstöðvum á Suðurlandi, eldgosum, jarðskjálftum, hamfarahlaupum, jarðfræði og jarðsögunni með sérs- taka áherslu á gosið í Eyjafjallajökli og Kötlu jarðvang. Stærð skipulagssvæðisins er um 4,5 ha. og er aðkoma frá Þjóðvegi 1 og Hvolsvegi. Gert er ráð fyrir tveimur lóðum, annarsvegar 27.005 m² lóð fyrir upplifunar- og fræðslu- miðstöð með leyfilegu byggingarmagni allt að 5000m² og hinsvegar 18.291 m² lóð fyrir fyrirhugaða hótelbyggingu með leyfilegu byggingarmagni allt að 5000m². Ofangreindar skipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli, frá 29. október 2014. Tillaga að aðalskip- ulagsbreytingu liggur einnig frammi hjá Skipulagsstof- nun. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 10. desember 2014. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. F.h. Rangárþings eystra Anton Kári Halldórsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra NÝ SENDING AF SÓFASETTUM Teg. Giulia 3 - 1 - 1 og 3 - 2 - l leður. Reykjavíkurveg 66 220 Hafnarfirði sími 565 4100 6. Nóvember 201412 GÚMMULAÐI Ég var með bókaklúbb um daginn en þá er mikið mál að hafa eitthvað gott með kaffinu meðan spjallað er um bók- ina sem við lesum. Nú vorum við að ræða um Konuna við 1000° eftir Hallgrím Helgason. Þegar maður er í svona klúbbi fer maður að hugsa um hvað var síðast og þar áður og alltaf var eitthvað sem sló í gegn. Oftast er það samt eitthvað rosalega hollt sem gefur frískandi útlit og allt það sem konur á besta aldri þrá. Ég var orðin nær græn í framan að hugsa alla þessa hollustu og viti menn. Allt í einu datt mér í hug að þær væru orðnar svo hollar að þær hefðu bara gott af smá gúmmulaði. Ég ákvað því að hafa einn heit- an brauðrétt og tvær kökur. Annars vegar valdi ég Sachertertu sem ég hef oft bakað við góð tækifæri. Sachertertan er ættuð frá Vín í Aust- urríki. Hún var fyrst búin til af Franz Sacher 1832 sem þá var yfirkokkur hjá Metternichi fursta. Þessi á að vera ekta Sacherterta en auðvitað veit ég það ekki - en góð og sæt er hún. Sacherterta. Í deigið þarf: 170 gr. smjör 170 gr. sykur 6 stór egg I tsk. vanillu 170 gr. suðusúkkulaði 70 gr. brauðmylsnu 150 gr. aprikósumauk 150 gr. hjúpsúkkulaði Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði. Lint smjörið er hrært með 2/3 af sykrin- um og vanillunni. Þá er súkkulaðinu, smjörinu, sykrinum og eggjarauðun- um bætt við og hrært vel saman þar til deigið verður samfellt og gljáandi. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar með afganginum af sykrinum. Brauð- mylsnunni er bætt í deigið og svo hvíturnar varlega hrærðar saman við. Sett í form með lausum botni og bakað við 180° í ca. 45 mínútur. Aprikósumaukið er hitað og hellt yfir kökuna áður en hún verður köld. Að síðustu er hjúpsúkkulaðið brætt og kakan hulin með því. Á netinu fann ég svo mjög góða skyrtertu. Botninn er: Heill Lu Bastogne kexpakki. 80 – 100 gr. íslenskt smjör. Kexið er mulið í matvinnsluvél og linu smjörinu bætt við. Þrýst í botn á formi og kælt. Fyllingin er: 250 ml rjómi 400 gr. vanilluskyr (gæti líka verið gott að nota karamelluskyr frá Kea). 1 tsk vanillusykur 80 gr. hvítar súkkulaðiperlur frá Nóa Síríus (brætt). 40 gr. karamellu pipp (brætt). 2 stór Daim (smátt söxuð). Byrjið á því að þeyta rjómann og bætið síðan vanilluskyrinu saman við. Hvíta súkkulaðið er brætt í potti við vægan hita og látið það kólna aðeins áður en því er bætt við í fyllinguna . Saxið niður daimið og blandið saman við ásamt vanillusykrinum. Hellið fyllingunni ofan á botninn og kælið. Bræðið karamellupippið í smá rjóma og smá sýrópi. Þetta er notað til að skreyta kökuna. Mér finnst góðir heitir brauðréttir sem er aðeins bragð af og prófaði þennan frábæra pepperóni brauð- rétt. 1/2 samlokubrauð 1 bréf pepperoni (frá Krás) 1 blaðlaukur 250 gr. sveppir 1/2 eða ein lítil krukka sólþurrk- aðir tómatar 5 dl matreiðslurjómi 1 mexíkó ostur 1 poki gratínostur Skorpan skorin af brauðinu, það skorið í litla bita og sett í botninn á smurðu eldföstu móti. Pepperoni, blaðlaukur, sveppir og sólþurrkaðir tómatar er skorið smátt og bland- að saman í skál. Gott er að blanda dálítilli olíu af tómötunum út í blönduna. Dreift yfir brauðið. Skerið mexíkó ostinn í bita og bræðið í potti ásamt rjómanum. Látið kólna örlítið, hellið svo blöndunni yfir brauðið og dreifið gratínostinum yfir. Bakið við 200°C í ca. 20 mínútur. Þetta var frábært kvöld með skemmtilegum konum. Takk fyrir mínar kæru bókaklúbbskonur. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kv, Kristjana Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.