Selfoss - 20.11.2014, Blaðsíða 12

Selfoss - 20.11.2014, Blaðsíða 12
rauða hússins Jólahlaðborð ógleymanleg kvöldstund 22. nóvember · 29. nóvember 6. desember · 13. desember verð 8.500 kr á mann borðapantanir: 483-3330 raudahusid@raudahusid.is rauða Búðarstíg 4 • 820 Eyrarbakka www.raudahusid.is Uni og Jón Tryggvi spila undir borðhaldi frá kl. 20:00-23:00 Myndlistarmenn – Rithöfundar - Tónlistarmenn Menningar- íþrótta- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar auglýsir eftir umsóknum um dvöl í listamannahúsinu Varmahlíð í Hveragerði. Íbúðarhúsið er búið öllum húsgögnum og eldunartækj- um. Gestalistamenn fá endurgjaldslaus afnot af húsinu. Óskað er eftir skriflegum umsóknum, sem sendist til menningar- og frístundafulltrúa Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði eða rafrænt til jmh@hveragerdi.is . Í umsókn þarf að koma fram æskilegt dvalartímabil og að hverju listamaðurinn hyggst vinna meðan á dvölinni stendur. Úthlutun dvalartímabila mun fara fram frá janúar n.k. til og með desember 2015, mánuð í senn. Nánari upplýsingar hjá menningar- og frístundafulltrúa s. 483 4000 Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is Umsóknarfrestur er til 30. nóvember n.k. LEIKFÉLAG ÖLFUSS SÝNIR GAMANLEIKINN: ENGINN MEÐ STEINDÓRI EFTIR NÍNU BJÖRK JÓNSDÓTTUR Í LEIKSTJÓRN DON ELLIONE 7. SÝNING 20. NÓVEMBER KL. 20:00 8. SÝNING 21. NÓVEMBER KL. 20:00—ÖRFÁ SÆTI LAUS 9. SÝNING 22. NÓVEMBER KL. 20:00 SÝNINGARTÍMAR AUGLÝSTIR Á FACEBOOKSÍÐULEIKFÉLAGS ÖLFUSS MIÐAPANTANIR Í SÍMA 661-0501 OG Á LEIKFJELAG@GMAIL.COM MIÐAVERÐ KR. 2500 SÝNT Í RÁÐHÚSINU, ÞORLÁKSHÖFN 20. Nóvember 2014 Það er kannski skrýtið að vera að tala um vetrarmat í þessarri veðurblíðu sem hefur verið hjá okkur, en veturinn getur komið fyrr en varir og þá er gott að vera við öllu búinn og elda sér notalega kjötkássu. Tommy Myllymäki er sænskur kokkur sem var kokkur ársins (Årets kock) í Svíþjóð 2007. Hann kallar þennan rétt „vinsælt laugar- dagschili“ sem er sterkur og bragð- góður réttur eldaður í langan tíma. Ég studdist við uppskrift hans en breytti henni aðeins. Ég fór í Krónuna og ætlaði að kaupa nautagúllas en fékk í stað- inn fínt hrossakjöt sem var miklu ódýrara. Þetta varð því hálfgerð hrossakássa. 800 gr. hrossakjöt 2 gulir laukar 4 rif af hvítlauk 1-2 rauður chilipipar með fræjum 2 tsk. broddkúmen (cummin) 2 tsk. kóriander 1 tsk. reykt papríka 1 tsk. oregano 1 tsk. fennel 1-2 lárviðarlauf 1 lítil dós tómatpúrre 2 tsk. villibráðarkraftur 3-4 dl. pilsner Olía til að steikja úr Salt eftir smekk Steinselja Grísk jógúrt Kjötið er brytjað í fremur smáa bita og brúnað í potti. Laukur, chili og hvítlaukar saxað og bætt við. Kryddið sett út í og svo vökvinn. Þetta er svo látið malla í 2-3 tíma. Gott er að klipppa steinselju yfir og skeið af grískri jógúrt á diskinn er frábæt. Það má hafa kartöflumús eða hvað sem er með. Tommy mælir með steiktu brauði. Þá eru brauðnsneiðar skornar í þríhyrning og steiktar upp úr smjöri á báðum hliðum. Það er rosalega gott en ekki beint megrunarfæða. Þetta er alveg frábær matur á laugardegi þegar tími er til að láta matinn malla í rólegheitum. Hrossa- kjöt er vanmetið og gott kjöt sem ætti að vera miklu meira úrval af. Ég fór að hugsa um af hverju það var ekki borðað hér áður fyrr og hvort að fordómar gagnvart hrossakjöt væru enn á kreiki. Og fann þetta á Vísindaavefnum http://www.visindavefur.is/svar. php?id=5381 Af hverju var bannað að borða hrossakjöt hér áður fyrr? Um aldir var það almennt viðhorf í íslensku samfélagi að algjört bann væri við því að leggja sér hrossakjöt til munns. Þetta bann var tengt túlkun á Biblíunni, sem fól í sér að einungis mætti borða kjöt af klauf- dýrum. Bannið við hrossakjötsáti var fornt en neysla þess var meðal annars notuð til að greina á milli heiðinna manna og kristinna í frumkristni á Norðurlöndum. Í fyrstu íslensku kristnilögunum er hrossakjötsát lagt að jöfnu við barnaútburð og skurðgoðadýrkun. Viðbjóður manna á hrossakjöti var svo mikill að það eitt að handfjatla eða nýta sér hrossa- slátur, án þess þó að borða það, var illa séð. Staða hestsins sem mikilvægs at- vinnu- og samgöngutækis hefur að líkindum enn frekar styrkt bannið gegn hrossakjötsátinu. En hér á landi gegndi hesturinn mikilvægu hlut- verki bæði við vinnu og flutninga allt fram á 20. öld. Til marks um það hve strangt forboðið gegn hrossakjötsáti var, má nefna að á 18. öld þegar tíðir harðindakaflar gengu yfir landið, töldu margir kirkjunnar menn að neyð fólks og hungur nægði ekki sem afsökun fyrir neyslu hrossakjöts. Í einum ákafasta harðindakafla 18. aldar, sem stóð yfir á árunum 1754– 1758, neyddust sumir landsmenn til að leggja sér hrossakjöt til munns. Í bók sinni Mannfækkun af hallær- um tilfærir Hannes Finnsson Skál- holtsbiskup dæmi um hrossakjötsát landsmanna, í sömu andrá og hann getur um fjölgun þjófnaða. Þrátt fyrir neyð almennings, var andúðin á hrossakjötsáti það sterk og neysla þess talin svo stór siðferðisbrestur að mörgum prestum landsins stóð ekki á sama. Þeim bar að halda guðsorði og góðum siðum að almenningi og þó neyðin væri mikil var hrossa- kjötsátið svo alvarlegt afbrot að það var ekki látið óátalið. Um miðja 18. öldina fóru yfirvöld trúmála í danska konungsveldinu, sem Ísland var þá hluti af, að sýna merki um tilslakanir á banni við neyslu hrosskjöts. Kirkjustjórnarráð- ið í Kaupmannahöfn gaf út þá yfir- lýsingu árið 1757 að hrossakjötsát í neyð væri ekki brot og því ekki refsivert. Á svipaðan streng hafði Hólabiskupinn Gísli Magnússon slegið árið 1756 er hann hélt því fram í bréfi að hann teldi hrossakjötsátið vera ólíðandi að nauðsynjalausu, en vildi þó ekki meina að í því fælust ekki nein kristnispjöll. Vandamálið væri hin almenna hneykslun sem af átinu hlytist. Samkvæmt þessu var ástæða bannsins, að mati Gísla, ekki lengur sú að það væri brot gegn kristni heldur er almenn andúð á því tilgreind sem ástæða. Árið 1775 setti Magnús Ketils- son sýslumaður í Dalasýslu fram þá skoðun, á síðum tímaritsins Islands- ke Maanedestidende, að rétt væri að landsmenn hagnýttu sér sláturafurð- ir af hrossum. Um aldamótin 1800 virðist sem tekið hafi að draga verulega úr andúð fólks á hrossakjötsáti. Kann það að vera að einhverju leyti tilkomið vegna skrifa Magnúsar Ketilssonar, en einnig var þá orðið alkunna að hrossakjöt þætti herramannsmatur í Danmörku. Árið 1808 tók Magnús Stephensen dómstjóri upp þráðinn í hrossakjötsumræðunni. Hann gekk lengra en Magnús Ketilsson hafði áður gert. Magnús Stephensen mælti opinberlega með hrossakjötsáti og gerði einnig um það tillögur. Þær miðuðu að vísu aðallega að því að „troða” hrossakjötinu í fanga og ómaga, en einnig vildi Magnús vekja athygli almennings á því. Á þessum tíma voru harðindi á Íslandi og sigl- ingateppa en þrátt fyrir það mæltust þessar hugmyndir dómstjórans al- mennt illa fyrir og uppskar hann fyr- irlitningu og háð margra samlanda sinna. Óbeit á hrossakjöti lifði fram eftir 19. öld, og jafnvel lengur, meðal stórs hluta landsmanna þó að trúar- legar ástæður hafi ekki lengur verið til staðar. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kv, Kristjana 12 Vetrarmatur Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.