Selfoss - 04.12.2014, Blaðsíða 1

Selfoss - 04.12.2014, Blaðsíða 1
Vöruval góð verslun í alfaraleið Ný tilboð vikulega Heimsendingarþjónusta Opið frá 7:30-19 virka daga og 10-19 um helgar Sveitarfélagið ÁRBORG Jól í Árborg 2014 Jólatorgið opið í Sigtúnsgarðinum á Selfossi helgina 5. – 7. desember Komið og sjáið litlu jólalestina Fjölbreyttur varningur er til sölu á torginu. M.a. kakó og jólavörur. Torgið er opið föstudag frá 15:00 – 18:00 og laugardaga og sunnudaga frá 12:00 - 18:00. Jólatónlist ómar um svæðið frá opnun torgsins. Viðburðir á sviði frá kl.15:00 laugardaginn 6. des. og frá 14:00 á sunnudeginum 7. des. Viltu leigja söluhús? Getur haft samband við Sigrúnu Hauksdóttur í síma 618-5000, sigrun@pax.is. Nánar á www.arborg.is BÓNFEÐGAR Sími: 482 2327 / 848 2327 - Gagnheiði 51 - Selfossi Þvottur - Djúphreinsun Bón - Mössun - Vélaþvottur SÆKJUM OG SENDUM 4. Desember 2014 23. tölublað 3. árgangur S U Ð U R L A N D 8-10 Kvenfélagið fór í verkið 12 Kinnfiskur á aðventu 14 Hálfdán kembdi í holunni UMHVERFISVOT TUÐ PRENTUN „Nú geta jólin komið í alvöru“ Aðventan boðar komu jólanna. Margir upplifa hana sem bið. Öðrum er hún kærkomin og gleðihátíð. Aðventukransinn er orðinn tákn þessa „biðtíma“ og styttir stund. Kveikt er á einu kerti hvern sunnudag. Sagan sem vitnað er í á síðu 6 í blaðinu í dag er táknræn. Það var búið að kveikja á öllum fjórum kertunum á aðventukrans- inum. Í kringum þau ríkti þögn. Ef ein- hver hefði verið nálægur þá hefði hann heyrt kertin tala saman. Og kertin töluðu saman, en það slökknaði á einu eftir ann- að. Lítið barn kom inn í herbergið þar sem aðventukransinn stóð á borðinu. Með tárin í augunum sagði það: „Mér finnst ekki gaman þegar það er slökkt á ykkur.“ Þá svaraði fjórða kertið: „Ekki vera hrætt, kæra barn. Meðan ljós er á mér getum við kveikt á hinum kertunum. Ég heiti von.“ Það var gleðisvipur á andliti barnsins þegar það notaði ljós- ið af vonarkertinu til þess að kveikja á kærleikskertinu, trúarkertinu og friðar- kertinu. Að því loknu sagði barnið eins og við sjálft sig: „Nú geta jólin komið í alvöru.“ Við skulum njóta aðventunnar – við kertaljós. ÞHH

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.