Selfoss - 04.12.2014, Blaðsíða 4

Selfoss - 04.12.2014, Blaðsíða 4
4 4. Desember 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 23. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! Manngert yfirborð hefur aukist miklu hraðar á undanförnum árum á Íslandi borið saman við önnur Evrópulönd: Langmest á Suðurlandi Hættumerki slíkra breytinga felast m.a. í því að þjónustu vistkerfa er ógnað! Á ársfundi rannsókna og fræða á Suðurlandi sem Háskóla-félag Suðurlands gekkst fyrir í nóvember sl. var greint frá ýmsum rannsóknum rannsóknar- stofnana á Suðurlandi. Dr. Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknarset- urs Háskóla Íslands á Suðurlandi fjallaði um sjálfbæra landnotkun. Tómas sýndi ýmis dæmi um ólíka landnotkun. Vitnaði hann í meist- araverkefni Elke Wald. Kemur þar fram að manngert yfirborð hefur aukist miklu hraðar á undanförn- um árum á Íslandi borið saman við önnur Evrópulönd, og aukningin er langmest á Suðurlandi. Hættu- merki slíkra breytinga felast m.a. í því að þjónustu vistkerfa er ógn- að. Sjálfbær landnotkun felur í sér auðlindanýtingu sem gengur ekki á undirstöðuvirkni vistkerfa. Að finna hversu mikið land – hvar – og hvern- ig megi nýta án þess að spilla lífs- nauðsynlegum náttúrulegum ferlum er og verður snúið. Í því sambandi er varúðarreglan mikilvæg, sérstak- lega í ljósi þess að meiri þekkingar er þörf á flestum sviðum og meira samstarfi á öllum stigum skipulags og stefnumótunar. Í næsta blaði munum við greina frekar frá ársfundinum og áhuga- verðum rannsóknum stofnana á Suðurlandi. ÞHH Stóðu sig með prýði Þeir skipuðu unglingasveit á Fischer-setrinu og tóku þátt í Íslandsmóti unglingasveita um miðjan nóvember: Benedikt Fadel Farag, Sindri Freyr Guðmundsson, Máni Sverrisson og Patrikur Máni Jónsson og var Nökkvi Sverrisson liðsstjóri. Piltarir stóðu sig prýðilega á sínu fyrsta móti. Tilvalin bók frá afa og ömmu Sunnlenska bókaútgáfan Sæmundur gefur m.a. út tvær bækur fyrir yngstu kynslóðina. Mía kemur í heiminn eftir Lovísu Maríu Sigurgeirs-dóttur og Hatturinn frá Katalóníu eftir Ólöfu Völu Ingvars- dóttur. Mía kemur í heiminn fjallar um Míu sem er í bumbunni á mömmu sinni á leið í heiminn. Foreldrar henn- ar búa í borginni þar sem er stutt á fæðingadeildina. En á Dalvík sem er langt í burtu eru amma og afi sem bíða eftir Míu. Þegar símtalið svo kemur um að Mía sé að koma fer allt í handa- skolum hjá ömmu og afa sem verða mjög stressuð að flýta sér til borgar- innar. Bókin er í bundnu máli sem má syngja undir laginu Kátir voru karlar. Þetta er bráðskemmtileg bók sem er tilvalin fyrir ömmu og afa að eiga fyrir unga næturgesti. Mín reynsla af lestri fyrir barnabörn í gistingu er að bækur í bundnu máli eru mjög vinsælar hjá börnum. Þau hrífast af hrynjandanum áður en þau byrja að tala. Hatturinn frá Katalóníu er skemmtilegt ævintýri. Á baksíðu segir: Haddý hattakona lendir í hremmingum eftir að hattur- inn frá Katalóníu er settur á nátt- borðið hennar. Og eins og í góðum ævintýrum berst hjálpin úr óvæntri átt. Nágranni hennar er ekki sá sem hann sýnist og í sögulok dugar ekkert minna en nýuppáhellt kaffi, berja- kaka og rósir. Hattý og Drómundur nágranni hennar lenda í miklu ævintýri eftir að hún kaupir hatt sem hann hafði átt og hún hafði ekki ætlað að kaupa neitt af honum. „Uss, Drómundur nágranni. Allir vissu hvernnig hann var. Hann hafði ferðast um víða veröld og safnað að sér alls konar skrýtnum munum héð- an og þaðan. Sagt væri að hann ætti styttu frá Afríku sem syngi vöggu- vísu, sverð frá Austurlöndum sem hægt er að stýra með hugaraflinu og langan, langan orm sem byggi í kjallaranum.“ Þetta er skemmtilegt ævintýri sem kemur inn á fordóma og ótta manneskjunnar við það ókunnuga úr heimi sem hún þekkir ekki. Kristjana Sigmundsdóttir Jólatorgið á selfossi var opnað með hljóðfæraslætti og ljósadýrð um sl. helgi. Það var ekki við yfirvöldin að sakast að veðurguðirnir létu til sín taka um allt suðurland. Varð því að fresta ýmsum hátíðarhöldum til helgarinnar sem er framundan. Velkomin Tómas Grétar Gunnarsson Fyrsti jólaglugginn opnaður Á hverjum degi fram á aðfangadag er skemmtilegur stafaleikur í gangi tengdur jólagluggunum í Árborg. Einn gluggi í stofnun eða fyrirtæki verður opnaður þar sem bókstafur er hluti af skreytingunni. Þátttakendur í leiknum eiga að finna stafinn og setja inn á þar til gert eyðublað. Á aðfangadag þegar síðasti glugginn er opnaður ættu þátttakendur að geta lesið setningu út úr öllum stöfunum og þá svarað spurningunum sem fylgja. Síðan er hægt að skila þátttökublaðinu inn og verði heppnin með að vinna til verðlauna. Hægt er að nálgast þátt- tökueyðublað á heimasíðu Árborgar. Myndin er tekin af fyrsta glugganum sem var opnaður í bókasafninu við Austurveg á Selfossi.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.