Selfoss - 04.12.2014, Blaðsíða 6

Selfoss - 04.12.2014, Blaðsíða 6
6 4. Desember 2014 Aðventa Orðið aðventa kallar fram ýmsar tilfinningar hjá fólki. Aðventan er undan- fari jólanna sem er hjá flestum gleði- hátíð en vekur einnig oft sorg og kvíða sérstaklega hjá þeim sem hafa misst ástvini. Margir hafa fyrir sið að lesa söguna Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson á þessum tíma. Sagan hefst þannig. „Þegar hátíð fer í hönd búa menn sig undir hana hver á sína vísu. Það getur gerst á margan máta. Benedikt hafði sinn hátt á því sem öðru. Hann var sá, að í byrjun jólaföstu, helst á sjálfan aðventusunnudag ef veður leyfði, lagði hann upp með ríflegt nesti, sokkaplögg til skiptana, tvenna eða þrenna nýgerða leðurskó, prím- us, olíubrúsa og glas af vínanda í mal sínum, ferðinni heitið á fjarlægar fjallaslóðir þar sem um þetta leyti árs var ekki annað kvikt á ferli en harðgerðir ránfuglar, refir og eins- töku eftirlegukindur . . .“ Það eru þessar kindur sem Bene- dikt vill koma í hús fyrir jól og fjallar þessi skemmtilega saga um þá glímu sem hann, hundur hans og forystusauður eiga við náttúruöflin á dimmasta tíma ársins. Á Vísindavefnum http: //www. visindavefur.is/svar. php? id=4656 er sagt frá aðventunni og þeirri hefð að hafa aðventukrans með fjórum kertum. Það er gaman að velta fyrir sér af hverju við kveikjum á aðventu- kertum og hvernig hefðin skapast. „Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“ og hefst hún á 4. sunnudegi fyrir jóladag. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt. Aðventukransinn byggist á norð- ur-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn táknar eilífðina. Fyrsta kertið nefnist spádómakertið og minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefn- ist Betlehemskertið. Þar er athygl- inni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirðakertið en snauðum og ómennt- uðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið og minnir okkur á þá sem báru mann- heimi fregnirnar. Aðventukransinn, sem talinn er vera upprunninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar, barst til Suður-Jót- lands og varð algengur í Danmörku eftir 1940. Frá Danmörku barst þessi siður til Íslands. Í fyrstu var aðventukransinn aðallega notaður til að skreyta búðarglugga en á milli 1960 og 1970 fór hann að tíðkast á íslenskum heimilum og er nú orðinn ómissandi hluti þessarar árstíðar. Fyrir rúmlega 40 árum orti norski rithöfundurinn Sigurd Muri (1927- 1999) ljóð um aðventukertin fjögur sem kallast „Nå tenner vi det første lys“ og er það sungið við sænskt lag frá 1898 eftir Emmu Christinu Köhler (1858-1925). Lilja Sólveig Kristjánsdóttir fyrrverandi kennari og safnvörður í Reykjavík þýddi ljóðið sem á íslensku ber heitið „Við kveikjum einu kerti á“ og er það á góðri leið með að verða einn þekktasti aðventusálmur Íslendinga fyrr og síðar. Hann er á þessa leið: Við kveikjum einu kerti á. Hans koma nálgast fer sem fyrstu jól í jötu lá og Jesúbarnið er. Við kveikjum tveimur kertum á og komu bíðum hans, því Drottinn sjálfur soninn þá mun senda‘ í líking manns. Við kveikjum þremur kertum á, því konungs beðið er, þótt Jesús sjálfur jötu og strá á jólum kysi sér. Við kveikjum fjórum kertum á. Brátt kemur gesturinn, og allar þjóðir þurfa að sjá, að það er frelsarinn. En um aðventukertin er líka til þýsk saga, er ber heitið „Fjögur kerti“. Höfundur hennar er ókunnur en þýðinguna gerði Pétur Björgvin Þorsteinsson. Sagan er á þessa leið: Það var búið að kveikja á öllum fjórum kertunum á aðventukrans- inum. Í kringum þau ríkti þögn. Ef einhver hefði verið nálægur þá hefði hann heyrt kertin tala saman. Fyrsta kertið andvarpaði og sagði: „Ég er friðarkerti. Ljós mitt lýsir en fólkið býr ekki í friði hvert við annað. Fólkinu er alveg sama um mig!“ Ljósið á fyrsta kertinu varð minna og minna þangað til það slokknaði alveg. Annað kertið flökti og sagði: „Ég heiti trú. En ég er alveg óþarfi. Fólk- inu er alveg sama um Guð, það vill ekkert af honum vita. Það hefur engan tilgang að það sé ljós á mér.“ Kraftur- inn í kertinu sem nefndi sig trú var þrotinn. Lítill trekkur dugði til. Ljósið slokknaði. Með lágri, dapurri röddu tók þriðja kertið til máls: „Ég heiti kærleikur. En ég hef enga orku til þess að láta ljós mitt skína. Fólkið er búið að ýta mér til hliðar. Það sér bara sig sjálft og ekki náungann sem þarf á kærleikanum að halda.“ Að þessum orðum mæltum slokknaði á þriðja kertinu. Lítið barn kom inn í herbergið þar sem aðventukransinn stóð á borðinu. Með tárin í augunum sagði það: „Mér finnst ekki gaman þegar það er slökkt á ykkur.“ Þá svaraði fjórða kertið: „Ekki vera hrætt, kæra barn. Meðan ljós er á mér getum við kveikt á hinum kertunum. Ég heiti von.“ Það var gleðisvipur á andliti barnsins þegar það notaði ljósið af vonarkertinu til þess að kveikja á kærleikskertinu, trúarkertinu og frið- arkertinu. Að því loknu sagði barnið eins og við sjálft sig: „Nú geta jólin komið í alvöru.“

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.