Selfoss - 04.12.2014, Blaðsíða 9

Selfoss - 04.12.2014, Blaðsíða 9
94. Desember 2014 1958. Undanfari þess var leikstarf kvenfélagsins á Selfossi, sem hafði tekið nokkra leiki til meðferðar. „Koss í kaupbæti" er þriðji leikur leikfélagsins frá stofnun þess.“ (Þjóð- viljinn 4.11. 1959). Tíminn segir frá því að fyrsti „stóri sjónleikur“ leik- félagsins hafi verið Allra sálna messa . Meðal leikenda voru Sigursteinn Ólafsson, frú Lovísa Þórðardóttif, Hörður Guðlaugsson og ungfrú Helga Brynjólfsdóttir. Í stjórn leik- félagsins hafi þá verið Sigursteinn Ólafsson formaður, Kristján Guð- mundsson, Lúðvik Guðnason og frú Lovísa Þórðardóttir. (Tíminn 26.4. 1952) Sjúkraskýli og sjúkrahús. Næsta stóra verkefni Kvenfélags Selfoss var að berjast fyrir því að sjúkrahús risi á Selfossi. „Undanfarin ár hefur mikill áhugi verið fyrir því að reist yrði fjórðungssjúkrahús á Selfossi fyrir Suðurlandsundirlendið. Til styrktar þeirri framkvæmd tóku öll kvenfé- lög í Árness- og Rangárvallasýslum höndum saman um að koma á happ- drætti og tók Kvenfélag Selfoss að sér alla framkvæmd málsins og fjárreið- ur. Hlutu þær til þess góðan stuðn- ing margra aðila, einstaklinga og fyrirtækja, enda sparaði enginn tíma né erfiði til að veita málinu braut- argengi. Af happdrættinu varð líka glæsilegur árangur. Var Sambandi sunnlenzkra kvenna afhent spari- sjóðsbók með kr. 513.634.69 inn- stæðu, sem renna skal til sjúkrahúss- byggingarinnar.“ (Húsfreyjan 1960) Lauslega má ætla að upphæðin í sparisjóðsbókinni hafi samsvarað um 15 árslaunum verkamanna á þessum tíma. Sigrún Ásgeirsdóttir segir að Bjarni Guðmundsson læknir á Sel- fossi hafi boðist til að fara úr húsi sínu sem stóð við þjóðveginn austur. Úr varð sjúkraskýli sem var opnað 1958 – en sjúkrahúsið mátti bíða í næstum aldarfjórðung. Það var opnað 1981 (formlega vígt 1982). „Í húsnæði þessu eru 12 rúm fyrir fullorðna, en ráðgert er að þau geti orðið 15. Stofurnar eru mjög bjartar og hlýlegar, vita allar á móti suðri. Bjölluhnappur og útvarpslögn er við hvert rúm, en ekki eru heyrnartækin Framhald á næstu síðu. ... þú sem átt ekki einu sinni hrærivél „Ímynd spilar stórt hlutverk í okkar lífi. Ein verðmætasta eign fyrirtækja er ímynd þess og ásjóna. Það tekur áratugi að byggja upp sterka ímynd en það getur tekið örskamma stund að rústa henni. Sterk ímynd skapar góðvild og viðskiptatryggð. Kynjaímynd, birtingarmyndir um karlmennsku og kvenleika í sam- félaginu, eru hvarvetna sýnilegar. Auglýsinga- og fjölmiðlaheimur- inn, dagblöð og tímarit, útvarp og sjónvarp eru liðtækir miðlar til að skapa og viðhalda tilteknum kynjaí- myndum. Það gera þessir miðlar með því að framleiða myndefni og texta, þar sem „svokölluð kynja- hlutverk“ eru sett á svið, sýnd og staðfest. Af ríkjandi kynjaímyndum dagsins í dag sem flestir kannast við má nefna ofurkonuna, það er dragt- klædd, falleg og kynþokkafull kona sem hefur náð langt í atvinnu- og/ eða viðskiptalífinu, samhliða því að reka heimili og fjölskyldu. Hin fullkomna móðir. Ímynd er ekki annað en endur- varp raunveruleikans eins og mark- aðurinn upplifir hann. Saga kven- félaga á Íslandi nær aftur til 1869 og hafa þau lagt ómetanlega í sjóði til velferðamála og samfélagsum- bóta. Í hugum margra aftur á móti ef orðið „kvenfélag“ ber á góma er það fyrsta sem því dettur í hug virðulegar konur að halda kökubas- ar, ekki sú ómetanlega aðstoð sem kvenfélagskonur landsins hafa lagt til samfélagsins. Ein kvenfélagskona sagði mér að fyrstu viðbrögð sem hún fékk frá móður sinni þegar hún sagðist vera gengin í kvenfélag hafi verið: En vina mín þú sem átt ekki einu sinni hrærivél. ... Saga kvenfélaga er gríðarlega merkileg og innan þeirra hef- ur margt verið gert annað en að baka og slúðra. Tilgangurinn með stofnun kvenfélaga var í upphafi að auka réttindi kvenna á Íslandi og efla menningu þeirra með samstöðu og félagsskap. Kvenfélög á Íslandi eiga sér langa og merka sögu. Í dag eiga yfir 200 félög aðild að Kvenfélagasambandi Íslands en einnig eru mörg félög kvenna sem standa utan þess. Allt frá því fyrsta kvenfélagið var stofnað árið 1869 hafa þau unnið mikið starf landi og þjóð til velfarnaðar og heilla. (Linda Björk Halldórsdótt- ir, úr erindi fluttu 30. mars 2014 í Laugarneskirkju) bjarni yfirlæknir fór úr húsi og upp reis sjúkraskýli Glaðheimar við Tryggvagötu sjúkrahús suðurlands

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.